Færslur fyrir flokkinn ‘Samband þyngdar og heilsu’

Sunnudagur 18.01 2015 - 22:16

Hvers vegna er The Biggest Loser umdeilt sjónvarpsefni?

  Líklega hefur það ekki farið framhjá mörgum að sýningar á annarri seríu af The Biggest Loser Ísland eru að hefjast. Á nánast öllum strætóskýlum á höfuðborgarsvæðinu eru skilaboðin skýr: „Baráttan heldur áfram“. The Biggest Loser þættirnir hafa notið mikilla vinsælda frá upphafi og breiðst út um heiminn þannig að í dag eru staðbundnar útgáfur af […]

Þriðjudagur 10.06 2014 - 21:13

Fitubollurnar – taka tvö!

Hæ Teitur! Ég verð að segja að ég varð fyrir verulegum vonbrigðum með þig í dag þegar þú birtir pistilinn þinn í Fréttablaðinu. Þar varaðirðu við þróun ofþyngdar, offitu og aukakvillum hennar sem eru vísar til að “fylla sjúkrahús og heilsugæslur landsins”. Tilefnið var sú “skelfilega þróun” sem ráða mátti úr tölum sem birtust nýlega […]

Fimmtudagur 10.01 2013 - 10:10

Heilsurækt í sátt við þyngdina

Flest okkar langar til að eiga langt líf við góða heilsu. Við vitum að til þess að auka líkurnar á því þurfum við að hugsa vel um líkama og sál. Við þurfum að borða hollan og góðan mat, mestan hluta af tímanum, og stunda hreyfingu. Því miður eru hins vegar margir sem leggja allt of […]

Föstudagur 03.09 2010 - 19:08

Heilsufar fjölskyldunnar

Ekki er öll vitleysan eins. Hér er hægt að kaupa baðvog fyrir fleiri tugi þúsunda – svo hægt sé að fylgjast með heilsufari allrar fjölskyldunnar. Úff. Við erum sem sagt svo langt leidd að það er hægt að selja fólki vigt sem mælikvarða á heilsufar. Gleymdu hitamælinum, líkamlegum merkjum um krankleika, eins og verkjum eða […]

Þriðjudagur 06.04 2010 - 16:53

Viðtal við Katherine Flegal

Hér er áhugavert viðtal við Katherine Flegal, vísindakonu við CDC stofnunina í Bandaríkjunum, sem hefur verið afkastamikil í rannsóknum á heilsu og þyngd. Dr. Flegal kom til Íslands vorið 2008 og hélt fyrirlestur á málþingi við Háskólann í Reykjavík þar sem hún fór yfir rannsóknarniðurstöður sínar, sem sýna m.a. að áætlanir um fjölda dauðsfalla sem […]

Laugardagur 07.11 2009 - 20:12

Meiri hræðsluáróður

Í gær sagði RÚV frá nýrri skýrslu Krabbameinsstofnunar Bandaríkjanna sem þótti sýna að offita væri krabbameinsvaldandi.  Hafa þessar niðurstöður að vonum farið eins og eldur í sinu um veröldina, eins og aðrir heimsendaspádómar varðandi offitu. En hvað er hér á ferðinni? Við höfum lengi vitað að offita tengist ýmsum heilsufarsvanda. Það sem við vitum ekki er […]

Þriðjudagur 13.10 2009 - 18:51

Líkamsvirðing í L.A.

Nokkrar greinar úr L.A. Times sem eru greinilega að herma eftir Newsweek. Ekkert nema gott um það að segja: Seeking fat acceptance Diets? Not for these folks Do extra pounds always equal extra risk?

Mánudagur 28.09 2009 - 18:40

Áfram Lýðheilsustöð!

Í dag voru kynntar niðurstöður skýrslu um þróun líkamsþyngdar Íslendinga frá árinu 1990 til 2007 sem unnin var á vegum Lýðheilsustöðvar. Þar kom fram að talsverð þyngdaraukning hafði átt sér stað á þessu tímabili og hafði hlutfall þeirra sem teljast of feitir (BMI ≥30) aukist um rúman helming, þannig að nú teljast um 20% fullorðinna Íslendinga of […]

Þriðjudagur 01.09 2009 - 19:44

Ný grein í Newsweek

Ágætis grein birtist í Newsweek í síðustu viku þar sem litið er gagnrýnum augum yfir offitufaraldurinn. Þar er m.a. rætt um umdeilda aðgerð CDC stofnunarinnar frá því fyrr í sumar þegar svokölluð „offitureiknivél“ var sett upp á heimasíðu stofnunarinnar svo atvinnurekendur gætu reiknað út hve mikið feitt starfsfólk myndi kosta fyrirtækið. Einnig er fjallað um […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com