Færslur fyrir apríl, 2015

Þriðjudagur 28.04 2015 - 16:38

Tugir milljarða út um gluggann!

Ríkisendurskoðun hefur áætlað að um 60 milljarða króna skattkröfur hafi tapast vegna kennitöluflakks á árunum 2010-2012. Fullyrða má að þessi upphæð sé ekki lægri í dag, líklega mun hærri. Í Kastljósinu fyrir ári var upplýst að tveir einstaklingar hefðu stýrt tæplega 50 fyrirtækjum í gjaldþrot á nokkrum árum. Samfélagslegt tjón vegna þessara undanskota er gífurlegt. […]

Fimmtudagur 16.04 2015 - 20:30

Krafa um réttlæti

Sá óróleiki sem verið hefur í þjóðfélaginu undanfarin ár skrifast að mestu á aukna misskiptingu auðs. Ákveðinn hópur í þjóðfélaginu hefur náð að skara eld að sinni köku svo um munar á meðan þorri almennings situr eftir. Milljónamennirnir eru komnir aftur og heimta bónusa og aðra kaupauka. Laun þeirra eru tíföld eða tuttuguföld laun verkmannsins. […]

Föstudagur 10.04 2015 - 19:37

Hvað verður um kröfuhafa og börnin?

Stjórnarandstaðan hefur miklar áhyggjur af örlögum kröfuhafa bankanna, nú þegar tilkynnt hefur verið að að svokallaður stöðugleikaskattur verði lagður á vegna afnáms gjaldeyrishafta. Þessi skattur mun  væntanlega skila þjóðarbúinu hundruðum milljarða króna. Viðbrögðin minna einna helst á skólastjórann í þekktri sögu eftir Pétur Gunnarsson sem brást við morðinu á Kennedy með því að spyrja hvað […]

Mánudagur 06.04 2015 - 16:23

Dúllur á Alþingi

Birgitta Jónsdóttir, Pírati, kallar Davíð Oddsson dúllu í fjölmiðlum í dag. Sjálfur hef ég ekki séð Davíð í tvö ár. Hitti hann síðast fyrir utan Melabúðina í kosningabaráttunni á vordögum 2013. Rétti honum kosningabækling Framsóknarflokksins. Davíð virtist ekkert sérstaklega skemmt við þetta uppátæki mitt. Orðið dúlla kom ekki upp í huga mér við það tækifæri. […]

Laugardagur 04.04 2015 - 09:40

Af aprílgabbi…

Sumir héldu að það væri aprílgabb þegar spurðist að hugmyndir væru uppi um að byggja nýtt hús fyrir Alþingi,  eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Að hér væri komið enn eitt dæmið um það bruðl sem einkenndi þingið og stjórnkerfið í heild sinni. Nú er það svo að Alþingi borgar hundruð milljóna króna á ári hverju í […]

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur