Færslur fyrir flokkinn ‘Átraskanir’

Fimmtudagur 06.02 2014 - 08:35

Það besta í lífinu

Þessi tími ársins er aftur runninn upp. Það er fljótt að koma í ljós hvað nýja árið þýðir hjá stórum hluta þjóðarinnar. Vonin um grennri, fegurri og þóknanlegri líkama hefur aftur náð völdum, allir búnir að gleyma síðasta áhlaupi og hvernig það skilaði nákvæmlega engu, nema brostnum vonum, ofátsköstum, uppgjöf, skömm og endurnýjaðri andúð á […]

Miðvikudagur 31.10 2012 - 15:29

Útlitsdýrkun á meðgöngu og eftir barnsburð

  Meðganga er tími mikilla líkamlegra breytinga sem getur reynst erfiður fyrir konur, bæði líkamlega og andlega. Þetta á alveg sérstaklega við um konur sem hafa lengi verið í stríði við líkama sinn. Meðganga er yfirleitt yndislegur tími en því miður virðist útlitsdýrkun hafa þvingað sér leið að ófrískum líkama konunnar. Svo virðist sem meðganga […]

Þriðjudagur 28.08 2012 - 15:45

Að alast upp í brengluðum heimi

Alls staðar, já bókstaflega alls staðar, sjáum við skilaboð um hvernig við eigum að líta út. Í dagblaðinu, í sjónvarpinu, á risastórum auglýsingaskiltum, í strætóskýlum, á netinu, í tímaritum, í tónlistarmyndböndum, í dótakassa barnanna okkar og ekki má gleyma í barnaefni. Við erum öll berskjölduð fyrir þessum óstöðvandi áróðri um fullkomið útlit. Bæði börn og […]

Þriðjudagur 17.07 2012 - 13:36

Passaðu barnið þitt!

Ég hef lengi fjallað um líkamsmynd, megrun og átraskanir á opinberum vettvangi og stundum hefur fólk samband við mig af því það hefur áhyggjur af börnunum sínum hvað þessi mál snertir. Undanfarið hef ég fengið símtöl sem vekja hjá mér ugg þar sem áhyggjufullir foreldrar og íþróttaþjálfarar greina frá því að börn í íþróttum séu […]

Fimmtudagur 24.05 2012 - 10:50

Michelle Obama í The Biggest Loser

Áður hefur verið fjallað um offituherferð Michelle Obama hér á síðunni auk þess sem vakin hefur verið athygli á öfgunum í þáttunum The Biggest Loser.  Nú hefur Michelle birst í þáttunum til að óska þátttakendunum til hamingju með að vera fyrirmyndir. Það verður að teljast vonbrigði að jafn áhrifamikil kona og hún skuli hvetja fólk til að […]

Þriðjudagur 11.10 2011 - 13:48

Af hverju eru átraskanir samfélagsvandi?

Í þau fáu skipti sem baráttan gegn átröskunum hefur farið hátt hér á landi hefur mátt skynja mikla reiði og baráttuanda í fólki. Allir virðast sammála því að „eitthvað verði að gera“ til þess að stemma stigu við þessum vanda og hneykslast á því að heilu kynslóðirnar eigi bara að verða þessum illvígu geðröskunum að […]

Þriðjudagur 14.06 2011 - 10:48

Um forvarnir átraskana

Átraskanir eru menningarbundnar geðraskanir. Þrátt fyrir að dæmi finnist um sjálfsvelti (anorexíu) langt aftur í aldir, eru tilfellin fleiri í nútímasamfélögum en nokkru sinni fyrr í sögunni. Lotugræðgi (búlimía) er einnig talin alfarið afsprengi nútímamenningar sem leggur ofuráherslu á grannan vöxt á sama tíma og aðgengi að tilbúnum mat og kræsingum hefur aldrei verið meira. Lotugræðgi var fyrst skilgreind […]

Mánudagur 29.11 2010 - 22:30

Litlu prinsessurnar okkar

Nýlega greindu fjölmiðlar frá rannsókn sem sýndi að stúlkur hafa þegar tileinkað sér ríkjandi fegurðarstaðla, um að grannur vöxtur sé eftirsóknarverður og fita ógeðsleg, við þriggja ára aldur. Á þessum sama aldri fara börn að gera sér grein fyrir kynhlutverkum sínum og þeim áherslum sem þeim fylgja. Að eitthvað sé „stelpulegt“ og annað „strákalegt“. Félagsmótun […]

Fimmtudagur 03.06 2010 - 14:00

Offita er ekki átröskun

Jæja. Þá er loksins búið að slá því föstu: Offita er ekki átröskun. Þótt ótrúlegt megi virðast þurftu helstu sérfræðingar veraldar í alvöru að setjast niður og ræða það hvort offita, þ.e. þyngdarstuðull 30 og yfir, ætti að flokkast sem geðröskun. Að sjálfsögðu komust þau að þeirri niðurstöðu að svo var ekki, enda bæði fáránlegt og […]

Þriðjudagur 30.03 2010 - 10:47

M & J Show

Lesendur Líkamsvirðingar sem hafa kíkt á útlensku bloggin, sem birtast í lista undir „Tenglar“ hér til hægri á síðunni, ættu að kannast við Rachel Richardson, höfund bloggsins The F-word. Hún er gestur og umfjöllunarefni bandarísks spjallþáttar  sem hægt er að horfa á í tveimur hlutum hér fyrir neðan. Hér er síðan umfjöllun F-word um þáttinn.

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com