Færslur fyrir flokkinn ‘Líkamsmynd’

Laugardagur 13.09 2014 - 11:27

Útlitstal

Ég var stödd á fimleikaæfingu með syni mínum þegar ég varð vitni að eftirfarandi samtali milli móður og sonar: „Mamma ég er þreyttur má ég ekki bara fara núna?“ Móðirin svarar: „Nei, viltu ekki klára æfinguna, þú verður ekki sterkur eins og fimleikaþjálfararnir nema með því að vera duglegur á æfingum. Sjáðu þjálfarana þína, sérðu […]

Föstudagur 18.10 2013 - 16:08

Saumaklúbburinn

Ég sit og spjalla við vinkonur mínar, við njótum yndislegra rétta sem ein hefur útbúið og boðið upp á í saumaklúbbnum. Umræðuefnið spannar vítt svið, frá kennslu, fjármálum, uppeldi, strákum og fleira. Eitt umræðuefni virðist þó ná athygli okkar allra og virðumst við allar hafa eitthvað til málanna að leggja, en það eru aukakílóin eða […]

Þriðjudagur 27.08 2013 - 21:57

Líkamsvirðingarskilaboð frá Special K

Þegar snyrtivörufyrirtækið Dove hóf að auglýsa vörur sínar með boðskap um jákvæða líkamsmynd og fjölbreytileika undir yfirskriftinni Real Beauty voru (og eru) á því ansi skiptar skoðanir. Sumum fannst fáránlegt að snyrtivörufyrirtæki héldi á lofti boðskap um heilbrigða líkamsmynd þegar það er á sama tíma að viðhalda þeirri hugmynd að hlutverk kvenna sé að vera […]

Miðvikudagur 31.10 2012 - 15:29

Útlitsdýrkun á meðgöngu og eftir barnsburð

  Meðganga er tími mikilla líkamlegra breytinga sem getur reynst erfiður fyrir konur, bæði líkamlega og andlega. Þetta á alveg sérstaklega við um konur sem hafa lengi verið í stríði við líkama sinn. Meðganga er yfirleitt yndislegur tími en því miður virðist útlitsdýrkun hafa þvingað sér leið að ófrískum líkama konunnar. Svo virðist sem meðganga […]

Þriðjudagur 28.08 2012 - 15:45

Að alast upp í brengluðum heimi

Alls staðar, já bókstaflega alls staðar, sjáum við skilaboð um hvernig við eigum að líta út. Í dagblaðinu, í sjónvarpinu, á risastórum auglýsingaskiltum, í strætóskýlum, á netinu, í tímaritum, í tónlistarmyndböndum, í dótakassa barnanna okkar og ekki má gleyma í barnaefni. Við erum öll berskjölduð fyrir þessum óstöðvandi áróðri um fullkomið útlit. Bæði börn og […]

Miðvikudagur 06.06 2012 - 17:40

Er fitspiration nýjasta thinspiration?

Þeir sem hafa farið inn á síður eins og Pinterest kannast líklega við innblástursmyndir fyrir líkamsrækt, líka þeirri hér til hægri. Þessar myndir hef ég reyndar líka séð á Facebook og hafa verið kallaðar „fitspiration“. Það er margt sem truflar mig við þessar myndir. Myndirnar einkennast flestar af því að á þeim birtast líkamar, jafnvel […]

Laugardagur 03.03 2012 - 13:04

Er þátttaka í fitness heilsusamleg?

Hvað er fitness? Flestir hafa sennilega heyrt um „fitness“ eða hreysti eins og mætti þýða orðið á íslensku. Mikil umfjöllun hefur verið um þetta fyrirbæri í fjölmiðlum um nokkurt skeið og iðkendum fitness gjarnan stillt upp sem fyrirmyndum hvað varðar heilbrigt líferni. En snýst fitness um heilsueflingu? Margir hafa bent á að fitness hafi lítið […]

Fimmtudagur 03.11 2011 - 16:52

LíkamsÁst

Óánægja með líkamsvöxt er landlæg meðal kvenna og er að aukast meðal karla. Kannanir benda til þess að allt að 80% kvenna séu óánægðar með líkama sinn og vilji vera grennri. Margvíslegir samfélagsþættir stuðla að þessari óánægju. Haldið er að okkur að feitt sé óæskilægt en grönnu fólki er hampað. Fólk sem er í megrun eða […]

Þriðjudagur 01.03 2011 - 21:33

Útlitsdýrkun drengja

Sú var tíðin að flestir karlmenn hefðu ekki látið grípa sig dauða í uppstillingu sem þessari, olíuborna og glennulega. En hér eru heimsþekktir fótboltamenn á ferð – og þeir víla það greinilega ekki fyrir sér. Útlitsdýrkun í íþróttum var umfjöllunarefni knattspyrnumannsins Óla Stefáns Flóventssonar fyrir stuttu og er engin vanþörf á því að vekja upp slíka umræðu. […]

Mánudagur 29.11 2010 - 22:30

Litlu prinsessurnar okkar

Nýlega greindu fjölmiðlar frá rannsókn sem sýndi að stúlkur hafa þegar tileinkað sér ríkjandi fegurðarstaðla, um að grannur vöxtur sé eftirsóknarverður og fita ógeðsleg, við þriggja ára aldur. Á þessum sama aldri fara börn að gera sér grein fyrir kynhlutverkum sínum og þeim áherslum sem þeim fylgja. Að eitthvað sé „stelpulegt“ og annað „strákalegt“. Félagsmótun […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com