Laugardagur 7.12.2013 - 20:35 - FB ummæli ()

Okkar Ríkisútvarp

Miðvikudagskvöldið 4. desember var haldinn samstöðu- og hluthafafundur Ríkisútvarpsins í Háskólabíói. Eigendur miðilsins fjölmenntu og fylltu húsið og rúmlega það. Umfjöllunarefni fundarins var niðurskurður ríkisstjórnarinnar og uppsagnir á Ríkisútvarpinu.

Ræðumenn á fundinum voru Guðmundur Andri Thorsson, Melkorka Ólafsdóttir, Hanna G. Sigurðardóttir, Benedikt Erlingsson, Sigríður Ólafsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé. Kynnir var Guðrún Pétursdóttir.

Hópur ungra kvenna átti þetta ánægjulega frumkvæði að fundinum, þær Arngunnur Árnadóttir, Júlía Mogensen, Melkorka Ólafsdóttir og Valgerður Þóroddsdóttir. Þær fengu félaga sína til að taka fundinn upp og ég tók að mér að vinna úr upptökunni og klippa hana.

Þar sem flestir eigendur Ríkisútvarpsins komust ekki á fundinn af ýmsum ástæðum er nauðsynlegt að miðla því sem þar fór fram svo allir sjái og heyri.

1. hluti – Guðmundur Andri Thorsson

.

2. hluti – Melkorka Ólafsdóttir

.

3. hluti – Okkar Ríkisútvarp – 1

.

Sjá líka hér:

.

4. hluti – Hanna G. Sigurðardóttir

.

5. hluti – Benedikt Erlingsson

.

6. hluti – Sigríður Ólafsdóttir

.

7. hluti – Kolbeinn Óttarsson Proppé

.

8. hluti – Okkar Ríkisútvarp – 2 og lokaorð

.

Sjá líka hér:

.

Samstöðu- og hluthafafundur Ríkisútvarpsins í Háskólabíói 4. desember 2013 – Fundurinn allur

.

Á undan fundinum flutti stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar þetta kunnuglega lag
sem margir kalla sjálfsagt bara „Víðsjárlagið“.

.

Laugardaginn 7. desember komu nokkrir kórar saman í Smáralind til að mótmæla niðurskurði og uppsögnum á Ríkisútvarpinu. Þetta var svokallað „flashmob“, eða óvænt uppákoma (íslensk þýðing óskast). Jan Murtomaa, fyrrverandi tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu, var á staðnum og tók þetta myndband af kórsöngnum.

Heyr himnasmiður – Kolbeinn Tumason/Þorkell Sigurbjörnsson

.

Og hér er upptaka af sama „flashmobbi“ af vefsíðu Ríkisútvarpsins sama dag.

.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 12.10.2013 - 01:14 - FB ummæli ()

Í þágu okkar allra

Hvað allir athugi!

Pétur Gunnarsson – Í þágu okkar allra – DV 9.-10. október 2013

Pétur Gunnarsson - Í þágu okkar allra - DV 9.-10. október 2013

Pétur Gunnarsson – Í þágu okkar allra – DV 9.-10. október 2013

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 15.9.2013 - 17:38 - FB ummæli ()

Valdaránin eru víða

Milton Friedman og Augusto Pinochet

Milton Friedman og Augusto Pinochet

Valdarán getur verið margs konar og þarf ekki endilega að gerast fyrir tilstuðlan hers. Þótt her sé gagnlegur sums staðar, gerist hans varla þörf lengur þegar framið er efnahagslegt og samfélagslegt valdarán.

Þann 11. september sl., á miðvikudaginn, voru 40 ár síðan valdaránið í Chile átti sér stað. Valdarán hersins með aðstoð Bandaríkjamanna og að því er sagan segir – beinlínis að frumkvæði þeirra. Undirrót þess valdaráns hefur síðan orðið alþjóðleg yfirtaka á efnahagskerfi ótal landa, m.a. Íslands.

Talsvert er búið að fjalla um þennan sögulega atburð á Rás 1, einkum í tengslum við bókmenntir og viðtöl við chilenska rithöfundinn Antonio Skármeta sem var hér á landi í tilefni Bókmenntahátíðar. Í Víðsjá eftir hádegið í dag var m.a. samantekt á umfjöllun vikunnar, viðtal við Skármeta og sænskt sendiráðsfólk sem var í Chile á tíma valdaránsins.

Ég hef ekki orðið mikið vör við umræðu eða viðbrögð hér á landi við þessum upprifjunum. Kannski finnst fólki okkur ekki koma þetta við – það sé svo langt síðan; þetta var valdarán hers og hér er enginn her; Chile er jú svo langt í burtu.

