Miðvikudagur 07.12.2016 - 22:37 - FB ummæli ()

Hjólað í blaðamenn!

Sem áhugamaður um hjólreiðar þá fagna ég því hvað áhugi á þessari góðu íþrótt fer vaxandi hérlendis. Þannig líður varla sá dagur að maður lesi ekki um einhvern sem er að „hjóla í“ þennan eða hinn. Nýjasti hjólreiðamaðurinn er Björn Bjarnason, sem að sögn eyjunnar í dag „hjólar í Fréttablaðið.“

Kannski verður Reykjavík hjólaborg Evrópu 2017.

Gísli Ásgeirsson hefur um árabil haldið vel utan um þessa hjólaáráttu á facebook síðu sinni. Og eins og hann orðar það réttilega: „Að hjóla í fólk er góð skemmtun.“ Hér kemur mín eigin stutta útgáfa:

1) Björn hjólar í Fréttablaðið (Eyjan 07.12.16)
2) Vilhjálmur hjólar í Gylfa (DV 23.11.16)
3) Donald Trump hjólar í Alec Baldwin (Vísir 20.11.16)
4) Ingó hjólar í Iceland Airwaves (Vísir 7.11.16)
5) Sara Heimis hjólar í Rich Piana (Nútíminn 17.11.16)
6) Bjarni hjólar í borgaralaun (Mbl. 29.09.16)
7) Carragher hjólar í markvörð Liverpool (433.is 15.12.16)
8) Friðrik Dór hjólar í Bónus (Séð og heyrt)
9) Höskuldur hjólar í Sigmund (RÚV 06.09.16)
10) Brynjar Níelsson hjólar í Birgittu Jónsdóttur (fréttastofa.is 1.11.16)
11) Sigmundur Davíð hjólar í þjóðfélagsumræðuna (fréttastofa.is 20.10.16)
12) Hjörleifur hjólar í Svandísi sem segist vera döpur (T24 22.11.16)
13) Dagur B. hjólar í borgarbúa (martagudjonsdottir.blog.is 06.09.16)
14) Davíð hjólar í blaðamenn og Birgittu (Hringbraut 14.04.16)
15) Ragga hjólar í fjölmiðla (Bleikt.is 16.08.16)
16) Sunna hjólar í Eggert (Stundin.is 2.02.16)
17) HSG hjólar í WOW Cyclothon (hjalparsveit.is 14.06.16)
18) Birgitta hjólar í Viðreisn (Eyjan 16.11.16)
19) Benedikt hjólar í Frosta vegna fundar með Guðmundi í Brim (DV 24.11.16)
20) Logi Bergmann hjólar í fýlupoka (DV 11.06.16)

Lifi hjólreiðar!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur