Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Miðvikudagur 25.10 2017 - 23:43

Kjóstu betra geðheilbrigðiskerfi

Öll þekkjum við geðrænan vanda á eigin skinni eða í okkar nánasta umhverfi. Ómeðhöndlaður geðrænn vandi hefur mikil áhrif á þann sem þjáist, fjölskyldu viðkomandi og samfélagið allt. Lífsgæði skerðast, vinnuframleiðni minnkar, aukin þörf skapast fyrir þjónustu félags- og heilbrigðiskerfis, tekjur tapast vegna glataðra skatta og útgjöld aukast vegna bóta úr almannatryggingarkerfinu. Rannsóknir hafa sýnt […]

Miðvikudagur 25.10 2017 - 00:38

Málefni fatlaðs fólks

Það verður seint sagt að málefni fatlaðs fólks séu fyrirferðarmikil í þessari kosningabaráttu. Þessi málefni ættu samt sem áður að vera grundvallarmálefni því þau snúast um mannréttindi samborgara okkar. Málefni fatlaðs fólks voru ástæða þess að ég fór fyrst að skipta mér af pólitík fyrir tíu árum síðan. Þá fannst mér of mikil gjá á […]

Mánudagur 23.10 2017 - 10:35

#Églíka

Stór hópur kvenna hefur stigið fram undanfarna daga undir myllumerkinu #MeToo og greint frá áreitni eða kynferðisofbeldi. Þessi bylting varð í kjölfar þess að frægar leikkonur greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu frægs kvikmyndaframleiðanda. Hér á landi féll ríkisstjórnin í kjölfar þess að faðir forsætisráðherra skrifaði undir meðmæli dæmds kynferðisbrotamanns vegna umsóknar um […]

Sunnudagur 22.10 2017 - 22:23

Ræður þitt atkvæði úrslitum?

Árið 2007 skipaði ég 4. sætið fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi. Þá munaði 11 atkvæðum á því að við næðum síðari manninum inn í kjördæminu og ég yrði varaþingmaður. Ef við hefðum fengið tólf atkvæði til viðbótar (af 54.584 kjósendum) þá hefðum við náð þessu. Þarna lærði ég að hvert einasta atkvæði skiptir máli! Næstkomandi laugardag eru 69.498 kjósendur á […]

Laugardagur 21.10 2017 - 18:07

Forvarnir eru svarið

Hér á Íslandi búum við í heilsueflandi samfélagi. Nálægðin við náttúruna skapar umgjörð fyrir hvers konar íþróttaiðkun og útivist hvort sem það er að taka þátt í hlaupahópum, stunda hestamennsku, fara í sundlaugarnar, ganga á fjöll eða annað. Þátttaka í íþróttum og frístundastarfi hefur ótvírætt forvarnargildi. Rannsóknir benda til að fyrstu 1000 dagarnir í lífi barna […]

Laugardagur 21.10 2017 - 00:22

Jafnrétti á Kex hostel

Ég var á fundi í kvöld á Kex hostel um jafnréttismál sem fulltrúi Framsóknar. Fundurinn var bæði góður og skemmtilegur. Í mínum huga snýst jafnrétti um það að taka tillit til þarfa ólíkra einstaklinga í allri stjórnun og stefnumótun og reyna að byggja samfélagið okkar upp þannig að það rúmi allt fólk eins ólíkt og […]

Fimmtudagur 19.10 2017 - 00:11

Konur, áföll og fíkn

Ég sótti góðan fund í kvöld sem fulltrúi Framsóknar um konur, áföll og fíkn. Hann var haldinn á vegum Rótarinnar. Á fundinn mættu fulltrúar allra flokka þar sem gagnleg umræða átti sér stað. Framsókn gegn ofbeldi Eygló Harðardóttir fyrrverandi félagsmálaráðherra vann ötullega að þessum málum. Í hennar tíð var unnin framkvæmdaáætlun gegn ofbeldi, opnuð miðstöð fyrir […]

Þriðjudagur 17.10 2017 - 23:47

Viltu plastpoka? Nei, takk!

Ég var spurð að þessu í verslun í dag og gaf þetta svar. Undanfarið hef ég æ oftar afþakkað plastpoka. Fyrir nokkrum árum hefði mér ekki komið það til hugar. Í dag reyni ég að endurvinna allt plast sem ég get á heimili mínu. Það hefði ég heldur ekki gert fyrir nokkrum árum. Umhverfisvitund mín […]

Mánudagur 16.10 2017 - 17:09

Bætt geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga

Nýlegar rannsóknir hafa bent til þess að tilfinningavandi eins og kvíði og þunglyndi hafi aukist verulega hjá börnum og unglingum síðastliðin ár og 10% barna hér á landi taki geðlyf. Ómeðhöndlaður tilfinningavandi getur hamlað eðlilegum tilfinninga- og félagsþroska barna ásamt því að auka líkur á neyslu, brottfalli úr skóla, erfiðleikum í fjölskyldu og öðrum vanda. […]

Laugardagur 14.10 2017 - 20:46

Kjóstu með geðheilbrigði

Góð geðheilsa er gulli betri. Geðrænn vandi er algengur en oft falinn vandi í samfélaginu. Rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur fólks þjáist af geðröskun á ári hverju, helmingur einhvern tímann á ævinni og einn af hverjum þremur sem kemur á heilsugæsluna kemur vegna geðræns vanda. Því er spáð að þunglyndi verði helsta ástæða örorku 2030. […]

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur