Sunnudagur 23.02.2014 - 18:25 - 4 ummæli

Yfirlýsing vegna Biggest loser

no loser

Samtök um líkamsvirðingu ásamt Félagi fagfólks um átraskanir, Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Matvæla- og næringarfræðafélagi Íslands, Matarheillum og Félagi fagfólks um offitu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna Biggest loser þáttanna:

Nýlega hófust sýningar á íslenskri útgáfu sjónvarpsþáttanna The Biggest Loser hjá Skjá Einum. Þar sem þættirnir hafa verið kynntir hér á landi undir þeim formerkjum að þeir séu „vottaðir af sálfræðingum, læknum og næringarfræðingum“ (http://www.skjarinn.is/einn/islenskt/biggest-loser-island/) vilja neðangreind félög senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

Biggest loser þættirnir hafa sætt mikilli gagnrýni bæði erlendis og hérlendis fyrir öfgakenndar áherslur á þyngdartap, mikla fæðutakmörkun, æfingaálag og harkalega framkomu þjálfara í garð keppenda. Við teljum þessa nálgun ekki samræmast faglegum vinnubrögðum og sú framkoma sem þjálfarar sýna keppendum samræmist hvorki siðareglum né lögum um heilbrigðisstarfsmenn sem kveða skýrt á um að skjólstæðingum skuli sýnd virðing. Rannsóknir benda ennfremur til þess að áhorf á þættina ýti undir fitufordóma og að litlar líkur séu á þættirnir hvetji  áhorfendur til aukinnar hreyfingar og bættra lífshátta.

Við viljum taka skýrt fram að meint „vottun“ sem þættirnir eru sagðir hafa fengið frá læknum, sálfræðingum og næringarfræðingum á ekki við um fagfólk hér á landi. Enginn íslenskur heilbrigðisstarfsmaður gæti viðhaft þá nálgun gagnvart sínum skjólstæðingum sem einkennir þessa þætti án þess að það væri brot á siðareglum viðkomandi fagstéttar og gildandi lögum um heilbrigðisstarfsmenn.

 

Heimildir:

Berry TR, McLeod NC, Pankratow M, Walker J. Effects of Biggest Loser exercise depictions on exercise-related attitudes. Am J Health Behav. 2013; 37:96-103.

Domoff SE, Hinman NG, Koball AM, Storfer-Isser A, Carhart VL, Baik KD, Carels RA. The effects of reality television on weight bias: an examination of The Biggest Loser. Obesity (Silver Spring). 2012; 20:993-8.

Lög um heilbrigðisstarfsmenn nr.34/2012.  http://www.althingi.is/altext/stjt/2012.034.html.

Readdy T, Ebbeck V. Weighing in on NBC’s The Biggest Loser: governmentality and self-concept on the scale. Res Q Exerc Sport. 2012;83:579-86.

Yoo JH. No clear winner: effects of The Biggest Loser on the stigmatization of obese persons. Health Commun. 2013;28(3):294-303.

Flokkar: Fitufordómar · Líkamsvirðing · Stríðið gegn fitu

«
»

Ummæli (4)

  • Hafdís Ingvars

    .

  • Þór Viðar Jónsson

    Apology for responding in English, my written Icelandic is not very good.

    I just wanted to address some of the comments made here regarding Biggest Loser Iceland. Firstly the US show is quite different from the version in Iceland, it was done firstly by the producers to focus on health and do it sensibly. As you can see after the 1st week weigh in the numbers have been reasonable towards people who live, eat and workout 7 days a week.

    There was nothing even close to an „extreme diet“ which I would question where you get this idea? We had plenty of food, and were not using caloric restrictive diets that left us hungry or unsatisfied, absolutely the opposite, we had great food and ate very well as well as learned a great deal about our issue with food.

