Þriðjudagur 13.03.2012 - 21:00 - 15 ummæli

Samtök um líkamsvirðingu

Í dag voru stofnuð Samtök um líkamsvirðingu. Samtökin hafa það að markmiði að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsmynd og heilsueflingu óháð holdafari. Sömuleiðis munu samtökin gera sitt til að vinna gegn útlitsdýrkun og fitufordómum í samfélaginu. Það er von okkar að hér megi rísa öflug hreyfing gegn öllum þeim óheilbrigðu og jafnvel siðlausu áherslum sem virðast ríkja í tengslum við heilsu og holdafar í dag. Margt af því sem sett er fram í nafni heilsu á ekkert skylt við heilbrigði og fordómar og mannfyrirlitning virðast ráða ríkjum á mörgum sviðum. Við viljum búa til samfélag þar sem allir líkamar eru velkomnir og heilsuefling snýst um vellíðan og umhyggju fyrir líkamanum. Við viljum að börn læri að þykja vænt um líkama sinn og bera virðingu fyrir margbreytileikanum. Við viljum víkka út þröngsýnar hugmyndir um fegurð. Við viljum að fataverslanir bjóði föt fyrir raunverulegt fólk í allskonar stærðum. Við viljum ekki að neinn þurfi að forðast að fara í sund vegna líkamskomplexa. Við viljum binda endi á átraskanir, stríðni vegna holdafars og stríðið gegn offitu. Við viljum frelsi.

Flokkar: Líkamsvirðing · Samfélagsbarátta

«
»

Ummæli (15)

  • Ég kvitta heilshugar undir þetta .

  • Bergdís Ýr Guðmundsdóttir

    … Gott og blessað og flott framtak fyrir það málefni er þið aðhyllist, en átröskun er geðröskun skv. ICD og DSM. Hvernig ætlið þið að binda endi á það með starfsemi samtakanna?

    Með fyrirfram þökk fyrir svarið!

  • Gústaf Níelsson

    Er einhver sem meinar fitubollunni að fara til dæmis í sundlaugarnar? Fitubollan sjálf hefur allt það frelsi sem hún vill, hún aðeins setur sjálfa sig í fjötra. Sjálfur fer ég í laugarnar á hverjum degi, þrjátíu kílóum of þungur, og svamla með hinum fitubollunum og hef engar sérstakar áhyggjur af holdafarinu, en markmiðið er skýrt: LÉTTAST með öllum tiltækum ráðum. Er eitthvert vit í því að búa til einhvers konar fórnarlambafélag ófríðu fitubollunnar, sem þykir sem allir líti niður á sig?

  • Skal þýða nafn ykkar á ensku fyrir ykkur: Fat enablers!

  • Siggi, hugsa að þetta sé yfir þinni nennu og kannski skilningi en horfðu á þetta
    Berglind, átröskun er geðröskun það er hreina satt, en triggerinn er langoftast mjónudýrkun.
    Gústaf þó þú sért ófeiminn við að sýna bumbuna þýðir það ekki að fólk glápi ekki á þig og hlæji að henni. Tja eða kannski frekar að bumbueigandanum finnist allir séu að glápa. Það er meðal annars það sem verið er að berjast fyrir hér.

  • Hér er verið að berjast gegn því að fólki sé mismunað vegna útlits síns. Þetta er ekki einhver nýstárleg hugdetta. Flest siðmentað fók í dag viðurkennir þá staðreynd að það er rangt að mismuna og halda uppi fórdómum gagnvart fólki vegna útlits þess, svo sem, litatháttar, hárlits osv. Hvers vegna á líkamsvöxtur ekki heima undir sama þaki? Þess fyrir utan spyr ég þá sem svo innilega hafna þeirri pælingu, hafna því að hætta að hatast út í fólk, hvað í ósköpunum gefur þannig hugsunnarháttur af sér? Meiri hatur og ömurleika í heiminum!? Af því að það er nefnilega einmitt það sem okkur vantar! Hvað er svona rangt við umburðarlyndi og að taka fólki eins og það er? Hvers vegna í ósköpunum að standa í vegi fyrir því að fólki líði vel í eigin skinni…

  • Margir eru aldir upp við það að þeir séu ekki nógu góðir af því þeir eru of mjóir, of feitir, of lágvaxnir, of hávaxnir, of rauðhærðir, of ljóshærðir, of þetta eða of hitt. Það á ekki að skipta máli hvernig manneskjan lítur út, manneskjan er jafn góð og hinar manneskjurnar. Það sem hver og einn gerir segir til um það hvernig manneskja viðkomandi er heldur en hvernig hann eða hún lítur út.

