Laugardagur 07.12.2013 - 20:35 - FB ummæli ()

Okkar Ríkisútvarp

Miðvikudagskvöldið 4. desember var haldinn samstöðu- og hluthafafundur Ríkisútvarpsins í Háskólabíói. Eigendur miðilsins fjölmenntu og fylltu húsið og rúmlega það. Umfjöllunarefni fundarins var niðurskurður ríkisstjórnarinnar og uppsagnir á Ríkisútvarpinu.

Ræðumenn á fundinum voru Guðmundur Andri Thorsson, Melkorka Ólafsdóttir, Hanna G. Sigurðardóttir, Benedikt Erlingsson, Sigríður Ólafsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé. Kynnir var Guðrún Pétursdóttir.

Hópur ungra kvenna átti þetta ánægjulega frumkvæði að fundinum, þær Arngunnur Árnadóttir, Júlía Mogensen, Melkorka Ólafsdóttir og Valgerður Þóroddsdóttir. Þær fengu félaga sína til að taka fundinn upp og ég tók að mér að vinna úr upptökunni og klippa hana.

Þar sem flestir eigendur Ríkisútvarpsins komust ekki á fundinn af ýmsum ástæðum er nauðsynlegt að miðla því sem þar fór fram svo allir sjái og heyri.

1. hluti – Guðmundur Andri Thorsson

.

2. hluti – Melkorka Ólafsdóttir

.

3. hluti – Okkar Ríkisútvarp – 1

.

Sjá líka hér:

.

4. hluti – Hanna G. Sigurðardóttir

.

5. hluti – Benedikt Erlingsson

.

6. hluti – Sigríður Ólafsdóttir

.

7. hluti – Kolbeinn Óttarsson Proppé

.

8. hluti – Okkar Ríkisútvarp – 2 og lokaorð

.

Sjá líka hér:

.

Samstöðu- og hluthafafundur Ríkisútvarpsins í Háskólabíói 4. desember 2013 – Fundurinn allur

.

Á undan fundinum flutti stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar þetta kunnuglega lag
sem margir kalla sjálfsagt bara „Víðsjárlagið“.

.

Laugardaginn 7. desember komu nokkrir kórar saman í Smáralind til að mótmæla niðurskurði og uppsögnum á Ríkisútvarpinu. Þetta var svokallað „flashmob“, eða óvænt uppákoma (íslensk þýðing óskast). Jan Murtomaa, fyrrverandi tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu, var á staðnum og tók þetta myndband af kórsöngnum.

Heyr himnasmiður – Kolbeinn Tumason/Þorkell Sigurbjörnsson

.

Og hér er upptaka af sama „flashmobbi“ af vefsíðu Ríkisútvarpsins sama dag.

.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og átta? Svar:

Höfundur



Eldri færslur

Dagatal

desember 2013
S M Þ M F F L
« okt    
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031