En okkur kemur þetta mjög mikið við þótt 40 ár séu liðin frá atburðinum því ástæður og undirrót valdaránsins voru af sama hagfræðilega meiði og efnahagshrunið á Íslandi og víðar um heiminn. Við verðum að þekkja söguna og tengja Ísland við alheiminn, því það sem gerist annars staðar getur svo auðveldlega gerst hér – og hefur vissulega gerst.

Margir muna eftir heimildamyndinni ‘The Shock Doctrine’, eða Hamfarakenningunni sem byggð er á samnefndri bók eftir Naomi Klein. Í inngangsorðum myndarinnar segir Naomi Kline þetta, í þýðingu Bárðar R. Jónssonar:

Að fara í lost hendir ekki bara þegar eitthvað slæmt gerist. Áfallið kemur þegar við missum fótanna, áttum okkur ekki á heiminum. Við höldum áttum og vöku okkar með því að vita af sögu okkar. Svo þegar kreppir að eins og núna er hollt að íhuga söguna. Að íhuga framvindu, ræturnar. Að setja sig í stærra samhengi sögunnar og baráttu mannsins.

Einmitt það sem við þurfum öll að gera – setja okkur í stærra samhengi sögunnar og rifja upp það sem er að gerast og gerst hefur víða um heim.

Þetta Chicago-gengi komst til valda á Íslandi fyrir 20 árum, þ.e. íslenska útgáfan af því. Það endaði með allsherjar efnahagshruni árið 2008. En ekki bara efnahagshruni – mantran hafði verið spiluð svo oft að samfélagið var orðið svo gegnsýrt af eiginhagsmunagæslu, sérgæsku og græðgi að stundum óttast maður að ekki verði aftur snúið. Samfélagsleg ábyrgð og hlutverk okkar allra í að efla og viðhalda grunnþjónustu hafði verið lagt í rúst. Nú var það hver maður fyrir sig, hver er sjálfum sér næstur, skítt með náungann og hin minnstu okkar bræðra og systra mega éta það sem úti frýs. Frumskógarlögmálið allsráðandi. Fyrirtæki og auðmenn flýta sér með auðinn í skattaskjól án þess að leggja neitt til samfélagsins sem þeir og fjölskyldur þeirra þó nýta og nota að vild á kostnað annarra.

Chicago-gengið er aftur komið til valda á Íslandi á bak við nokkur ný andlit – og er nú í óða önn að endurskrifa söguna, bera af sér sakir og ekki hvarflar að þessu fólki að viðurkenna mistök, hvað þá að biðjast afsökunar á þeim. Stefnan hefur heldur ekkert breyst. Áfram skal hlaða undir auðmenn og útvalda og nú er enn og aftur talað um einkavæðingu grunnstoða og afnám eftirlits hvers konar til verndar almenningi. Taka tvö er hafin, þökk sé rúmlega 50% íslenskra kjósenda.

Það er því enn mikilvægara en áður að rifja upp söguna á bak við valdaránið í Chile, vera á varðbergi og spyrna á móti enn frekari áhrifum þessara eyðileggingarafla í íslensku samfélagi.

Ég klippti út kaflann um Chile úr heimildamyndinni ‘The Shock Doctrine’ til að rifja upp öflin á bak við valdaránið árið 1973 og lét upphafsorð Naomi Klein fljóta með. Í næsta kafla myndarinnar á eftir Chile er fjallað um valdaránið í Argentínu og þar segir m.a.:

Lærisveinar Friedmans gegndu lykilstöðum í Brasilíu og voru ráðgjafar yfirvalda í Urugvæ. Svo henti það 24. mars 1976 að herinn steypti stjórn Isabel Peron í Argentínu. […]  Chicago-drengirnir fengu mikilvægar stöður hjá herforingjastjórninni. Þeir gripu tækifærið og lögðu út í umfangsmikla efnahags- og samfélagslega endurskipulagningu. Ári eftir valdaránið hafði kaupmáttur launa rýrnað um 40%, verksmiðjum hafði verið lokað og fátæktin óx hröðum skrefum.

Kunnuglegt stef, ekki satt?

Friedman, Chile og hamfarakenningin – The Shock Doctrine

.

Árið 1982, þegar Pinochet hafði stjórnað Chile með harðri hendi í 9 ár, var kvikmyndin ‘Missing’ frumsýnd. Ég gleymi aldrei hvernig mér leið eftir að horfa á myndina og átta mig á hlutverki Bandaríkjanna í þeim voðaatburðum sem höfðu átt sér stað í Chile. En í myndinni var þó ekkert komið inn á efnahagslega undirrót valdaránsins, ef ég man rétt.

