Föstudagur 09.07.2010 - 13:10 - 3 ummæli

Hold er heitt

be-proud-luis-sanchis

Þessi grein birtist í Wahington Post í fyrradag. Það er svo ótrúlega gaman að sjá þessi litlu merki um að veröldin sé að breytast. Mark my words. Eftir nokkra áratugi verður alveg jafn skrýtið að hugsa til þess að eitt sinn hafi allir átt að vera grannir og manni finnst skrýtið í dag að hugsa til þess að áður fyrr hafi allir átt að vera gagnkynhneigðir. Lífið er svo fallegt í öllum sínum margbreytileika og það er stórkostlegt að sjá mannfólkið vera að opna sig fyrir því. Það er pláss fyrir okkur öll og við eigum öll rétt á því að lifa sátt í eigin skinni—í flottum fötum.

Flokkar: Fjölbreytileiki · Samfélagsbarátta

«
»

Ummæli (3)

  • Járngerður

    Heyr heyr!

  • Heimir H. Karlsson

    Sæl Öllsömul.

    Góður psitill hjá þér og mikið er ég sammála.
    Haltu áfram með þín góðu skrif.
    Kveðja,
    Heimir H. Karlsson

  • Harpa Kristjánsdóttir

    Hef oft skoðaða síðuna þína og þær myndir sem eru á henni af glæsilegum konum í „yfirstærð“ . Sumar af þeim konum finnst mér ekki einu sinni feitar, en þegar ég sé hvað þesar konur hreinlega geisla af sjálfsöryggi hugsa ég svo oft af hverju við hérna heima gerum eitthvað svona, myndaþátt í blöð þar sem fallegar yfirstærðar konur sitja fyrir til að sýna fram á það að þetta hefur svo lítið með kíló að gera. Mér finnst svo flott orðin í nýju Body shop auglýsingunni, með að það séu 3 milljónir kvenna sem líta ekki út eins og súpermodel, en 8 sem gera það.
    Fyrir mér snýst þessi síða þín ekki um að mæra það að vera allt of feitur, heldur að það sé í lagi að vera eins og þú ert.
    Takk fyrir að opna augun mín Sigrún

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og einum? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com