Færslur fyrir október, 2017

Laugardagur 21.10 2017 - 00:22

Jafnrétti á Kex hostel

Ég var á fundi í kvöld á Kex hostel um jafnréttismál sem fulltrúi Framsóknar. Fundurinn var bæði góður og skemmtilegur. Í mínum huga snýst jafnrétti um það að taka tillit til þarfa ólíkra einstaklinga í allri stjórnun og stefnumótun og reyna að byggja samfélagið okkar upp þannig að það rúmi allt fólk eins ólíkt og […]

Fimmtudagur 19.10 2017 - 00:11

Konur, áföll og fíkn

Ég sótti góðan fund í kvöld sem fulltrúi Framsóknar um konur, áföll og fíkn. Hann var haldinn á vegum Rótarinnar. Á fundinn mættu fulltrúar allra flokka þar sem gagnleg umræða átti sér stað. Framsókn gegn ofbeldi Eygló Harðardóttir fyrrverandi félagsmálaráðherra vann ötullega að þessum málum. Í hennar tíð var unnin framkvæmdaáætlun gegn ofbeldi, opnuð miðstöð fyrir […]

Þriðjudagur 17.10 2017 - 23:47

Viltu plastpoka? Nei, takk!

Ég var spurð að þessu í verslun í dag og gaf þetta svar. Undanfarið hef ég æ oftar afþakkað plastpoka. Fyrir nokkrum árum hefði mér ekki komið það til hugar. Í dag reyni ég að endurvinna allt plast sem ég get á heimili mínu. Það hefði ég heldur ekki gert fyrir nokkrum árum. Umhverfisvitund mín […]

Mánudagur 16.10 2017 - 17:09

Bætt geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga

Nýlegar rannsóknir hafa bent til þess að tilfinningavandi eins og kvíði og þunglyndi hafi aukist verulega hjá börnum og unglingum síðastliðin ár og 10% barna hér á landi taki geðlyf. Ómeðhöndlaður tilfinningavandi getur hamlað eðlilegum tilfinninga- og félagsþroska barna ásamt því að auka líkur á neyslu, brottfalli úr skóla, erfiðleikum í fjölskyldu og öðrum vanda. […]

Laugardagur 14.10 2017 - 20:46

Kjóstu með geðheilbrigði

Góð geðheilsa er gulli betri. Geðrænn vandi er algengur en oft falinn vandi í samfélaginu. Rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur fólks þjáist af geðröskun á ári hverju, helmingur einhvern tímann á ævinni og einn af hverjum þremur sem kemur á heilsugæsluna kemur vegna geðræns vanda. Því er spáð að þunglyndi verði helsta ástæða örorku 2030. […]

Miðvikudagur 11.10 2017 - 22:43

Litla stórmálið sem felldi ríkisstjórnina

Fyrir nokkrum árum hefði mál sem snýr að kynferðisofbeldi og þöggun þess líklega ekki fellt ríkisstjórn. Í dag er það raunin og þess vegna erum við að fara að kjósa 28. október n.k. Þolendur og aðstandendur þeirra hafa stigið fram og gert byltingu. Við erum ekki ein um þetta og núna skekur kynferðisofbeldismál Hollywood þar […]

Sunnudagur 08.10 2017 - 13:21

Traust og stöðugleiki

Við erum forréttindaþjóð. Við erum tæplega 340.000 og búum í stóru og gjöfulu landi. Hér eiga allir að geta blómstrað á sínum forsendum og átt góða ævi. Til þess þurfa stjórnmálamenn að geta skapað rétta umgjörð um samfélagið. Grunnstoðir þurfa að vera tryggar, fólk þarf að hafa frelsi til athafna og stuðning þegar á þarf […]

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur