Laugardagur 20.10.2012 - 13:54 - FB ummæli ()

Mundu að kjósa í dag!

Í dag er hátíðisdagur á Íslandi.

Í dag færumst við nær beinu lýðræði. Valdið er fólksins. Þú sem kjósandi hefur tækifæri á því að láta að þér kveða og segja þitt álit. Notaðu það tækifæri því ef þú lætur kyrrt liggja þá sjá aðrir um að taka þessa ákvörðun fyrir þig. Þú vilt örugglega ekki þurfa að segja barnabörnum þínum sem erfa landið að þú hafir ekki látið þig varða um að segja þína skoðun á lykilmálefnum eins og auðlindamálum, jöfnu atkvæðavægi, persónukjöri, þjóðaratkvæðagreiðslum og málefnum kirkjunnar. Grundvöllur lýðræðisríkis liggur í því að hver og einn nýti sinn lýðræðislega rétt. Það er svo þitt að taka þá ákvörðun sem þú telur réttasta. Ekki bjóða stjórnmálamönnum upp á það að geta sagt að þú hafir fengið tækifæri en ekki tekið þátt!

Hér getur þú aflað þér upplýsinga.

Ég er bjartsýn á að smám saman færist Ísland nær því að verða fyrirmyndarlýðræðisríki. Samfélag þar sem hver og einn getur haft áhrif. Á Íslandi skipta allir máli og allir eiga að geta haft það gott. Ég bind miklar vonir við það að kosningar eins og í dag færi okkur nær því markmiði.

Ég sé svo fyrir mér að innan stjórnmálaflokkanna verði jafnframt kallað eftir beinu lýðræði í takt við það sem er að gerast í samfélaginu í heild sinni. Fulltrúalýðræði er úrelt fyrirbæri sem skapar gróðrarstíu spillingar þar sem valdhafandi aðilar hverju sinni geta raðað sínu fólki inn í skókassa (ráð, nefndir, stjórnir, fundir) og smalað fólki sem atkvæðum til þess að ná fram ákveðinni niðurstöðu. Með því að opna fyrir beint lýðræði verður slíkt mun torsóttara og þeir sem láta sig málin varða hafa jöfn tækifæri til þess að velja fólk til forystu og taka ákvörðun um stefnuna.

Til hamingju með daginn!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur