Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 27.06 2015 - 09:17

Út að borða með Katrínu Jakobsdóttur

Það er engum blöðum um það að fletta að Katrín Jakobsdóttir nýtur mikils persónufylgis. Það sannast nú síðast í könnun Fréttablaðsins sem spurði fólk með hvaða íslenskum stjórnmálaleiðtoga það myndi helst kjósa að fara út að borða. Að vísu gat þriðjungur ekki hugsað sér að fara út með neinum leiðtoganna, en af þeim sem tóku […]

Föstudagur 19.06 2015 - 08:43

Þegar ég varð hissa

Mín vitund og skilningur á jafnréttismálum mótaðist af tvennu. Annars vegar er ég alinn upp af einstæðri móður, mikilli kjarnorkukonu, og það hvarflaði hreinlega aldrei neitt annað að mér í æsku en konur stæðu körlum algjörlega jafnfætis. Enda var sama upp á teningnum hjá öfum og ömmum og í öðrum þeim hjónaböndum sem ég þekkti til […]

Fimmtudagur 18.06 2015 - 17:30

Hroki Brynjars Níelssonar

Það er ósköp eðlilegt að Brynjari Níelssyni skuli ekki þykja ástæða til að stjórnin fari frá (sjá hér) – þótt formaður hans Bjarni Benediktsson hafi að vísu krafist þess að Jóhanna Sigurðardóttir „skilaði lyklunum“ þegar stjórn hennar naut þó ef eitthvað var meira fylgis en stjórn Sigmundar og Bjarna gerir nú. En af hverju Brynjar telur […]

Þriðjudagur 16.06 2015 - 09:28

Má mótmæla á 17. júní?

Það er eitthvað skrýtið í gangi í samfélaginu. Annars vegar er einhvers konar grasrótarhreyfing fólks að byrja að rísa og krefjast raunverulegs lýðræðis og skárri stjórnarhátta. Við sjáum þetta í auknum mótmælum, fólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er lengur – og við sjáum þetta í fylgi pírata í skoðanakönnunum. En hins vegar eru […]

Þriðjudagur 09.06 2015 - 08:24

Var þetta bara blekking?

Það er víst öruggast að taka fram strax að mér finnst berin ekkert vera súr. Þau drög að samningi við kröfuhafa sem kynnt voru í gær virðast bara vera ljómandi ásættanleg – þótt ég viðurkenni þá jafnóðum að þekking mín á svona samningum er í rauninni fjarska yfirborðskennd, og ég áskilji mér því rétt til […]

Mánudagur 08.06 2015 - 22:31

Þið farið með þeim

Sonur minn ungur var að útskrifast úr Austurbæjarskóla nú síðdegis og ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að halda ávarp fyrir hönd foreldra þegar skólanum var slitið. Í trausti þess að ávarpið segi einhverjum öðrum en bara foreldrum og starfsfólki Austurbæjarskóla eitthvað, þá birti ég ávarpið hér. – – – Hæ krakkar. Ég veit […]

Sunnudagur 24.05 2015 - 00:04

Sigmundur Davíð setur heimsmet

Sigmundi Davíð er tíðrætt um heimsmet sem hann telur sig einlægt vera að setja. En nú hefur hann sennilega sett raunverulegt heimsmet – loksins. Það hlýtur að vera einhvers konar heimsmet að þegar þjóð er óánægð með ríkisstjórn sína, þá útskýri leiðtogi ríkisstjórnarinnar það með því að þjóðin sé geðveik.

Mánudagur 11.05 2015 - 21:23

Var þetta svona stór kaka?

Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref. Og þó það sé ekki lengur fjöldaatvinnuleysi á Íslandi, þá er landflótti hafinn á ný, slíkt er ástandið. Og hvaða svörum mæta launþegar? Jú, geðvonskulegum og helstil fruntalegum Bjarna Benediktssyni. Hann er búinn að klúðra því tækifæri sem alnafni hans og frændi greip svo eftirminnilega á sjöunda áratugnum, […]

Mánudagur 11.05 2015 - 08:28

Sátt sægreifanna

Í útvarpinu nú rétt áðan var mættur á Bylgjuna Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis og helsti málsvari sægreifanna í Sjálfstæðisflokknum. Hann var kominn til að tala um makríltillögur Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar, og eins og talsmanna ríkisstjórnarflokkanna er háttur bar hann sig illa undan „umræðunni“ sem væri uppfull af misskilningi og rangfærslum. Og svo sagði […]

Fimmtudagur 07.05 2015 - 17:56

Af hverju látum við líðast að Sigmundur og Bjarni gefi auðlindina okkar?

Áðan fór ég út í sjoppu. Þar keypti ég meðal annars lottómiða eins og ég geri fáeinum sinnum á ári og af rælni keypti ég nú miða í evrópska lottóinu. „Fæ ég þá ekki tvo þrjá milljarða í vinning?“ spurði ég afgreiðslupiltinn, og hann játti því. „Að minnsta kosti það, held ég,“ bætti hann við. […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!