‘Missing’ fjallar um hvarf bandarísks blaðamanns og rithöfundar í Chile og tilraunum eiginkonu hans og föður til að hafa upp á honum. Það er mjög áhrifaríkt hvernig faðirinn, sem trúði á og treysti sínum yfirvöldum, áttar sig smátt og smátt á því, að einmitt þessi sömu yfirvöld í ‘landi frelsis og réttlætis’ báru ótvíræða ábyrgð á ástandinu í Chile og þar með örlögum sonar hans.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 16.8.2013 - 19:53 - FB ummæli ()

Hrunið – að gefnu tilefni

Ný ríkisstjórn er komin til valda. Gamla hrunstjórnin endurholdguð, segja sumir. Aðrir eru hæstánægðir og sjá nú gull handa sér og sínum í hverjum krók og kima og eru búnir að kveikja upp í grillunum. Ekki verður tíundað hér hvað hin nýja ríkisstjórn hefur nú þegar afrekað, enda ekkert af því í þágu almennings. Að minnsta kosti ekki ennþá.

Það sem ég hafði í huga er að minna á hrunið og aðdraganda þess. Í október 2009, þegar eitt ár var liðið frá hruninu, voru fjórir afar fróðlegir þættir á dagskrá Ríkissjónvarpsins. Já, góðir hálsar – á RÚVinu okkar allra, nema hvað?! Eina fjölmiðilsins í almannaeigu og almannaþágu, gleymum því aldrei.

Rifjum nú upp hvern og einn einasta þessara fjögurra þátta, látum hugann reika. Minnumst þess hvað olli hruninu. Hverjir voru þar að verki? Hvar þeir eru núna og hvað að bralla? Hafa þeir axlað ábyrgð? Hefur þeim verið haldið frá ábyrgðarstöðum og almannafé? Og spyrjum okkur sjálf hvort við viljum annað hrun eins og ýmsir spá að verði innan skamms með hina nýju ríkisstjórn við völd. Góða skemmtun.

Hrunið – 1. þáttur – 6. október 2009

.

Hrunið – 2. þáttur – 13. október 2009

.

Hrunið – 3. þáttur – 20. október 2009

.

Hrunið – 4. þáttur – 27. október 2009

.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 4.7.2013 - 07:35 - FB ummæli ()

Græðgi og spilling

Þessi grein Guðmundar Andra Thorssonar birtist 9. janúar 2006. Fyrir sjö og hálfu ári. Tveimur árum og átta mánuðum fyrir hrun. Nú, þegar græðgin er komin á flug aftur, ný ríkisstjórn að kollvarpa heilbrigðri skynsemi, skíturinn og ógeðið vellur nýjum skýrslum um pólitíska spillingu, vanhæfi og andverðleika, þá finnst mér rétt að minna á. Rifja upp – ef einhverjir skyldu hafa gleymt hvað varð þess valdandi að nú skulda íslenskir skattborgarar á annað þúsund milljarða eftir óráðsíu gegndarlausrar græðginnar sem grasseraði á Íslandi árum saman. Þeir eru komnir til valda aftur, spillingar-, græðgis- og arðránsflokkarnir. Til hamingju með stjórnina ykkar, þið sem kusuð þá.

Guðmundur Andri Thorsson – Græðgi – Fréttablaðið 9. janúar 2006

Græðgi - Guðmundur Andri Thorsson - Fréttablaðið 9. janúar 2006

Græðgi – Guðmundur Andri Thorsson – Fréttablaðið 9. janúar 2006

 

Ég ætla að minna á fleira – svona í tilefni af skýrslu Rannsóknarnefndarinnar um Íbúðalánasjóð. Orð þeirra Einars Steingrímssonar og Stefáns Jóns Hafstein um andverðleikasamfélagið og rányrkjubúið Ísland. Og ég spyr: Hvenær breytist þetta? Hvenær skilur fólk hvað það er að kjósa yfir sig? Hvenær læra Íslendingar að bera kennsl á spillingu?

Silfur Egils 3. október 2010 og 8. janúar 2012

.

Það er ekki laust við að þetta atriði komi upp í hugann líka. Þetta hljóta jú að vera snillingar fyrst þeir geta blekkt þjóðina svona rosalega!

Áramótaskaupið 31. desember 2011

.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

HöfundurEldri færslur

Dagatal

nóvember 2018
S M Þ M F F L
« des    
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930