Færslur fyrir flokkinn ‘Fjölbreytileiki’

Laugardagur 13.09 2014 - 11:27

Útlitstal

Ég var stödd á fimleikaæfingu með syni mínum þegar ég varð vitni að eftirfarandi samtali milli móður og sonar: „Mamma ég er þreyttur má ég ekki bara fara núna?“ Móðirin svarar: „Nei, viltu ekki klára æfinguna, þú verður ekki sterkur eins og fimleikaþjálfararnir nema með því að vera duglegur á æfingum. Sjáðu þjálfarana þína, sérðu […]

Þriðjudagur 04.02 2014 - 00:36

Stríðni vegna holdafars

Ég starfaði í nokkur ár sem námsráðgjafi í grunnskóla. Í skólanum komu oft upp mál er snertu líðan nemenda, félagstengsl, stríðni og nám. Í skólanum vann ég verkefni  í tengslum við stríðni vegna holdafars sem mig langar að deila með ykkur. Kennari hafði áhyggjur af stríðni meðal nemendanna vegna holdafars eins þeirra. Stríðnin virtist hafa slæm áhrif […]

Mánudagur 07.10 2013 - 10:40

Á að segja börnum að þau séu of feit?

Ég lenti í samræðum um þetta um daginn. Ef börn eru of feit, af hverju má ekki segja þeim það? Hvernig á eiginlega að tala við börn um holdafar? Á að telja öllum börnum trú um að þau séu grönn? Það er flókið og erfitt mál að ræða holdafar í dag vegna þess að holdafar […]

Laugardagur 31.08 2013 - 13:48

Gallabuxur og mannréttindi

Þessi pistill undirstrikar af hverju barátta fyrir líkamsvirðingu er mikilvæg. Fólk mun alltaf koma í mismunandi stærðum – meira að segja ef allir lifðu heilbrigðu og góðu lífi. Fjölbreytileiki mun alltaf einkenna hæð og þyngd fólks og við verðum að fara að skilja það. Jafnvel ef fólk grennist við að breyta lífsháttum sínum þá er það ekki […]

Fimmtudagur 04.04 2013 - 19:37

Bikinikroppur

Hverri árstíð fylgir iðulega regluleg áminning frá fjölmiðlum um að við þurfum að passa okkur að verða ekki feit. Fyrir jólin erum við vöruð við því að fitna yfir jólin og við fáum skýr skilaboð um að hátíðarhöld gefi engum leyfi til að sleppa því að hugsa um hitaeiningar. Ekki í eina einustu mínútu er […]

Föstudagur 18.01 2013 - 09:59

Janúarátak Samtaka um líkamsvirðingu

Janúar er mánuður átaka. Þetta er sá tími þegar fólk setur sér markmið og strengir þess heit að gera betur á nýju ári. Eitt algengasta áramótaheitið er að koma sér í form og er það eflaust eitt það besta sem fólk getur gert fyrir sjálft sig. Ef þau fjölþættu og jákvæðu áhrif hreyfingar á líkamsstarfsemina […]

Fimmtudagur 10.01 2013 - 10:10

Heilsurækt í sátt við þyngdina

Flest okkar langar til að eiga langt líf við góða heilsu. Við vitum að til þess að auka líkurnar á því þurfum við að hugsa vel um líkama og sál. Við þurfum að borða hollan og góðan mat, mestan hluta af tímanum, og stunda hreyfingu. Því miður eru hins vegar margir sem leggja allt of […]

Fimmtudagur 29.11 2012 - 21:10

Hvað næst? Mannréttindi?

  Fyrir nokkrum vikum sendu Samtök um líkamsvirðingu erindi til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um mikilvægi þess að holdafar verði nefnt meðal þeirra atriða sem talin eru upp undir ákvæði um jafnræði í nýrri stjórnarskrá Íslendinga. Í dag var fjallað um málið á vef Morgunblaðsins og fyrsta athugasemdin við fréttina var: HVAÐ KEMUR EIGINLEGA NÆST??? […]

Föstudagur 28.09 2012 - 12:23

Lady Gaga og líkamsvirðingarbyltingin hennar

Ég endaði mína síðustu færslu á því að tjá litla tiltrú á Lady Gaga. Ég vonaði að hún sneri þyngdaraukningu sinni upp í eitthvað jákvætt en hélt þó að hún myndi láta undan þrýstingi fjölmiðla og grenna sig í snatri. Það sem ég heyrði fyrst af hennar viðbrögðum virtist svo vera smá þversagnakennt; hún sagðist […]

Fimmtudagur 02.08 2012 - 14:42

Fegurð og fjölbreytileiki

Þessi mynd er farin að rúlla um netið. Þetta er samanburður á herferð Dove snyrtivörufyrirtækisins, sem byggðist á því að sýna fegurðina í fjölbreytilegum vexti raunverulegra kvenna, og nýjustu herferð Victoria’s Secret nærfatarisans. Eins og andstæður þessara herferða væru ekki nógu augljósar þá dregur yfirskrift þeirrar síðarnefndu skýrt og greinilega fram að hér er ekki […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com