    Severe exercise is also dubious to suggest. We did have one intense workout a day, along side 3 others which were no where at that level of intensity. I can say from experience that what I experience is FAR from extreme, but no question it was a lot more than normal people are used to. You could compare it to an army boot camp experience, which I assume is not considered extreme and unsafe.

    In regards to the trainers being tough on the contestants, well obviously at times people in our situation need a kick in the butt. The overwhelming majority of the time our trainers, the crew and producers were an incredibly positive force in our daily struggle to deal with our emotions, our physical exertion and of course our food.

    You see only a tiny bit of what happens daily on BL Iceland, maybe 1-2% of what happens, and there was nothing but overwhelming love, respect and support from everyone involved in making this show.

    You may have a good argument to be made with the US version, considering what we have been hearing about unhealthy and frankly dirty tricks to give contestants those „wow“ numbers we see, but I can assure you that this was never the case with the Icelandic version.

    It seems clear that you are badly misinformed on what we 12 contestants went through, this whole experience so far has been a focus on health first, and long term success.

    Bkv,

    Þór Viðar.

  • Davíð Arnar Sverrisson

    Til hvers að kynna sér málið þegar það er miklu einfaldara að henda ásökunum út í loftið?

    Vel gert Líkamsvirðing. Gott fyrir málstaðinn.

  • Anna Lísa Finnbogadóttir

    Ég heiti Anna Lísa og er einn af þáttakendunum í þáttunum biggest loser Ísland, því tala ég hér af eigin reynslu en einng sem hjúkrunarfræðingur sjálf. Mig langar að ávarpa nokkur atriði sem talað er um í greininni hér að ofan.

    Fyrst langar mig að ræða um fæðu þáttakenda. Það er stór miskilningur að fæðuinntekt hafi verið mjög takmörkuð hjá okkur, við vorum á hreinu fæði sem innihélt m.a. fjölbreytta fæðu af grænmeti, ávöxtum, kjöti, fiski, kjúkkling og eggjum. ásamt því að við fengum vítamín eins og D-vítamín sem byggt var á læknisrannsókn sem framkvæmd var áður en tökur á þáttunum hófust og voru þau vítamín byggð á þörf hvers og eins þáttakenda út frá niðurstöðum blóðprufa. Okkur var ekki skammtaður matur og við vorum ekki látin telja kaloríur,heldur vorum við með fullteldhús af mat sem við höfðum frjálsan aðgang að,við elduðumokkar mat sjálf og það magn sem við vildum borða. Við skiluðum matardagbók og nýttum okkur app í símanum sem heldur utan um mataræði,en það hefur sýnt sig að fólk er frekar meðvitað um hvað það borðar ef það skráir það hjá sér. Þetta app gaf okkur einnig upp hvernig næring okkar stóð í samanburði við ráðleggingar líðheilsustöðvar um samsetningu á fitu, próteini og kolvetnum og vorum við hvött til að fylgja þeim fyrirmælum um til að fæða okkar væri sem fjölbreyttust. Þjálfararnir fylgdust með þessu hjá okkur og komu með tillögur að samsetningu matar og næringu út frá hverju og einu okkar. Ég fékk til að mynda athugasemd um að borða aldrei undir 1500 kkal á dag, en við sem notuðum appið í símanum taldi kkal fyrir okkur þó eins og ég sagði var næring okkar ekki byggð á því að telja kkal. Okkur var einnig sagt að við ættum aldrei að verða mjög svöng m.a. vegna þess að ef við hefðum ekki næga næringu hef’um við heldur ekki orku í æfingarnar.

    Næst er það æfingarálagið en eins og Þór Viðar benti réttilega á þá vorum við með 4 æfingar á virkum dögum en aðeins ein af þeim gæti talist sem virkileg álags æfing eða „high intensity“ æfing en þær æfingar voru aldrei meira en klst og oftast styttri en það. Við vorum að sjálfsögðu hvött áfram og ýtt á okkur en aldrei að neinu sem gæti talist hættumörk eða óheilbrigt heldur af mikilli faglegri reynslu og alúð. Það var gætt vel að öryggi okkar á þessum æfingum og ef meiðsli eða annar slappleiki var til staðar var tekið fullt tillit til þeirra þátta. Við vorum einnig hvött til að hafa jafnvægi á milli hreyfingar og hvíldar og voru helgarnar sérstaklega notaðar í að hvílast og voru við þá á færri æfingum og frekar stunda virka hvíld þá dag eins og göngutúr eða sund.

