Færslur fyrir flokkinn ‘Þyngdarstjórnun’

Föstudagur 25.03 2011 - 20:22

Máttur viljans

Guðni Gunnarsson í Rope Yoga er einn þeirra sem að mínu mati boðar alúð og væntumþykju í garð líkamans í einu orði en skapar aðstæður til líkamsóánægju og vanlíðunar í öðru. Hann notar eingöngu grannar og vöðvastæltar fyrirsætur í auglýsingum sínum og fer því lítið fyrir framsæknum hugmyndum um tilverurétt allra líkama í myndmáli fyrirtækisins. […]

Mánudagur 13.09 2010 - 11:28

Af hverju virkar megrun ekki?

Nú er megrunarbrjálæði haustsins að ganga í garð og líkamsræktarstöðvarnar farnar að keppast um að auglýsa aðhaldsnámskeiðin fyrir veturinn. Ljóst er að þúsundir Íslendinga munu flykkjast í einhverskonar prógram á næstunni í von um grennri, stæltari, og umfram allt, fegurri kropp. Jafn ljóst er hins vegar að fæstir munu hafa erindi sem erfiði, nema þá […]

Þriðjudagur 30.03 2010 - 10:47

M & J Show

Lesendur Líkamsvirðingar sem hafa kíkt á útlensku bloggin, sem birtast í lista undir „Tenglar“ hér til hægri á síðunni, ættu að kannast við Rachel Richardson, höfund bloggsins The F-word. Hún er gestur og umfjöllunarefni bandarísks spjallþáttar  sem hægt er að horfa á í tveimur hlutum hér fyrir neðan. Hér er síðan umfjöllun F-word um þáttinn.

Föstudagur 11.12 2009 - 19:51

Reikningsdæmið um þyngdarstjórnun

Þrátt fyrir að óvíst sé að þyngdaraukningu undanfarinna áratuga megi rekja til vaxandi leti og ofáts meðal almennings hefur lítið dregið úr þeirri sannfæringu í þjóðfélaginu. Í stað þess að endurskoða afstöðu sína syngja margir sama sönginn áfram og benda á að aðeins örlitlar breytingar í mataræði og hreyfingu þurfi til að hrinda af stað […]

Sunnudagur 29.11 2009 - 15:02

Af hverju höfum við fitnað? Seinni hluti

Um daginn var fjallað um þyngdaraukningu undanfarinna áratuga og bent á að þrátt fyrir endurteknar upphrópanir um ofát og hreyfingarleysi sem helstu, jafnvel einu, orsakir þeirrar þróunar, þá byggja slíkar fullyrðingar á veikum grunni. Ekki er verið að halda því fram að mataræði og hreyfing hafi örugglega ekki átt neinn þátt í þeirri þyngdaraukningu sem orðið […]

Fimmtudagur 19.11 2009 - 23:11

Af hverju höfum við fitnað? Fyrri hluti

Í umræðu um vaxandi offitutíðni á Vesturlöndum er gjarnan hamrað á tvennu: Við borðum meira og hreyfum okkur minna. Þessi söngur hefur heyrst svo oft að hann er orðinn að sjálfsögðum sannindum í hugum flestra og því kann að koma mörgum á óvart hve lítill raunstuðningur býr þar að baki. Í besta falli ætti að […]

Laugardagur 07.11 2009 - 20:12

Meiri hræðsluáróður

Í gær sagði RÚV frá nýrri skýrslu Krabbameinsstofnunar Bandaríkjanna sem þótti sýna að offita væri krabbameinsvaldandi.  Hafa þessar niðurstöður að vonum farið eins og eldur í sinu um veröldina, eins og aðrir heimsendaspádómar varðandi offitu. En hvað er hér á ferðinni? Við höfum lengi vitað að offita tengist ýmsum heilsufarsvanda. Það sem við vitum ekki er […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com