Mánudagur 02.08.2010 - 13:20 - 6 ummæli

Fatastærðir og fitufordómar

torrid05a

Þessi grein birtist í New York Times í gær. Hún fjallar um fatastærðir og fitu og það sem hlýtur að teljast eitt skýrasta dæmið um þá holdafarsmismunun sem ríkir á Vesturlöndum: Að ekki sé hægt að versla sér föt nema upp að vissum stærðum í venjulegum búðum. Þrátt fyrir að minnst helmingur kvenna í þessum heimshluta mælist yfir hinni svokölluðu kjörþyngd, er staðan enn í dag sú að þær sem ekki eru áberandi grannar eiga erfitt með að finna á sig föt sem passa. Þetta er auðvitað til skammar og löngu kominn tími til að viðskiptavinir berji í borðið.

Flokkar: Fitufordómar

«
»

Ummæli (6)

  • Áslaug Benediktsdóttir

    Orð í tíma töluð. Ég er löngu hætt að láta mér detta í hug að versla við þær búðir sem eru með svona mismunun í gangi. Þær ættu að auglýsa þetta í gluggunum hjá sér svo að maður sé ekki að eyða tímanum inni í þessum verslunum.

  • Sástu Audrey Hepburn í gær í Breakfast at Tiffany’s? Sú mynd hafði mikil áhrif, held ég.

  • Voðalega þætti mér vont ef hvergi fengjust skór númer 44.

    ,,Því miður, við smíðum ekki stærri en 42. Þú verður að fara í megrun.“

  • „In the series “More to Love,” broadcast on Fox last year, 20 women who weighed up to 279 pounds competed for the affections of an overweight single man: heavy women might be worthy of “The Bachelor”-style indignities but were decidedly unworthy of “Bachelor”-looking bachelors.“

    Semsagt: Í Ameríku er talið útilokað að piparsveini geti þótt 100 kg kona vera kvenkostur af því að hann er sjálfur 80 kg.

    Bjálfar.

    Um leið og ég sá kærustuna mína í fyrsta sinn varð ég voða hrifinn af rauða hárinu hennar. Og ég sem er ekki einu sinni rauðhærður. Hugsa sér.

  • Og það sem enn kjánalegra er ad ef menn svo laðast að konum sem eru vel í holdum þá er það oft útskýrt með að þeir séu þá med eitthvað fetish fyrir feitum konum. Eins og að það sé útilokað að þeim finnist einfaldlega slíkt vaxtarlag fallegra, rétt eins og sumir laðast frekar að lágvöxnum konum en háum, eða þá að þeir hafi bara hreinlega fallið fyrir konunni sjálfri, sama hvort hún sé feit eða mjó…!

  • Já ég er sko sammála þessu. Það er alveg vandamál fyrir mann að finna eitthvað á sig í þessum búðum ef maður er kominn yfir stærð 18 .. jafnvel líka stærð 14.

    Ég hef nýverið að gera skoðunarkönnun um hvaða fatastærð konur eru að nota og þá svöruðu 70% að þær væri í stærð 14 eða stærra. Það þýðir það að það er bara 70% kvenna í stökustu vandræðum að finna eitthvað á sig af því að einhverjir hönnuðir úti í heimi eru búnir að ákveða hvernig maður á að vera með því að gera fötin bara ekkert stærri .. eða semsagt ekki fyrir hina eðlilegu konu. … hreint skammarlegt!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com