Laugardagur 24.04.2010 - 12:58 - FB ummæli ()

Ný stjórnarskrá – nýtt lýðveldi

Njörður P. Njarðvík skrifar enn eina eðalgreinina sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Njörður ítrekar fyrri ummæli sín um þörfina fyrir nýja stjórnarskrá og stofnun nýs lýðveldis.

Ný stjórnarskrá – nýtt lýðveldi – Njörður P. Njarðvík – Fréttablaðið 24. apríl 2010

Ný stjórnarskrá - nýtt lýðveldi - Njörður P. Njarðvík - Fréttablaðið 24. apríl 2010

Ný stjórnarskrá - nýtt lýðveldi - Njörður P. Njarðvík - Fréttablaðið 24. apríl 2010

Njörður minnist á viðtal í Silfri Egils 11. janúar 2009 og grein í Fréttablaðinu 14. janúar 2009.

Njörður P. Njarðvík – Silfur Egils 11. janúar 2009

Nýtt lýðveldi – Njörður P. Njarðvík – Fréttablaðið 14. janúar 2009

Nýtt lýðveldi - Njörður P. Njarðvík - Fréttablaðið 14. janúar 2009

Nýtt lýðveldi - Njörður P. Njarðvík - Fréttablaðið 14. janúar 2009

Flokkar: Bloggar

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ummæli

  • Bjarki Guðlaugsson

    Ég benti á þetta strax og allt hrundi með grein sem ég sendi inn á eyjuna í nóvember 2008. Þar lýsti ég því sem njörður lýsti svo í janúar 2009 þ.e. nauðsyn þess að semja nýja stjórnarskrá. Stjórnarskrá þar sem kveðið er á um raunveruleg mannréttindi og þrískiptingu valdsins, held að við ættum líka að stíga stórt skref í alheimsbaráttu sem virðist vera gegn skoðana og tjáningarfrelsi í heiminum og tryggja algjört fjölmiðlagegnsæi sem og vernd á internetinu (net neutrality). Tryggja algjöra vernd fyrir uppljóstrara og blaðamenn þannig að peningar hafi ekkert að segja um það að þaggað sé niður í fólki sbr. bresku lögin um meiðyrði. Nú þarf bara að ganga skipulega til verks og stofna stjórnlagaþing án aðkomu flokka, stjórnvalda eða alþingis. Þegar niðurstaða hefur svo fengist um nýja stjórnarskrá förum við fólkið og leggjum niður gamla lýðræðisríkið Íslandi og reisum nýtt og manneskjulegra samfélag.

    Ég er tilbúinn að leggja á mig ómælda vinnu í sjálfboðastarfi við að koma þessu landi aftur á réttan kjöl. Hvað með ykkur hin?

  • Krafa fólksins um stjórnlagaþing byggir á þörfinni fyrir réttindum kjósenda til að grípa inn í stjórnsýsluákvarðanir. Jafnfamt að setja skýrari reglur um skyldur og svo ákvæði um stjórnsýsluábyrgð.
    Ekkert af þessu hugnast alþingismönnum nógu vel og nú sýnist mér átök vera framundan.
    Ég held að upplýst og vel menntað samfélag verði að gera kröfu um opnari leiðir til beinna áhrifa.

  • Ísland býr við stjórnarskrá sem Kristján IX danakonungur afhenti Alþingi árið 1874. Því hefur í raun og veru aldri verið samin eiginleg stjórnarskrá fyrir lýðveldið heldur einungis gerðar endurbætur á þeirri dönsku. Í þá daga var konungurinn óumdeilanlega stjórnarskrárgjafinn en sterk rök eru fyrir því nú að þjóðin sjálf sé í því hlutverki fremur en Alþingi.

