Þriðjudagur 29.05.2012 - 10:40 - FB ummæli ()

Myndum samstöðu á Austurvelli í kvöld kl. 20:30

Mynd af merki SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar, þrjár manneskjur sem halda saman

Þrjár manneskjur standa saman í hring og mynda samstöðu

Við hvetjum þig til þess að mæta á Austurvöll laust fyrir klukkan 20:30 í kvöld og sameinast í samstöðugjörningi á Austurvelli

Það hefur orðið að hefð að þingstörfum fyrir sumarhlé ljúki á svokölluðum eldhúsdagsumræðum. Þetta vor hefur þessi dagskrárliður verið settur niður núna í kvöld; þriðjudagskvöldið 29. maí. Það sem hefur einkennt þingið að undanförnu er sundrung og sundurlyndi í stað samstöðu um lausnir á þeim vandamálum sem standa almenningi næst. Af þessum ástæðum stendur almenningur enn eina ferðina frammi fyrir því að aðgerðir til að bæta kjör fólksins í landinu hafa ekki forgang.

 

Táknrænn gjörningur við eldhúsdagsumræður

Aðildarfélög SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar í Reykjavík og Kraganum ásamt Ungliðahreyfingunni hafa fengið nóg af aðgerðarleysi stjórnvalda og þar af leiðandi ákveðið að standa fyrir táknrænum gjörningi niður á Austurvelli á meðan á eldhúsdagsumræðunum stendur. Allir eru hvattir til að rísa upp og taka þátt í þessum gjörningi með okkur og sýna að samstaða er lykillinn að farsælli framtíð og uppbyggingu samfélags sem gerir ráð fyrir öllum.

 

SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar er sprottinn upp úr þeirri hugmyndafræði að með samstöðu, nýjum leiðum og lausnum getum við skapað öllum landsmönnum tækifæri til þess að dafna. Með gjörningnum í kvöld vilja þeir, sem að honum standa, minna landsmenn á mikilvægi samstöðunnar og það hversu öflugt hið lýðræðislega vald er þegar við náum að horfa til þess sem sameinar okkur og mynda samstöðu.

 

Við viljum virkja aflið og valdið sem liggur í höndum almennings

Með því að mynda samstöðu á Austurvelli viljum við virkja aflið og valdið sem liggur í höndum almennings. Ef við stöndum saman og sameinumst um grundvallarmálefnin getum við byggt upp fyrirmyndar samfélag fyrir okkur sjálf og afkomendur okkar. Samfélag þar sem hver og einn hefur forsendur til að njóta sín og láta til sín taka við að byggja upp réttlátt samfélag.

 

Við hvetjum þig til þess að vinna með okkur og mæta á Austurvöll laust fyrir klukkan 20:30 í kvöld og sameinast í samstöðugjörningi á Austurvelli. Þar sem til stendur að taka myndir af viðburðinum ofan frá svölunum umhverfis Austurvöll væri ekki verra ef þú veldir þér einhvern hvítan efripart af þessu tilefni.

 

Tökum höndum saman og myndum samstöðu á Austurvelli.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur