Færslur fyrir flokkinn ‘Megrun’

Þriðjudagur 06.09 2011 - 21:27

Meira um Möggu

Hér má finna nokkrar skemmtilegar útfærslur á því sem gerist næst í lífi Möggu litlu sem var send í megrun fyrir skemmstu:

Laugardagur 20.08 2011 - 17:09

Megrun fyrir börn

Fréttin um megrunarbók fyrir börn (markhópurinn virðist samt aðallega vera litlar stúlkur – nema hvað) hefur farið um netheimana eins og eldur í sinu síðustu daga. Viðbrögðin hafa verið samtaka hneykslan og furða: Hvað næst, spyr fólk? Átaksnámskeið fyrir leikskólabörn? Hitaeiningateljari í nintendo vasatölvuna? Flest virðumst við sammála um að það er eitthvað verulega rangt […]

Föstudagur 27.05 2011 - 12:16

Lífsstílsbreytingar

Hugtakið megrun hefur átt undir högg að sækja eftir að sú staðreynd varð að almennri vitneskju að megrun virkar ekki.  Sama hvaða aðferð er notuð og sama hvað hver segir þá er raunin sú að flestir þyngjast aftur innan skamms. Megrun er margfalt líklegri til þess að leiða til þyngdarsveiflna (jójó áhrif þar sem fólk fer […]

Föstudagur 25.03 2011 - 20:22

Máttur viljans

Guðni Gunnarsson í Rope Yoga er einn þeirra sem að mínu mati boðar alúð og væntumþykju í garð líkamans í einu orði en skapar aðstæður til líkamsóánægju og vanlíðunar í öðru. Hann notar eingöngu grannar og vöðvastæltar fyrirsætur í auglýsingum sínum og fer því lítið fyrir framsæknum hugmyndum um tilverurétt allra líkama í myndmáli fyrirtækisins. […]

Föstudagur 18.03 2011 - 13:22

Hefðbundin meðul

Það hefur lengi valdið mér sorg hve lítið virðist fara fyrir líkamsvirðingu innan heilsu- og mannræktargeirans. Meira að segja meðal þeirra sem annars virðast aðhyllast ástúðlega umönnun líkamans, þeirra sem hvetja til þess að við hlustum á líkama okkar, virðum takmörk hans og ræktum eigið innsæi varðandi umhirðu sálar og líkama, kemur oft fram áberandi […]

Mánudagur 10.01 2011 - 00:53

Megrunarráð í byrjun ársins

Að vísu frá því fyrir tveimur árum en enn í góðu gildi:

Sunnudagur 02.01 2011 - 19:16

Ekki átak heldur bylting!

Eitt algengasta nýársheit Vesturlandabúa hefur löngum verið að sverja upp á líf og dauða að losna við jólakílóin og taka á móti vorinu í nýjum og stæltari kroppi. Þessi staðreynd talar auðvitað sínu máli um árangur megrunar á slóðum þar sem líkamsþyngd hefur ekki minnkað heldur aukist til muna með tímanum. Þau sem ekki þekkja mistök […]

Miðvikudagur 22.09 2010 - 10:37

Heilbrigðar leiðir til að grennast

Ég heyri oft talað um heilbrigðar leiðir til að grennast. Mörgum finnst miður að fólk skuli ítrekað láta glepjast af gylliboðum megrunariðnaðarins og vilja þess í stað benda á hin einföldu skref til léttara lífs: Borða minna og hreyfa sig meira. En hvað halda þessir aðilar megrun sé – annað en að borða minna og […]

Mánudagur 13.09 2010 - 11:28

Af hverju virkar megrun ekki?

Nú er megrunarbrjálæði haustsins að ganga í garð og líkamsræktarstöðvarnar farnar að keppast um að auglýsa aðhaldsnámskeiðin fyrir veturinn. Ljóst er að þúsundir Íslendinga munu flykkjast í einhverskonar prógram á næstunni í von um grennri, stæltari, og umfram allt, fegurri kropp. Jafn ljóst er hins vegar að fæstir munu hafa erindi sem erfiði, nema þá […]

Miðvikudagur 20.01 2010 - 21:39

Fæðubótarefni

Í DV í dag er umfjöllun um fæðubótarefni sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Þessi bransi hefur vaxið ógnarhratt hér á landi og er nú orðinn svo stór og voldugur að hann hefur efni á því að heilaþvo fólk með auglýsingum, söluræðum dulbúnum sem heilsuupplýsingum og gylliboðum allan sólarhringinn. Maður vonar auðvitað að […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com