Sunnudagur 07.07.2013 - 17:06 - FB ummæli ()

Til heiðurs móður minni og þeim sem berjast við krabbameinsófreskjuna

„Hún er nú fljót að rísa upp á afturlappirnar aftur þessi ófreskja…“. Þetta sagði móðir mín full af baráttuanda þegar hún barðist við krabbameinsófreskjuna fyrir tæplega 15 árum síðan. Hún reyndist sannspá því nokkrum mánuðum síðar hafði þessi sama ófreskja lagt hana að velli og svipt okkur fjölskylduna mikilvægustu manneskjuna í lífi okkar. Missi okkar sem elskuðum hana er ekki hægt að færa í orð. Við misstum þungamiðjuna í lífi okkar.

Síðan þá hefur þessi ófreskja lagt fleiri að velli sem mér hefur þótt vænt um. Flest þekkjum við sennilega einhvern sem hefur háð stríð við krabbameinsófreskjuna. Sumir hafa sigrað hana, aðrir ekki.

Mynd úr Miðnæturhlaupi 2011Það var erfitt að velja góðgerðarfélag því það eru svo mörg félög sem mig langar að styðja. Í þetta sinn ákvað ég að hlaupa til heiðurs móður minni Bjarndísi Eygló Indriðadóttur heitinni sem hefði átt afmæli þann 14. ágúst n.k. og taka þannig þátt í baráttunni við krabbameinsófreskjuna.

Mig langar til þess að hvetja fólk til þess að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og láta gott af sér leiða í leiðinni. Hver og einn getur farið á sínum hraða. Okkar persónulega barátta er það sem skiptir öllu máli og því er hver einasti þátttakandi sigurvegari í svona hlaupi. Lífið er eins og maraþonhlaup. Það skiptir máli að fara á sínum hraða, njóta ferðarinnar, hafa skýr markmið, horfa á næstu vatnsstöð en ekki bara marklínuna og umfram allt njóta þess að sigra sjálfan sig þegar maður hleypur brosandi í mark.

Flokkar: Lífið og tilveran

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur