Miðvikudagur 05.05.2010 - 07:23 - FB ummæli ()

Kaffispjall um stjórnlagaþing og stjórnarskrá

Mikið hefur verið rætt um þörf á stjórnlagaþingi og nýrri stjórnarskrá frá hruni. Þær raddir hafa blossað upp aftur eftir útkomu Skýrslunnar. Raddir fólksins, sem stóðu að laugardagsfundunum á Austurvelli veturinn eftir hrun, halda nú kaffispjall um stjórnlagaþing og stjórnarskrá þrjá sunnudaga og einn mánudag í maí. Fundarstaður er Gallerí Hornið í Hafnarstræti klukkan þrjú.

Fyrsta kaffispjallið var sl. sunnudag og þar talaði Páll Skúlason, heimspekiprófessor, um ríkið, stjórnlagaþing og stjórnarskrá. Þetta er óformlegt og þægilegt umhverfi og Páll hafði miklu að miðla að venju. Eins og heyra má á tali Páls hefur hann íhugað þessi mál í marga áratugi og er því sjóaður í umræðunni. Sigurður H. Sigurðsson tók allt upp og hér er afraksturinn. Truflanir eru um miðbikið á spjalli Páls þar sem örlítið klippist út af hljóði og myndin frýs í fjórar mínútur en talið skilar sér þó. En hljóðskrár eru fyrir neðan þar sem hægt er að hlusta án myndar. Svolítið spjall var á eftir og fylgir það í sérskrám. Ekki komu allir upp að hljóðnemanum til að tjá sig og ekkert heyrist því í þeim, en viðbrögð Páls og svör koma vel fram.

Páll Skúlason – Ríkið, stjórnlagaþing, stjórnarskrá – 2. maí 2010

Spurningar og spjall

Páll Skúlason – Ríkið, stjórnlagaþing, stjórnarskrá – 2. maí 2010

Spurningar og spjall

Kaffispjallið fram undan er sem hér segir:

Gallerí Hornið í Hafnarstræti – sunnudaginn 9. maí kl. 15 – Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur
Gallerí Hornið í Hafnarstræti – sunnudaginn 16. maí kl. 15 – Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði
Gallerí Hornið í Hafnarstræti – mánudaginn 24. maí kl. 15 – Aðalheiður Ámundadóttir, meistaranemi í lögfræði

****************************************************************

Efni á þessari síðu þar sem Páli Skúlason kemur við sögu:

Fólkið í Silfrinu og heimspeki Páls Skúlasonar
Hugleiðingar heiðursfólks
Lífsgildi þjóðar
Samhengi hlutanna og sameign þjóðar

Upphaf nýrra tíma – Páll Skúlason – Morgunblaðið 11. október 2008

Upphaf nýrra tíma - Páll Skúlason - Moggi 11. október 2008

Upphaf nýrra tíma - Páll Skúlason - Moggi 11. október 2008

Flokkar: Bloggar

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ummæli

 • Góð og gagnleg samantekt, Lára Hanna.

  Stjórnlagaþing er ekki langt undan, alveg burtséð frá því hvort sitjandi Alþingi svarar kalli tímans eða ekki.

 • Frábært. Það sést að áhugi á því að almennileg stjórnarskrá verði búin til er að aukast verulega. Spurningin er hvernig hægt að virkja allar þessar raddir og krafta til að koma að verkinu, því það gengur ekki að einhver elíta (hvort sem hún er stjórnmálaleg, viðskiptaleg eða akademísk) hafi einkarétt að aðkomu.

  Spennandi tímar framundan!
  Daði.

 • Áhugavert: Er ekki Páll Skúlason einmitt maðurinn sem við þörfnust til að leiða þessa vinnu við að leggja drögin að nýrri stjórnarskrá til að leggja fyrir Alþingi? Síðan verður valið úr þeim hópi sem býður sig fram til starfa.

 • Aðalheiður Ámundadóttir

  Frábært að fá aðgang að þessu á síðunni þinni. Ég þarf svo oft að láta mér næga að vera með ‘í anda’ þar sem ég er fyrir norðan. Frábært erindi hjá Páli og gaman að heyra að Páll er aldrei hræddur við að segja sannleikann (eins og svo margir fræðimenn)

 • Sammála hveru og einu einasta orði Páls.
  Takk Lára Hanna fyrir að setja þetta á netið.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

HöfundurEldri færslur

Dagatal

maí 2010
S M Þ M F F L
« apr   jún »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031