Sunnudagur 23.08.2009 - 20:58 - 1 ummæli

Glamúr

Meira um erlendu kvennablöðin. Í september hefti Glamour tímaritsins er mynd á blaðsíðu 194 sem hefur vakið gríðarlega athygli á skömmum tíma. Það eina sem er merkilegt við þessa mynd er að hún er af venjulegri konu. Þær ímyndir sem birtast í glanstímaritunum eru greinilega komnar svo langt frá veruleikanum að myndir af venjulegu fólki eru þær sem vekja mesta athygli. Hið venjulega er orðið óvenjulegt og athyglisvert – sem er einkar athyglisvert. Hér er myndin sem um ræðir:

og hér má lesa viðtal við fyrirsætuna sem boðar auðvitað fegurð í öllum stærðum:  http://www.glamour.com/health-fitness/blogs/vitamin-g/2009/08/on-the-cl-the-picture-you-cant.html

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Eiginlega hálf grátlegt hvað myndin veldur miklu fjaðrafoki. Konur sem hafa séð myndina eru alveg trítilóðar af ánægju, samkvæmt linkinum sem þú settir inn. Furðulegt en kannski skiljanlegt í ljósi ritstjórnarstefnu Glamúr. Þegar ég ritstýrði kynfræðsluriti fyrir mörgum árum auglýsti ég eftir fólki af öllum stærðum og gerðum, vitandi af venjulegu fólki og þeirri staðreynd að ljósmyndarar eru ekki hlutlausir fagmenn. Því miður sóttu aðeins staðaalímyndarkroppar um… Fyrirsætur af venjulegri stærð þorðu ekki að taka slaginn.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og einum? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com