Færslur fyrir ágúst, 2009

Mánudagur 31.08 2009 - 09:38

Maraþon

Maraþonhlaup hafa verið áberandi í sumar eins og venjulega. Mér finnst gaman að hlaupa og hleyp í kringum 10 km. á viku þannig að ég hef alls ekkert á móti hlaupum. En ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg þessa blindu aðdáun á maraþonhlaupum. Af hverju heldur fólk að það sé  svona hollt […]

Miðvikudagur 26.08 2009 - 17:22

Áfram Lizzie Miller!

Glamour girl Sjónvarpsviðtal við Lizzie og ritstjóra Glamour sem lofar því að tímarnir séu að breytast. Spennandi…

Sunnudagur 23.08 2009 - 20:58

Glamúr

Meira um erlendu kvennablöðin. Í september hefti Glamour tímaritsins er mynd á blaðsíðu 194 sem hefur vakið gríðarlega athygli á skömmum tíma. Það eina sem er merkilegt við þessa mynd er að hún er af venjulegri konu. Þær ímyndir sem birtast í glanstímaritunum eru greinilega komnar svo langt frá veruleikanum að myndir af venjulegu fólki eru þær […]

Sunnudagur 16.08 2009 - 13:17

Kelly Clarkson megruð

Frábært blogg um umdeilda fótósjoppun Kelly Clarkson má lesa hér fyrir neðan. Magnað að lesa svör ritstjórans, sem greinilega sér ekki tvískinnungsháttinn í eigin málflutningi: Annars vegar undirstrikar hún að Kelly Clarkson sé frábær fyrirmynd fyrir konur í öllum stærðum en hins vegar sé nauðsynlegt að grenna hana svo hægt sé að hafa hana á […]

Miðvikudagur 12.08 2009 - 16:09

Hinsegin dagar

Þegar ég heyrði klökka útlendinga um daginn lýsa hrifningu sinni yfir því að hér á landi væri Gay Pride fjölskylduhátíð, þá mundi ég eftir mynd sem ég hafði klippt út úr Fréttablaðinu fyrir nokkrum árum síðan. Hún var af glæsilegum manni í ballkjól, skreyttur fjöðrum og glingri, og fólki á öllum aldri sem fylgdist brosandi […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com