Mánudagur 21.11.2016 - 13:12 - FB ummæli ()

Rífandi stemning!

Rífandi stemning er nú á íslenskum hlutabréfamarkaði sem er í frjálsu falli eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um viðræður vinstri flokkanna um stjórnarmyndun.

Þetta gerist á sama tíma og hlutabréfamarkaðir í hinum vestræna heimi eru í mikilli uppsveiflu.

Verðbréfamarkaðir eru næmir fyrir breytingum sem kunna að verða á stjórnarháttum. Hérlendis eru skilaboðin skýr. Fimm flokka ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mun hafa neikvæð áhrif á hagkerfið, efnahagslífið og heimili landsins.

Katrín byrjaði reyndar strax í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gaf undir fótinn með skattahækkanir á miðstéttina, með því bæta aftur inn skattþrepinu sem átti að fella út um áramótin.

Það verður gaman að lifa á nýju ári!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur