Færslur fyrir flokkinn ‘Samfélagsbarátta’

Mánudagur 10.03 2014 - 09:42

Dagur líkamsvirðingar 13. mars

  Samtök um líkamsvirðingu hafa valið næstkomandi fimmtudag, 13. mars, sem sinn árlega baráttudag. Samtökin voru stofnuð þennan dag árið 2012 og án þess að við hefðum haft hugmynd um það á þeim tíma er þetta sami dagur og fyrsta bloggfærslan var send út af líkamsvirðingarblogginu árið 2009. Þetta er því örlagadagur í sögu líkamsvirðingar […]

Föstudagur 07.02 2014 - 17:49

Opið bréf til RÚV og Stúdíó Sýrlands

Kæra RÚV og Stúdíó Sýrland, Ég hef séð ýmislegt um dagana og kalla ekki allt ömmu mína þegar kemur að fitufordómum. Ég veit vel að við lifum í fitufóbísku samfélagi þar sem niðrandi athugasemdir um feitt fólk og stöðugt tal um megrun er sjálfsagður og lítt gagnrýndur hluti af menningunni. Ég hef lesið fjöldann allan […]

Laugardagur 21.09 2013 - 18:41

Er baráttan fyrir líkamsvirðingu loks farin að bera sýnilegan árangur?

Haust eru yfirleitt álitinn tími breytinga. Þá verða árstíðaskipti og veturinn fer að láta sjá sig með kólnandi veðri. Að loknu sumarfríi sest fólk aftur á skólabekk, sumir jafnvel í fyrsta skipti. Sumir setjast EKKI á skólabekk í haust í fyrsta skipti á sinni löngu ævi. Þetta á meðal annars við um mig en ég […]

Laugardagur 31.08 2013 - 13:48

Gallabuxur og mannréttindi

Þessi pistill undirstrikar af hverju barátta fyrir líkamsvirðingu er mikilvæg. Fólk mun alltaf koma í mismunandi stærðum – meira að segja ef allir lifðu heilbrigðu og góðu lífi. Fjölbreytileiki mun alltaf einkenna hæð og þyngd fólks og við verðum að fara að skilja það. Jafnvel ef fólk grennist við að breyta lífsháttum sínum þá er það ekki […]

Föstudagur 29.03 2013 - 13:00

Heilsa óháð holdafari og Hvíta húsið

Ég hef áður ritað um „Let’s move“ herferð Michelle Obama og lýst áhyggjum mínum af yfirlýstu markmiði hennar um að „útrýma offitu barna á einni kynslóð“. Svona yfirlýsingar eru bæði óábyrgar og óraunhæfar af því offitu (það er að segja feitu fólki) á ekkert að útrýma og verður aldrei útrýmt. Heilbrigðisboðskapur á ekki að snúast […]

Föstudagur 18.01 2013 - 09:59

Janúarátak Samtaka um líkamsvirðingu

Janúar er mánuður átaka. Þetta er sá tími þegar fólk setur sér markmið og strengir þess heit að gera betur á nýju ári. Eitt algengasta áramótaheitið er að koma sér í form og er það eflaust eitt það besta sem fólk getur gert fyrir sjálft sig. Ef þau fjölþættu og jákvæðu áhrif hreyfingar á líkamsstarfsemina […]

Fimmtudagur 29.11 2012 - 21:10

Hvað næst? Mannréttindi?

  Fyrir nokkrum vikum sendu Samtök um líkamsvirðingu erindi til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um mikilvægi þess að holdafar verði nefnt meðal þeirra atriða sem talin eru upp undir ákvæði um jafnræði í nýrri stjórnarskrá Íslendinga. Í dag var fjallað um málið á vef Morgunblaðsins og fyrsta athugasemdin við fréttina var: HVAÐ KEMUR EIGINLEGA NÆST??? […]

Föstudagur 28.09 2012 - 12:23

Lady Gaga og líkamsvirðingarbyltingin hennar

Ég endaði mína síðustu færslu á því að tjá litla tiltrú á Lady Gaga. Ég vonaði að hún sneri þyngdaraukningu sinni upp í eitthvað jákvætt en hélt þó að hún myndi láta undan þrýstingi fjölmiðla og grenna sig í snatri. Það sem ég heyrði fyrst af hennar viðbrögðum virtist svo vera smá þversagnakennt; hún sagðist […]

Laugardagur 11.08 2012 - 10:08

Fordómar eru fordómar

Fyrir líkamsvirðingarsinna sem enn hafa ekki kveikt á síðunni Jezebel.com er vert að vekja athygli á henni. Hér er um að ræða stórskemmtilega síðu með femínískum undirtón þar sem nokkrar eiturtungur leiða saman hesta sína við að gaumgæfa málefni líðandi stundar. Þar birtast gjarnan áhugaverðar hugleiðingar um útlitsdýrkun og fituhatur sem ættu að vera regluleg lesning þeirra […]

Sunnudagur 13.05 2012 - 10:27

Takk Ísland!

Fyrir viku lauk herferðinni Fyrir hvað stendur þú? sem hrundið var af stað  í tilefni Megrunarlausa dagsins 6. maí. Alls tóku tæplega 200 manns á öllum aldri þátt í herferðinni með því að senda inn myndir af sjálfum sér ásamt jákvæðum skilaboðum um útlit og heilsu og enn fleiri studdu átakið með hvatningarorðum. Eins og […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com