Laugardagur 16.01.2010 - 15:00 - 8 ummæli

Pjattrófur

Pjattrófurnar hvetja konur til líkamsvirðingar í síðustu bloggfærslu sinni. Gott hjá þeim! Sífellt fleiri augu eru að opnast fyrir því að löngunin til að líta vel út, vera heilbrigð og lifa góðu lífi hangir ekki á þröngri staðalímynd, heldur geta allir gert það besta úr því sem þeir hafa. Því fyrr sem við áttum okkur á þessu og förum að koma fram við líkama okkar af virðingu og vináttu, því fyrr fer okkur að líða vel með okkur sjálf. Raunveruleg sjálfsvirðing byggist nefnilega á því að elska það sem maður er – ekki það sem maður vildi verða. Hugsaðu þér hvað það væri lýjandi að eiga í endalausu stríði við einhvern nákominn, eins og systkini eða tengdaforeldra. Lífið myndi einkennast af stanslausum leiðindum og svekkelsi. En það verður enginn jafn náinn þér og þinn eigin líkami, sem er ferðafélagi þinn í gegnum allt lífið og þú losnar ekki einu sinni við hann þegar þú ætlar að eiga næðisstund með sjálfri þér og fara í bað.

Flokkar: Fjölbreytileiki · Líkamsvirðing

«
»

Ummæli (8)

  • Hallgerður Pétursdóttir

    Frá hugleiðing. Takk fyrir

  • Ég held að eina ástæðan fyrir þessum pistli hjá þeim sé að þær fengu ansa mikla gagnrýni fyrir pistill sinn um 1000 kkal megrunina og mikilvægi þess að verða súperkroppur strax eftir fæðingu.

    Pínu hræsni að fjalla um virðingu fyrir líkamanum á bloggi sem að sýnir myndir af súper horuðum módelum í hverri viku.

  • Svala Lína

    Það er svo sem ágætt að benda á það sem vel er gert og vonandi að þetta tilgerðarlega og yfirborðskennda blogg þeirra pjattrófna taki að skána eitthvað. Í augnablikinu er það nefnilega hálfgert drasl og fer versnandi, sbr. þetta fáránlega óléttumegrunainnlegg sem bent er á í síðasta kommenti.

  • Martha Árnadóttir

    Heyr, heyr…..

  • Sammála ræðumönnum hér á undan um Heidi Klum megrunarkúrinn, það var virkilega sorgleg lesning. Það er ábyrgðarhluti að hvetja til megrunar þar sem heilu fæðuflokkarnir eins og kolvetni og fita eru útilokaðir. Langtímaáhrifin af svona „crash-diet“ eru ekki skammtímaárangursins virði.

  • Tek undir orð fyrri ræðumanna hér að ofan! Mér fannst pjattrófubloggið orðið á svoldið „hálum ís“ og fannst þetta Heidi Klum blogg þeirra botninn – en þegar maður er komin á botninn er bara ein leið og það er upp .. vonandi það verði svo hjá þeim 🙂

    Ég minni mig stundum á þegar ég byrja að rífa mig niður að á stól fyrir framan mig setji lítil, falleg og saklaus lítil stelpa og ég „verð“ að gjörasvovel að segja sömu hluti við hana og ég segi við sjálfan mig (í huganum hehe) .. merkilegt nokk hvað ég er fljót að þagna 😉

  • Þjóðarógnvaldur

    Já eru allir voðalegar skaðræðisskeppnur nema þið sjálfar?

    Er það alveg agalegt í ykkar augum að einhver vilji gera eitthvað annað en þið predikið?

    Er það bara algjört lagalegt möst hjá ykkur að annað fólk megi alls ekki gera neitt sem er óhollt? Bara ALLS EKKI?

    Eruð þið búnar að ræða þetta við Sóley Tómasdóttur?

  • Einkennileg þessi tvöföldu skilaboð. Um leið og verið er að predika að einstaklingurinn eigi að vera ánægður í eigin skinni, þá er sífellt hamrað á því hvað það er óhollt að vera í yfirvigt. Má manneskja, sem er 40 kg of þung kannski ekki vera ánægð í eigin skinni (og þarf því að neita sér um það að vera hamingjusöm) af því að það er slæmt fyrir heilsuna að vera of þungur? Þið sjáið þversögnina endurspeglast í síðustu málsgrein minni – þetta er ekkert einfalt mál!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com