Mánudagur 29.01.2018 - 22:18 - FB ummæli ()

Þeir sem minna mega sín

Það er algengt í umræðunni að nota orðalagið „þeir sem minna mega sín“ og er þá stundum verið að vísa til fólks sem hefur minni fjárhagslega burði en aðrir. Ég átti samtal við konu nýlega þar sem við ræddum þetta. Hún kom með hlið á málinu sem mig langar að velta upp.

Hvers vegna gera sumir ráð fyrir því að fólk sem hefur minni fjárhagslega burði séu þeir sem „minna mega sín“? Að hvaða leyti mega þau sín minna? Það er staðreynd að þeir sem standa illa fjárhagslega hafa ekki möguleika á ákveðnu öryggi og lífsgæðum sem fjármunir skapa en getur verið að þeir einstaklingar megi sín meira en margir aðrir í ýmsum aðstæðum? Getur verið að þeir búi yfir auðæfum sem margir sem vita ekki aura sinna tal búa ekki yfir?

Einföldum við hlutina stundum of mikið þegar við gerum ráð fyrir því að fólk sem stendur illa fjárhagslega séu þau sem „minna mega sín“? Getur verið að þetta orðalag endurspegli þá hugsun okkar að fjármagn sé ávísun á velgengni og jákvæða eiginleika. En er það svo? Eftir hrunið bendir ýmislegt til þess að margir sem slógu hvað mest um sig þar voru í raun ekki menn sem meira máttu sín. Það voru ef til vill þeir sem minna máttu sín þegar öllu er á botninn hvolft.

Flokkar: Lífið og tilveran · Stjórnmál og samfélag

«

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur