Laugardagur 10.08.2013 - 12:06 - FB ummæli ()

Til hamingju með daginn!

rainbow04Í dag er Gleðigangan, hluti af Hinsegin dögum í Reykjavík. Ég vil óska öllum til hamingju með daginn.

Í dag berjumst við fyrir og fögnum um leið mannréttindum. Við fæddumst öll inn í þennan heim með sama rétt. Réttinn til þess að fá tækifæri til að blómstra útfrá því sem við höfum og erum. Tækifærið til þess að vera til og lifa lífinu okkar til fullnustu eins og við viljum (svo framarlega sem við göngum ekki yfir rétt annarra).

Hvort sem við erum hinsegin, svona eða hvernig sem við eiginlega erum þá erum við að mestu leyti eins. Okkur langar til þess að elska, vera elskuð, njóta hamingju, hafa hlutverk og skilja eitthvað gott eftir okkur að þessari ævigöngu lokinni. Hvert og eitt okkar fær bara þetta tækifæri og því er það grundvallaratriði að allir geti nýtt sér það til fulls. Það er ekki hægt að spóla til baka og lifa lífinu aftur. Þú fæðist, lífið fer af stað, heldur áfram og svo dag einn er það búið.

Ein góð vinkona mín sem fallin er nú frá sagði eitt sinn: „Það geta ekki allir verið eins“ og mikið hafði hún rétt fyrir sér. Mikið væri nú líka samfélag okkar grátt og litlaust ef við værum öll nákvæmlega eins. Það er margbreytileikinn sem gerir samfélag okkar einmitt svo litríkt og skemmtilegt!

Njótið öll dagsins, fagnið kærleikanum, ástinni og lífinu og nýtið ykkar tækifærið til þess að blómstra í öllum regnbogans litum til fulls :).

Flokkar: Lífið og tilveran

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur