Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 24.08 2017 - 13:13

„Það finnst bara enginn betri“

Fyrir ekki svo löngu var ég sendur af Evrópuráðinu til Kazakhstan til að sinna kosningaeftirliti. Í því landi ræður Nursultan Nazarbayev ríkjum og hefur gert frá 1991. Í síðustu forsetakosningum fékk hann um 98% atkvæða. Í þingkosningum fékk flokkur hans litlu minna. Á kjördag var ég á flakki milli kjörstaða fyrir utan höfuðborgina Astana, ásamt […]

Föstudagur 18.08 2017 - 09:47

Týnda fólkið

Stjórnarandstæðingar nota oft þann frasa að ráðherrar komi litlu í verk, þá skorti kjark til að taka á aðkallandi málum o.sv.frv. Þeir séu í raun „týndir“ í embættum sínum. Þetta er auðvitað gott og blessað – menn nota þau vopn í pólitískri baráttu sem þeir telja sig hafa hverju sinni. Oft er lítil sem engin […]

Föstudagur 21.04 2017 - 19:45

Ástir samlyndra hjóna í ríkisstjórn

Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra var spurður í RÚV í kvöld hver væru helstu afrek ríkisstjórnarinnar á fyrstu 100 dögum hennar. Hann taldi fram ríkisfjármálaáætlun og tvær nefndir sem til stæði að tilnefna í. Verkleysi ríkisstjórnarinnar er hins vegar ekki helsta vandamálið sem blasir við í stjórnarsamstarfinu. Fylgishrun Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er stærri og erfiðari biti. […]

Mánudagur 20.03 2017 - 16:44

Þangað leitar klárinn…

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur nú kvittað upp á að íslenskir launþegar greiði okurvexti til vogunarsjóða næstu árin, þökk sé sölunni á góðum hlut í Arion banka. Hélt í fáfræði minni að menn hefðu fengið nóg af þeim samskiptum. Það er aldeilis ekki. Tók einmitt lán hjá Arion í síðasta mánuði og brosi […]

Laugardagur 18.03 2017 - 13:49

Geimferð aldraðra

Fyrir nokkrum mánuðum horfði ég á þingmann Pírata nánast tárast þegar tillaga þeirra um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu var samþykkt á Alþingi. Á sama tíma var tillögu undirritaðs og fleiri þingmanna Framsóknarflokksins um að aldraðir fengju umboðsmann kurteislega sópað undir teppið. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr geimvísindum og möguleikum okkar þar – […]

Miðvikudagur 07.12 2016 - 22:37

Hjólað í blaðamenn!

Sem áhugamaður um hjólreiðar þá fagna ég því hvað áhugi á þessari góðu íþrótt fer vaxandi hérlendis. Þannig líður varla sá dagur að maður lesi ekki um einhvern sem er að „hjóla í“ þennan eða hinn. Nýjasti hjólreiðamaðurinn er Björn Bjarnason, sem að sögn eyjunnar í dag „hjólar í Fréttablaðið.“ Kannski verður Reykjavík hjólaborg Evrópu […]

Föstudagur 02.12 2016 - 18:32

Pólitískt harakiri!

Það er örugglega gaman að vera ráðherra. Að vera „aðal“ í pólitíkinni. Og geta sagt barnabörnunum seinna frá afrekunum. Allavega svona oftast nær. Nú freista Píratar þess að koma saman fimm flokka stjórn ólíkra flokka. Það væri vissulega forvitnilegt að sjá slíka tilraun heppnast – svona út frá pólitísku sjónarhorni. Og það væri ekki síður […]

Fimmtudagur 24.11 2016 - 13:03

Einþykkni og þrjóska

Það má kannski læra eitt af stöðunni sem komin er upp í pólitíkinni. Stórar yfirlýsingar um að þessi eða hinn flokkurinn muni ekki vinna með ákveðnum flokkum eru ekki skynsamar. Þær bera þvert á móti vott um pólitískan barnaskap og þrjósku. Stjórnmál snúast um málamiðlanir. Í stjórnamyndunarviðræðum nær enginn öllu sínu fram. Þó að ljósár […]

Mánudagur 21.11 2016 - 13:12

Rífandi stemning!

Rífandi stemning er nú á íslenskum hlutabréfamarkaði sem er í frjálsu falli eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um viðræður vinstri flokkanna um stjórnarmyndun. Þetta gerist á sama tíma og hlutabréfamarkaðir í hinum vestræna heimi eru í mikilli uppsveiflu. Verðbréfamarkaðir eru næmir fyrir breytingum sem kunna að verða á stjórnarháttum. Hérlendis eru skilaboðin skýr. Fimm flokka […]

Miðvikudagur 26.10 2016 - 12:52

Óbærilegur léttleiki

Aflandskrónueigendur eru búnir að kaupa kampavínið til að fagna nýju vinstri stjórninni á Íslandi. Þeir eru óvitlausir. Vita sem er að nýja vinstri stjórnin verður meðfærilegri en stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þannig hefur Financial Times eftir lögmanni tveggja fjárfestingasjóða, sem eiga aflandskrónueignir, að væntanlega muni ný stjórn horfa allt öðruvísi á málin en núverandi stjórn […]

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur