Sigrún Daníelsdóttir hefur ritað eftirfarandi færslur:

Fimmtudagur 19.02 2015 - 14:30

Að vera eða vera ekki byrði á þjóðfélaginu

    Nýlega varð ég vitni að umræðuþræði á netinu þar sem fólk viðraði áhyggjur sínar af heilbrigðiskerfi Íslendinga og hinum gríðarlega kostnaði sem það taldi fylgja því. Eftir þúfur og þras meðal þátttakenda var niðurstaðan sú að íslenska heilbrigðiskerfið væri alls ekki svo kostnaðarsamt samanborið við önnur lönd, hins vegar væri feitt fólk að […]

Mánudagur 10.03 2014 - 09:42

Dagur líkamsvirðingar 13. mars

  Samtök um líkamsvirðingu hafa valið næstkomandi fimmtudag, 13. mars, sem sinn árlega baráttudag. Samtökin voru stofnuð þennan dag árið 2012 og án þess að við hefðum haft hugmynd um það á þeim tíma er þetta sami dagur og fyrsta bloggfærslan var send út af líkamsvirðingarblogginu árið 2009. Þetta er því örlagadagur í sögu líkamsvirðingar […]

Sunnudagur 23.02 2014 - 18:25

Yfirlýsing vegna Biggest loser

Samtök um líkamsvirðingu ásamt Félagi fagfólks um átraskanir, Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Matvæla- og næringarfræðafélagi Íslands, Matarheillum og Félagi fagfólks um offitu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna Biggest loser þáttanna: Nýlega hófust sýningar á íslenskri útgáfu sjónvarpsþáttanna The Biggest Loser hjá Skjá Einum. Þar sem þættirnir hafa verið kynntir hér á landi undir þeim formerkjum að þeir […]

Föstudagur 07.02 2014 - 17:49

Opið bréf til RÚV og Stúdíó Sýrlands

Kæra RÚV og Stúdíó Sýrland, Ég hef séð ýmislegt um dagana og kalla ekki allt ömmu mína þegar kemur að fitufordómum. Ég veit vel að við lifum í fitufóbísku samfélagi þar sem niðrandi athugasemdir um feitt fólk og stöðugt tal um megrun er sjálfsagður og lítt gagnrýndur hluti af menningunni. Ég hef lesið fjöldann allan […]

Fimmtudagur 06.02 2014 - 08:35

Það besta í lífinu

Þessi tími ársins er aftur runninn upp. Það er fljótt að koma í ljós hvað nýja árið þýðir hjá stórum hluta þjóðarinnar. Vonin um grennri, fegurri og þóknanlegri líkama hefur aftur náð völdum, allir búnir að gleyma síðasta áhlaupi og hvernig það skilaði nákvæmlega engu, nema brostnum vonum, ofátsköstum, uppgjöf, skömm og endurnýjaðri andúð á […]

Mánudagur 21.10 2013 - 14:51

Leikskólabörn á lágkolvetnakúr?

Í hvert skipti sem nýtt megrunaræði grípur um sig meðal Íslendinga hugsa ég með skelfingu til allra þeirra barna sem munu nú þurfa að alast upp við þrúgandi megrunar- og holdafarsáherslur á heimilinu. Þau munu fá að kynnast endalausu tali um kíló, fituprósentu, brennslu, hitaeiningar og hvaða matartegundir séu óhollar, fitandi, bannaðar eða beinlínis hættulegar. […]

Mánudagur 07.10 2013 - 10:40

Á að segja börnum að þau séu of feit?

Ég lenti í samræðum um þetta um daginn. Ef börn eru of feit, af hverju má ekki segja þeim það? Hvernig á eiginlega að tala við börn um holdafar? Á að telja öllum börnum trú um að þau séu grönn? Það er flókið og erfitt mál að ræða holdafar í dag vegna þess að holdafar […]

Laugardagur 31.08 2013 - 13:48

Gallabuxur og mannréttindi

Þessi pistill undirstrikar af hverju barátta fyrir líkamsvirðingu er mikilvæg. Fólk mun alltaf koma í mismunandi stærðum – meira að segja ef allir lifðu heilbrigðu og góðu lífi. Fjölbreytileiki mun alltaf einkenna hæð og þyngd fólks og við verðum að fara að skilja það. Jafnvel ef fólk grennist við að breyta lífsháttum sínum þá er það ekki […]

Þriðjudagur 27.08 2013 - 21:57

Líkamsvirðingarskilaboð frá Special K

Þegar snyrtivörufyrirtækið Dove hóf að auglýsa vörur sínar með boðskap um jákvæða líkamsmynd og fjölbreytileika undir yfirskriftinni Real Beauty voru (og eru) á því ansi skiptar skoðanir. Sumum fannst fáránlegt að snyrtivörufyrirtæki héldi á lofti boðskap um heilbrigða líkamsmynd þegar það er á sama tíma að viðhalda þeirri hugmynd að hlutverk kvenna sé að vera […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com