Fimmtudagur 13.10.2011 - 19:03 - 7 ummæli

Látum verkin tala

Jæja krakkar. Þegar þetta er skrifað hafa 156 manns gefið til kynna að þeim líki við síðustu færslu sem birtist hér á vefnum. Látum nú á það reyna hvort 156 manneskjur eru tilbúnar til að láta verkin tala og 1) hringja eða skrifa bréf til Mörtu Maríu – eða ritstjórnar Morgunblaðsins – og kvarta yfir útlits- og megrunaráherslum Smartlands, 2) hætta alfarið að fara inn á þessa miðla og hvetja vini og vandamenn til að gera slíkt hið sama, 3) skrifa tölvupóst eða hringja til Hreyfingar og lýsa yfir óánægju sinni með þær áherslur sem líkamsræktarstöðin leggur, 4) stunda ekki viðskipti við þessa líkamsræktarstöð, 5) sýna öðrum fjölmiðlum, fyrirtækjum og einstaklingum sem halda megrunarmenningunni á lofti nákvæmlega sömu viðbrögð, og 6) halda því áfram þangað til veröldin breytist.

Flokkar: Samfélagsbarátta

«
»

Ummæli (7)

  • Gabríela

    I’m on it!

  • Ég er memm!

    Ekki fyrir mig eina heldur fyrir ungu stúlkur þessa lands!

  • Bjarni Kristófer Kristjánsson

    Bréfið sem ég sendi

    Ég heiti Bjarni K. Kristjánsson og hef fylgst með umjöllun hjá ykkur í smartlandi um megrun og útlitsdýrkun. Ég verð að kvarta við þig yfir þessari umfjöllun, og tel ég að hún geti gert verulega illt verra í okkar samfélagi. Ég er sjálfur í þyngri kantinum og umfjöllun sem þessi sem bylur á fólki alla daga er til þess gerð að drepa sjálfsímynd fólks, og leiða það inn á feril sjálfseyðingar. Það mikilvægasta í fari hvers og eins er að fólk haldi sér í góðu formi og er það óháð þyngd. Rannsóknir hafa sýnt að í fyrsta lagi þá leiði hratt þyngdartap oftast til þess að þyngdaraukning eigi sér stað þegar átaki líkur, oft þannig að lokaþyngd verði meiri en fyrir var, sem aftur leiðir til enn verri sjálfsímyndar. 2 – Sýnt hefur verið fram á að stöðug umfjöllun um megrun, kjörþyngd og útlit leiðir til mjög lélegs sjálfsálits, sérstaklega hjá konum og ungum stúlkum, sem aftur leiðir til átraskanna. 3 – Rannsóknir hafa sýnt að megrun og megrunaraðferðir eru oft hættulegri en það að vera í svokallaðri „yfirvigt“ sem dæmi um það má benda á eftirfarandi rannsókn og heimildir þar í – http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/0022-4537.00116/pdf

    Með kærri kveðju og von um breytta ritstjórnaráherslu hvað þetta varðar

    Bjarni

  • Gabríela

    Kæra Morgunblað

    Mig langar til að kvarta yfir megrunaráróðri inni á Smartlandi Mörtu Maríu. Smartland Mörtu Maríu er skammarlegur blettur á annars nokkuð fáguðum vefmiðli. Í umfjöllunum er mikil kvenfyrirlitning, megrunaráróður sem jaðrar við að vera í átröskunarstíl, auk markvissra fordóma og eineltis gagnvart feitu fólki. Greinar undir því yfirskini að fjalla um heilsu, fjalla í raun ekki um heilsu heldur um útlitsstaðla. Reglulega sé ég fréttir um að Hollywood stjarna hafi grennst, og hvernig hún fór að því. Yfirleitt er í gangi einhvers konar keppni um hver stendur sig best í megrun, þar sem konur í samfélaginu taka þátt og birtar eru myndir af þeim á baðfötum. Yfirleitt eru þetta konur sem líta út fyrir að vera nokkuð hraustar og því skil ég ekki hvers vegna svona mikil áhersla er lögð á að þær breyti útliti sínu. Hvers vegna þarf að birta baðfatamyndir af konunum? Er íslenskt samfélag virkilega orðið svo fyrrt að fréttir af magni líkamsfitu hjá óþekktum íslenskum konum eru fleiri en fréttir um sveltandi börn í Austur-Afríku?

    Ég tek það fram að ég er ekkert á móti umfjöllunum um hollt mataræði og líkamsrækt. Ég hef hins vegar mjög mikið á móti því að megrun sé upphafin á þessum miðli undir því yfirskini að um heilsurækt sé að ræða. Þarna eru konur sem eru greinilega í kjörþyngd, og ef ekki þá líta þær að minnsta kosti út fyrir að vera það. Ég ímynda mér að stúlkur á unglingsaldri, sem sjái þessa umfjöllun, hugsi margar að fyrst þessi kona þarf að fara í megrun, þá hljóti hún að þurfa það líka. Ég hef unnið á bæði barna- og fullorðinsgeðdeildum og hef því séð hvernig stúlkur með lystarstol hugsa. Í raun kemur það mér aldrei á óvart hvernig þær hugsa því þær hafa ekki langt að sækja það. Mig hryllir við tilhugsuninni að Stjörnuþjálfun ýti einhverri ungri stúlku inn í heim átröskunar. Fjölmiðlar bera ábyrgð. Morgunblaðið þótti einu sinni fágaður fjölmiðill en með þessu hefur það breyst verulega. Því bið ég blaðamenn og stjórnendur Morgunblaðsins um að breyta um stefnu og hafa umfjöllun ábyrga og faglega.

    Bestu kveðjur,
    Gabríela Bryndís Ernudóttir

  • 2- tjékk, 3- tjékk, 4- tjékk, 5- tjékk, 6- tjékk….! Þá er það bara bréfið sem vantar..og no time like the present!

  • Húrra fyrir ykkur sem látið verkin tala og senduð bréf! Frábært hjá ykkur!

  • Eygló Ida

    Frábært framtak ! Ég er löngu búin með lið 2, 4, 5 og 6 – ætla að ráðast í lið númer 1 og 3 🙂

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com