Færslur fyrir september, 2009

Mánudagur 28.09 2009 - 18:40

Áfram Lýðheilsustöð!

Í dag voru kynntar niðurstöður skýrslu um þróun líkamsþyngdar Íslendinga frá árinu 1990 til 2007 sem unnin var á vegum Lýðheilsustöðvar. Þar kom fram að talsverð þyngdaraukning hafði átt sér stað á þessu tímabili og hafði hlutfall þeirra sem teljast of feitir (BMI ≥30) aukist um rúman helming, þannig að nú teljast um 20% fullorðinna Íslendinga of […]

Föstudagur 25.09 2009 - 20:44

Um snakk og staðalmyndir

Það er rétt að árétta aðeins hvað hugtökin líkamsvirðing og heilsa óháð holdafari standa fyrir. Ég er oft sökuð um að hvetja til óheilbrigðra lifnaðarhátta, og þá sérstaklega til þess að fólk fái sér hamborgara og snakk. Þetta kemur mér alltaf spánskt fyrir sjónir því ég held að ég hafi aldrei á ævi minni hvatt neinn […]

Mánudagur 14.09 2009 - 10:52

Feitt þema

Newsweek er greinilega með feitt þema þessa stundina. Hér er myndasafn sem var sett saman í kjölfar þess að fjöldi lesenda, sótrauðir af bræði yfir jákvæðri umfjöllum um feitt fólk, krafðist þess að sjá dæmi um að minnsta kosti eina feita manneskju sem lifir heilbrigðu lífi. Vesgú.  Endilega kíkið líka á meðfylgjandi grein.

Fimmtudagur 10.09 2009 - 13:28

Fituhatur

Önnur fín grein úr Newsweek um fituhatur Bandaríkjamanna. Áhugaverð klemma kemur fram í lokin varðandi hvernig hægt er að berjast gegn offitu án þess að ýta undir fitufordóma. Ekkert svar er gefið enda er þetta eitthvað sem fræðimenn eiga í mesta basli með. En það er kannski af því þeir neita að hugsa út fyrir kassann. Það er og […]

Þriðjudagur 01.09 2009 - 19:44

Ný grein í Newsweek

Ágætis grein birtist í Newsweek í síðustu viku þar sem litið er gagnrýnum augum yfir offitufaraldurinn. Þar er m.a. rætt um umdeilda aðgerð CDC stofnunarinnar frá því fyrr í sumar þegar svokölluð „offitureiknivél“ var sett upp á heimasíðu stofnunarinnar svo atvinnurekendur gætu reiknað út hve mikið feitt starfsfólk myndi kosta fyrirtækið. Einnig er fjallað um […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com