  • Sigurbjörg

    Frábært framtak, nauðsynlegt að hafa svona mótvægi við óþolandi og sorglegri útlitsdýrkun vesturlandabúa. Lifi fjölbreytileikinn! 🙂

  • Helga Bryndís

    Kominn tími til! Frábært framtak!

  • Vigdís Kristín

    Frábært
    hvar skráir maður sig í samtökin
    kv

  • Feitt fólk verður alltaf litið hornauga það er ekkert að fara breyttast ! Svo á feit fólk ekkert að vera láta sjá sig í sundi, það er bara ekki hægt að bjóða uppá þetta fyrir hina.

  • Hvaða tegund af steik ertu eiginlega ? fékkstu sálfræðiprófið þitt í Coco-Puffs pakkanum þínum sem þú borðar á hverju morgni á meðan þú hugsar „ég er falleg eins og ég er“ ?

    Pistlarnir þínir eru, með fullri virðingu fyrir orðinu pistill, heimskulegustu skrif sem ég hef á ævi minni lesið.

    Kv,
    Sveinn

    Hvernig dettur þér í hug að segja við fólk að það eigi að sætta sig við að vera of feitt ? offita er heilsufarslegt VANDAMÁL sem er næstum því búið að draga 2 manns sem ég þekki til dauða, m.a. vegna þess að kransæð og önnur æð stíflaðist útaf of mikilli þyngd ! fólk fer í hnéaðgerðir, mjaðmaaðgerðir ofl útaf líkaminn þolir ekki þessa þyngd og fitu.

    Hvernig væri að hysja upp um sig og skrifa eitthvað gáfulegt, svona einusinni ? ég ætla að vona að ég hitti þig aldrei í persónu.

  • Sveinn, ég spyr bara á móti hvers konar steik ert þú? Hlýtur að vera rare eða mjög well-done því það er greinilega ekkert að gerast af viti í hausnum á þér. Ef þú hefðir lesið þá pistla sem skrifaðir hafa verið hér inná síðuna og kynnt þér það málefni sem er verið að berjast fyrir þá værir þú ekki að láta þessa þvælu út úr þér. Sérstaklega í ljósi þess að þu hafir næstum misst tvær manneskjur sem eru þér nánar sökum óheilbrigðis. Það er nefnilega þar sem allir misskilningurinn verður hjá fólki eins og þér. Þú setur stórt og feitt samasemmerki á milli fitu og óheilbrigðis. Fita ein og sér er ekki óheilbrigð, reyndar er hún okkur alveg lífsnauðsynleg en eins og með flest annað þá getur of mikið af henni verið slæmt fyrir okkur en það er líka mjög breytilegt á milli manna hvað er of mikið. En fólk eins og þú hugsar bara að ef fólk er feitt þá sé það óheilbrigt og ef það er grannt þá sé það voðalega heilbrigt. Þessi síða og þessi nýstofnuðu samtök ganga einmitt útá að breyta svona hugsun s.s að holdafar fólks segi voðalega lítið til um heilbrigði þess. Til þess eru til mun betri mælikvarðar. Og svo ég endi þetta bara á þinum eigin orðum, Sveinn, þá vona ég svo sannarlega að ég þurfi aldrei að verða þeirrar ógæfu aðnjótandi að þurfa að hitta þig í eigi persónu.

  • Sveinn. „Málefnaleg umræða“ er greinilega ekki orð sem fyrirfinnst í þínu orðaforða, og vona ég þín vegna að það sé frekar sökum þess að þú „sért“ (hljómar mjög til að vera)gjörsamlega blindur af hatri og biturleika og ekki vegna þess að það sé ofar þínum skilningi. Hverju sem því líður þá bætir þú ekki stöðu neins, hvorki þíns né málstaðar þíns,með því að leggjast í slíkt persónulegt, og vel að merkja einstaklega barnalegt, óþroskað og dónalegt, skítkast sem þú og gerðir í kommenti þínu. Ef það yfir höfuð hefur einhver áhrif þá eru það einungis sú að sýna þann mann sem þú hefur að geyma í einkar slæmu ljósi.

    Öll málefnaleg umræða er af hinu góða og mæli ég með því að héðan í frá, ef þú hefur eitthvað til málanna að leggja að þú haldir þig við siðmenntaða framkomu og skiljir óheflaðan dónaskapinn og hótanirnar eftir heima hjá þér, það tekur enginn mark á þessu hvort eð er. Þetta er bara kjánlegt.

  • ung lærði ég að hata og fyrirlíta líkamsvöxt minn og stefndi að twiggý með hjálp lystarstols um hríð. foreldrum mínum tókst að koma fyrir mig vitinu í tíma. enn er mér þó illa við mig, hálfsextugri manneskjunni. gangi ykkur vel með samtökin. ef ég get liðsinnt ykkur með einhverju móti þá er ég hér.

    kær kveðja og bestu óskir ….

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fimm? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com