    Búsáhaldabyltingin byggðist að miklu leyti á kröfum um lýðræðisumbætur, stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá. Því var það eðlilega á samstarfssáttmála nýrrar ríkisstjórnar að uppfylla þær kröfur. Forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um ráðgefandi stjórnlagaþing 12. nóvember 2009 þar sem gert er ráð fyrir að 25-31 fulltrúar verði kjörnir persónukjöri til að taka sæti á þinginu. Tilgreindir eru vissir þættir stjórnarskrárinnar sem stjórnlagaþinginu eru ætlaðir sem viðfangsefni, en Alþingi hyggst að því loknu sjálft taka niðurstöður þingsins til hefðbundinnar meðferðar. Frumvarpið situr sem fastast hjá allsherjarnefnd ásamt 2 frumvörpum um persónukjör og 2 frumvörpum um þjóðaratkvæðagreiðslur. Mikill er máttur allsherjarnefndar.

    Margir hafa gagnrýnt þessa nálgun harðlega og óttast að útkoman verði vart nema til málamynda. Um er að ræða eins konar „mini-Alþingi“ sem starfi á svipuðum nótum með nefndarfyrirkomulagi. Lítið sé lagt upp úr aðkomu almennings að þinginu en því meiri hætta á að stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök ráði þar mestu.

    Þess vegna hefur hópur áhugamanna og sérfræðinga hafist handa við undirbúning stjórnlagaþings á gjörólíkum forsendum. Þar er um að ræða „Sjálfsprottið stjórnlagaþing“ þar sem gengið er út frá því að vilji þjóðarinnar endurspeglist í nýrri stjórnarskrá. Þrjú meginmarkmið eru lögð til grundvallar:

    * Að samin verði ný stjórnarskrá frá grunni fremur en að gera endurbætur á þeirri gömlu
    * Á stjórnlagaþingi sé að finna þverskurð Íslendinga, eða því sem næst
    * Tillögur að nýrri stjórnarskrá verði bornar undir þjóðaratkvæði að lokinni kynningu

    Ekkert af þessum skilyrðum er að finna í hinu ráðgefandi stjórnlagaþingi í boði ríkisstjórnarinnar. Þess vegna yrði það varla nema til málamynda.

  • Þráinn Guðbjörnsson

    Traustið hefur fjarað undan öllum meginstoðum íslenskrar stjórnsýslu. Njörður bendir á leið til umbóta. Leið sem dugað hefur öðrum ríkjum. Þeir sem halda því fram að til sé betri leið til að lappa upp á kerfið hafa rangt fyrir sér. Þurfa landsmenn enn á ný að standa frammi fyrir því að velja illskásta kostinn í einhverskonar farsa sem fáir hafa trú á? Við þurfum að semja stjórnarskrá sem við trúum á. Við þurfum stjórnarskrá sem verður kennd og stúderuð af nemendum strax í gagnfræðaskóla. Við þurfum að gera stjórnarskrá sem gerir okkur að betri kjósendum. Að öðrum kosti getum við barasta hætt þessum lýðræðis sýndarleik og opinberlega tekið upp kommúnisma eða plutocracy. Það er jú auðveldara að grilla á kvöldin þegar að einhver annar hugsar fyrir mann.

  • Hákon Jóhannesson

    Þetta verður þjóðþrifaverk og er nauðsynlegt. Við borgararnir verðum að axla þessa ábyrgð.

    Ég var að velta fyrir mér hvort að við Íslendingar stólum ekki um of á að stóri-bróðir sjái um okkur ?

  • Ásgeir Gunnarsson

    Aðhald viðurlög gegn klíkum sérhagsmunagæslu spillingu gegn Þjóðfélagi vegna breiskleka manneskjunar

  • Okkur vantar nýja stjórnarskrá, nýjann grunn undir stjórnkerfið okkar og í það verk verður að ráðst sem allra allra fyrst, meðfram því að halda áfram rannsóknarvinnu við okkar rotna samfélag, eins langt aftur og okkur finnst þurfa. Það fé sem fer í þessi tvö verkefni er fjárfesting til framtíðar sem á eftir að skila sér margfallt til baka í betra samfélagi. Við eigum það öll skilið og veröldin líka. Meinsemdin hjá okkur er ekki einingis til staðar hér á landi, heldur um víða veröld með alskyns fylgikvillum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sex? Svar:

Höfundur



Eldri færslur

Dagatal

apríl 2010
S M Þ M F F L
« mar   maí »
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930