Laugardagur 11.08.2012 - 15:56 - FB ummæli ()

Það geta ekki allir verið eins

Þessi mögnuðu orð var góð vinkona mín vön að segja. Í orðum hennar er að finna djúpa heimspekilega sýn á mannlega tilvist og samfélag manna að mínu mati.

Það geta nefnilega ekki allir verið eins, sem betur fer. Sem betur fer erum við hvert og eitt einstök sköpun og það er enginn til nákvæmlega eins og við. Við lifum í samfélagi þar sem þessi góða speki vill stundum gleymast og við reynum jafnvel að vera eins og Jón eða Gunna, að steypa okkur í eitthvað fyrirfram ákveðið mót til þess að vera viðurkennd og falla inn í fjöldann.

Í dag er mikill hátíðisdagur. Dagurinn sem við fögnum mannlegum margbreytileika, dagur gleði, kærleika, réttindabaráttu og stolts. Við eigum öll að geta verið stolt af því að vera nákvæmlega þau sem við erum, einstök sköpun. Við erum svo miklu meira en líkami okkar, fötin sem við klæðumst, gráðurnar sem við höfum, húsið sem við búum í, bíllinn sem við keyrum á eða starfið sem við gegnum. Við erum við sjálf. Svo er það verkefni lífsgöngunnar að finna nákvæmlega út hver við sjálf erum í raun og veru og það er verkefni sem við fáum enga útskriftargráðu í. Að kynnast sjálfum sér og læra að elska sjálfan sig nákvæmlega eins og maður er með öllum kostum og göllum sem fylgja er að mínu mati ein mesta og besta áskorun lífsins.

Njóttu þess kæri lesandi að vera nákvæmlega eins og þú ert, með öllum þínum styrkleikum og veikleikum og fagnaðu fjölbreytilegum margbreytileikanum sem gerir líf okkar allra svo litskrúðugt og skemmtilegt 🙂

Það geta nefnilega ekki allir verið eins 🙂

Til hamingju með daginn!

 

Flokkar: Lífið og tilveran · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur