Færslur fyrir maí, 2015

Laugardagur 30.05 2015 - 19:59

Getur það verið?

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hefur  gagnrýnt aðgerðir stjórnvalda í tengslum við kjarasaminga. Gott og vel. Menn nota þau vopn sem þeir hafa í pólitískri baráttu. Þetta fékk mig hins vegar til að hugsa um annað, þó þessu tengt. Starfsgreinasambandið kynnti kröfur sínar um 300 þúsund króna lágmarkslaun í lok janúar síðastliðnum. Nokkrum dögum síðar […]

Föstudagur 29.05 2015 - 10:57

Egill skautar framhjá staðreyndum

Egill Helgason kýs að skauta fimlega framhjá staðreyndum í pistli sem hann birti í morgun. Það er enginn að biðja Sigmundi Davíð griða.  Því síður er verið að biðja um meðaumkvun. Þvert á móti sagði ég að gagnrýni væri góð. Hún þarf hins vegar að vera málefnaleg – þar sem ekki er vegið að persónu […]

Fimmtudagur 28.05 2015 - 08:34

Pólitískt einelti

Í hinni nýju þjóðfélagsumræðu, sem fyrst og fremst á sér stað á internetinu, er allt leyfilegt. Það þarf aldrei að færa sönnur eða standa skil á hástemmdum yfirlýsingum um nafngreinda einstaklinga. Þetta er umræða þar sem illmælgi og hatur ræður ríkjum og pólitískt einelti þykir sjálfsagt. Þetta er umræða sem lítur stjórn örfárra einstaklinga sem […]

Miðvikudagur 27.05 2015 - 12:03

Bónuslandið Ísland

Við lifum í sannkölluðu bónuslandi. Fyrir nokkrum dögum skýrði DV frá því að íslenska umsýslufélagið ALMC, áður Straumur Burðarás, hefði lagt til hliðar 3400 milljónir króna sem félagið hyggst greiða í bónusa til lykilstarfsmanna og stjórnarmanna. Að meðaltali nema þessar greiðslur 100 milljónum króna á hvern starfsmann. Sumir fá meira, aðrir minna. Tuttugu til þrjátíu […]

Mánudagur 18.05 2015 - 14:48

Er þetta lausnin?

Undirrót þeirrar óánægju sem kraumar undir á Íslandi er sú tilfinning fólks að launamunur sé að aukast, þó að margt bendi til annars. Sú óþægilega tilfinning læðist inn að stéttaskipting hafi ekki bara aukist, heldur muni aukast. Ég nefni þetta hér vegna þess að Svisslendingar þurftu að svara þeirri spurningu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir rúmu ári […]

Föstudagur 01.05 2015 - 10:14

Orðlaus

Sé að ferðaþjónustan er hæstánægð með að reikningurinn fyrir uppbyggingu ferðamannastaða verði sendur á skattgreiðendur þessa lands. Er ekki hissa á því. Sjálfur er ég orðlaus og því verður þessi færsla ekki lengri.

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur