Gabríela Bryndís Ernudóttir hefur ritað eftirfarandi færslur:

Mánudagur 14.10 2013 - 20:35

Fordómavekjandi umfjöllun fjölmiðla um offitu

Ég hef stundum verulegar áhyggjur af fréttaflutningi um offitu og hvernig hann hefur áhrif á líkamsmynd fólks og viðhorf gagnvart feitu fólki. Í fjölmiðlum hafa fréttir af „offitufaraldri“ aukist til muna síðan á 9. áratugnum. Fjölmiðlum finnst viðeigandi að nota orð sem í fortíðinni hefur verið notað yfir banvæna smitsjúkdóma eins og svarta dauða eða […]

Fimmtudagur 04.04 2013 - 19:37

Bikinikroppur

Hverri árstíð fylgir iðulega regluleg áminning frá fjölmiðlum um að við þurfum að passa okkur að verða ekki feit. Fyrir jólin erum við vöruð við því að fitna yfir jólin og við fáum skýr skilaboð um að hátíðarhöld gefi engum leyfi til að sleppa því að hugsa um hitaeiningar. Ekki í eina einustu mínútu er […]

Fimmtudagur 10.01 2013 - 10:10

Heilsurækt í sátt við þyngdina

Flest okkar langar til að eiga langt líf við góða heilsu. Við vitum að til þess að auka líkurnar á því þurfum við að hugsa vel um líkama og sál. Við þurfum að borða hollan og góðan mat, mestan hluta af tímanum, og stunda hreyfingu. Því miður eru hins vegar margir sem leggja allt of […]

Miðvikudagur 31.10 2012 - 15:29

Útlitsdýrkun á meðgöngu og eftir barnsburð

  Meðganga er tími mikilla líkamlegra breytinga sem getur reynst erfiður fyrir konur, bæði líkamlega og andlega. Þetta á alveg sérstaklega við um konur sem hafa lengi verið í stríði við líkama sinn. Meðganga er yfirleitt yndislegur tími en því miður virðist útlitsdýrkun hafa þvingað sér leið að ófrískum líkama konunnar. Svo virðist sem meðganga […]

Þriðjudagur 28.08 2012 - 15:45

Að alast upp í brengluðum heimi

Alls staðar, já bókstaflega alls staðar, sjáum við skilaboð um hvernig við eigum að líta út. Í dagblaðinu, í sjónvarpinu, á risastórum auglýsingaskiltum, í strætóskýlum, á netinu, í tímaritum, í tónlistarmyndböndum, í dótakassa barnanna okkar og ekki má gleyma í barnaefni. Við erum öll berskjölduð fyrir þessum óstöðvandi áróðri um fullkomið útlit. Bæði börn og […]

Miðvikudagur 06.06 2012 - 17:40

Er fitspiration nýjasta thinspiration?

Þeir sem hafa farið inn á síður eins og Pinterest kannast líklega við innblástursmyndir fyrir líkamsrækt, líka þeirri hér til hægri. Þessar myndir hef ég reyndar líka séð á Facebook og hafa verið kallaðar „fitspiration“. Það er margt sem truflar mig við þessar myndir. Myndirnar einkennast flestar af því að á þeim birtast líkamar, jafnvel […]

Fimmtudagur 24.05 2012 - 10:50

Michelle Obama í The Biggest Loser

Áður hefur verið fjallað um offituherferð Michelle Obama hér á síðunni auk þess sem vakin hefur verið athygli á öfgunum í þáttunum The Biggest Loser.  Nú hefur Michelle birst í þáttunum til að óska þátttakendunum til hamingju með að vera fyrirmyndir. Það verður að teljast vonbrigði að jafn áhrifamikil kona og hún skuli hvetja fólk til að […]

Miðvikudagur 01.02 2012 - 22:31

Ræktin

Ég fékk e-mail um daginn frá líkamsræktarstöðinni minni hérna úti í Kaupmannahöfn. Í því var einhvers konar fréttabréf þar sem meðal annars var varað við því að drekka of mikið af ávaxtasafa, því í honum leyndust svo ægilega margar hitaeiningar. Ég hafði svo sem heyrt þetta áður og velti fyrir mér hvers konar hlutverk þessi […]

Mánudagur 05.12 2011 - 21:55

Hin hamingjusama brúður?

Áhugi fólks á brúðkaupum endurspeglast vel í hinu gríðarlega áhorfi á og umfjöllun um hið breska konunglega brúðkaup þann 29. apríl síðastliðinn. Fjölmiðlar bjuggu til fréttir úr öllum minnstu smáatriðum um brúðkaupið. Fólk tók andköf þegar það sá Kötu í kjólnum, þegar Vilhjálmur leit á Kötu í fyrsta sinn og þegar þau kysstust tvisvar fyrir […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com