    Gagngrínin á þjálfarana er einnig mög óréttlát þeir komu aldrei fram við okkur af öðru en virðingu og alúð og voru alltaf boðnir og búnir við að aðstoða okkur. Þó þeir virðast harðir í þáttunum er það einnig þeirra hlutverk að hvetja okkur áfram og láta okkur ekki komast upp með neinar afsakanir sem mörg okkar hafa notast við í fjöldamörg ár. Þeirra hlutverk er ekki að dekra við okkur og vera „góðir“ við okkur við höfum sjálf séð um það í allt of langan tíma sem er ein af ástæðunum fyrir því að við erum í þessari stöðu. Hér verður fólk einnig að gera sér grein fyrir að það efni sem er sýnt í þáttunum er hannað til að ná til þáttakenda, þegar ég segi hannað er ég ekki að tala um að við höfum farið eftir handriti heldur að valið er það efni úr sem skilar sér best í sjónvarpinu. Því fá áhorfendur aðeins að sjá brot af öllu því sem fram fór við tökur þáttanna. Mín reynsla af þjálfurunum og öllum þeim sem stóðu að tökum þáttanna hér álandi er ekkert nema jákvæð og öll vinnan í kringum þetta var unnin af einstakri fagmennsku.

    Ég er ekki sammála því að þessir þættir ýti undir fitufordóma þar sem hvort sem fólk gerir sér grein fyrir því eða ekki þá er þegar mjög mikið af fordómum gagnvart of þungu fólki og hafa þeir verið tilstaðar löngu áður en farið var að framleiða þessaþætti. Ef eitthvað er opna þessi þættir frekar augun hjá fólki fyrir því að einstaklingar sem eiga við offituvandamál að stríða eiga vanalega við mörg önnur vandamál að stríða sem þarf að vinna með og er offitan því oft afleiðing annara vandamála frekar en að fólk sé latt og nenni ekki að hreyfa sig. Mín reynsla er einnig sú að þetta getur reynst hvetjandi fyrir fólk að sjá einstaklinga sem eru of þungir leggja hart að sér í átt að betri lífstíl og bættri heilsu og hafa fjölmargir einstaklingar tjáð mér hvernig áhrif þættirnir hafa haft á þá.

    Ég get því með góðri samvisu sagt að ekkert sem við vorum látin ganga í gegnum brýtur gegn siðareglum eða neinu því sem ég hef lært í mínu námi og finnst mér einnig pínu skrítið að að til að mynda félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skrifi undir þessa yfirlýsingu án þess að hafa betri gögn að baki ummælum sínum en fáeinar erlendar rannsóknir sem byggðar eru á erlendum aðstæðum.

    Mig langar að taka fram að hér er eg aðeins að tala um íslensku biggest loser þættina en ekki þá sem eiga sér stað í örðum löndum. Mín reynsla er sú að þessir þættir og þetta tækifæri sem ég fékk hafi bætt heilsu mína tilmuna, ég er tilað mynda nú með eðlilegan blóðsykur, blóðþrýstingurinn er ekki lengur á hættumörkum, stoðkerfiseinkenni eru nánast öll horfin eins og t.d. verkir í hnjám og mjöðmum og öll andleg líðan er mun betri en fyrir þættina. Ég á því þessumþætti, þjálfurunum og öllum þeim sem stóðu að tökum þessa þátta mikið þakklæti.

    Virðingafyllst
    Anna Lísa Finnbogadóttir

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fimm? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com