Mánudagur 20.03.2017 - 16:44 - FB ummæli ()

Þangað leitar klárinn…

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur nú kvittað upp á að íslenskir launþegar greiði okurvexti til vogunarsjóða næstu árin, þökk sé sölunni á góðum hlut í Arion banka. Hélt í fáfræði minni að menn hefðu fengið nóg af þeim samskiptum. Það er aldeilis ekki.

Tók einmitt lán hjá Arion í síðasta mánuði og brosi allan hringinn. Sé ekki eftir vaxtagjöldum til góðra málefna.

Um Fjármálaeftirlitið, Bjarna Benediktsson og Benedikt Jóhannesson er hins vegar eitt að segja:

Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur