Sigrún Daníelsdóttir hefur ritað eftirfarandi færslur:

Föstudagur 29.03 2013 - 13:00

Heilsa óháð holdafari og Hvíta húsið

Ég hef áður ritað um „Let’s move“ herferð Michelle Obama og lýst áhyggjum mínum af yfirlýstu markmiði hennar um að „útrýma offitu barna á einni kynslóð“. Svona yfirlýsingar eru bæði óábyrgar og óraunhæfar af því offitu (það er að segja feitu fólki) á ekkert að útrýma og verður aldrei útrýmt. Heilbrigðisboðskapur á ekki að snúast […]

Sunnudagur 27.01 2013 - 14:02

Leiðarvísir að heilsurækt óháð holdafari

Ég hef nokkrum sinnum verið beðin um leiðbeiningar varðandi hvernig hægt er að stunda  heilsurækt án þess að áherslan sé á þyngd eða þyngdarbreytingar. Það er sáraeinfalt. Þú gerir bara nákvæmlega það sama og venjulega nema þú sleppir því að pína líkama þinn, hunsa þarfir hans eða rembast við að breyta honum. Í praxís lítur […]

Föstudagur 18.01 2013 - 09:59

Janúarátak Samtaka um líkamsvirðingu

Janúar er mánuður átaka. Þetta er sá tími þegar fólk setur sér markmið og strengir þess heit að gera betur á nýju ári. Eitt algengasta áramótaheitið er að koma sér í form og er það eflaust eitt það besta sem fólk getur gert fyrir sjálft sig. Ef þau fjölþættu og jákvæðu áhrif hreyfingar á líkamsstarfsemina […]

Fimmtudagur 27.12 2012 - 15:33

Heilsutrend ársins 2012

  Líkamsvirðing var talin upp sem eitt af heilsutrendum ársins 2012 í Fréttatímanum núna fyrir jólin…á eftir blandaðri bardagalist, steinaldarmataræði, Zumba og snorkli!  „Heilbrigð líkamsímynd: Nokkur umræða skapaðist á árinu, á Íslandi jafnt sem ytra um tengslin á milli heilbrigðis og líkamsgerðar. Ljóst þykir að ekki sé endilega samasemmerki á milli líkamsstærðar og heilbrigðis. Með […]

Laugardagur 15.12 2012 - 16:10

Offita sem barnaverndarmál

Í síðustu viku varð fjaðrafok í fjölmiðlum þegar greint var frá því að árlega bærust nokkrar tilkynningar til Barnarverndar Reykjavíkur þar sem holdafar barns væri meðal áhyggjuefna. Þetta mátti skilja sem svo að offita barna væri orðin svo skelfilegt vandamál að hún væri nú farin að koma til kasta barnaverndaryfirvalda. Þetta þurfum við að skoða nánar. Í […]

Fimmtudagur 29.11 2012 - 21:10

Hvað næst? Mannréttindi?

  Fyrir nokkrum vikum sendu Samtök um líkamsvirðingu erindi til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um mikilvægi þess að holdafar verði nefnt meðal þeirra atriða sem talin eru upp undir ákvæði um jafnræði í nýrri stjórnarskrá Íslendinga. Í dag var fjallað um málið á vef Morgunblaðsins og fyrsta athugasemdin við fréttina var: HVAÐ KEMUR EIGINLEGA NÆST??? […]

Föstudagur 26.10 2012 - 20:15

Klikkuð tækifæri fyrir ungar stúlkur

Í gær var frumsýnd heimildarmyndin Girl Model í Bíó Paradís, sem segir frá óhugnarlegum heimi barnungra fyrirsæta tískuiðnaðarins. Þessi mynd veitir innsýn inn í veröld, sem marga grunar eflaust að geti verið til, en fæstir gera sér í hugarlund hversu slæm er í raun og veru. Þetta er veröld sem einkennist af vinnuþrælkun, hörku og virðingarleysi, […]

Laugardagur 13.10 2012 - 12:54

Alvöru birnir

Hér er hugljúft fitufordómamyndband sem teflt er fram gegn jólaherferð kókakóla þar sem hamingjusamir ísbirnir drukku kók og höfðu það kósí. Þessu myndbandi er ætlað að sýna skuggahliðar gosneyslunnar og benda á að gos gerir fólk ekki hamingjusamt heldur óheilbrigt. Það er allt gott og blessað enda inniheldur gos enga næringu en fullt af sykri […]

Fimmtudagur 16.08 2012 - 12:58

Til þeirra sem gengur gott eitt til

    Aðeins tveimur dögum eftir að Íslendingar fjölmenntu niður í bæ til þess að taka þátt í gleðigöngunni og fagna réttindum samkynhneigðra og transfólks birtist þessi pistill á vinsælum dægurmálavef. Rúmlega 500 manns hafa gefið til kynna að þeim líki þessi skrif, sem sýnir líklega hversu skammt við erum á veg komin í mannréttindabaráttunni – tilhneiging […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com