Færslur fyrir mars, 2009

Sunnudagur 15.03 2009 - 13:00

Jamm

Jamm. Ég fór í þetta prófkjör með mín málefni, mínar aðferðir og minn stíl og þótt niðurstaðan hafi ekki verið eftir væntingum verður eftirleikurinn að vera í samræmi við þetta: Á mínum forsendum eða enginn. My Way. Jóhanna vann góðan sigur í Reykjavíkurprófkjörinu og það er sjálfsagt að óska henni og öðrum sem vel gekk […]

Föstudagur 13.03 2009 - 08:55

Jóhanna, og fúll á móti

Það var merkileg stund í gær þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bað Breiðavíkurdrengina afsökunar fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og almennings á meðferðinni sem þeir fengu á sínum tíma. Einfalt, beint frá hjartanu, einmitt það sem þurfti að segja. Hún lét svo ekki sitja við afsökunarbeiðnina eina heldur viðurkenndi að slík ummæli væri lítils virði ef þeim […]

Fimmtudagur 12.03 2009 - 09:23

Málið okkar

Yðar einlægur var feimnislega upp með sér í gærkvöldi, rétt einsog barn eftir óvænt hrós. Ég fékk nefnilega allt í einu að vera framsögumaður menntamálanefndar og skilaði af mér nefndaráliti um þingsályktunartillöguna um íslenska málstefnu – sem er í fyrsta sinn sem Íslendingar samþykkja formlega að tala íslensku á Íslandi. Það verður gert í atkvæðagreiðslu seinna […]

Fimmtudagur 12.03 2009 - 00:50

Óskum eftir þingmönnum…

… sjá auglýsingu eftir þremur mismundandi útgáfum af tegundinni á tenglinum hér í dálkinum til vinstri (birtingaholt.is/mordur/).

Miðvikudagur 11.03 2009 - 09:20

Frakkar eru ekki asnar

Frakkar eru ekki asnar, segir Eva Joly en Jóhanna hefur nú skipað Evu ráðgjafa ríkisstjórnarinnar við rannsókn bankahrunsins og hugsanlegra sakamál í tengslum við það. Ég var að lesa viðtalið við hana í Mogganum (missti af henni hjá Agli) og þessi Frakki er allavega enginn asni. Það var svo sannarlega kominn tími til að fá […]

Þriðjudagur 10.03 2009 - 11:06

Mikki mús, kvennafylgið og kapítalisminn

Kátir voru karlar í SÁÁ-salnum í gær og fóru auðvitað allir á kostum enda gáfaðir, sterklega vaxnir, snjallir ræðumenn og einstaklega velheppnaðir frambjóðendur. Þetta var líka gott  fundarform, við stóðum sinn við hvert púlt, lagt hárauðu pappírsáklæði og töluðum ekki lengur en þrjár mínútur í einu en stjórnandinn var hinn undurfagri og röggsamlegi borgarfulltrúi Sigrún […]

Mánudagur 09.03 2009 - 12:04

Þess vegna ekki Helguvík

Ég ætla ekki að styðja stjórnarfrumvarpið um Helguvík, sem nú er komið á dagskrá þingsins og fer í 1. umræðu í dag eða á morgun. Mér þykir vænt um ríkisstjórnina og er ekki síður hlýtt til iðnaðarráðherrans, en hér eru það samviskan og sannfæringin sem verða að ráða ferðinni. Þetta hef ég sagt í þingflokki […]

Sunnudagur 08.03 2009 - 23:56

Ingibjörg – – Jóhanna

Fréttirnar frá Ingibjörgu Sólrúnu eru okkur öllum harmsefni. Hún hefur samt tekið rétta ákvörðun: Við þessar aðstæður verður hún sjálf og fjölskylda hennar að ganga fyrir. Jóhanna Sigurðardóttir hefur lýst yfir því að hún hafi enga löngun til að bæta á sig formennsku í flokknum og leiðsögn í kosningunum framundan. Það skilja allir. Hún er […]

Föstudagur 06.03 2009 - 09:54

Og allt í einu allir sammála!

Það var notaleg stund fyrir yðar einlægan varaþingmann að samþykkja ný lög um eftirlaun ráðherra og þingmanna í gær. Afnema einfaldlega þessi forréttindi og setja þarmeð afar hæfilegan punkt aftan við söguna um eftirlaun Davíðs, Halldórs og félaga frá 2003. Og nú voru allir sammála! Jafnvel gamlir Sjálfstæðisflokksráðherrar greiddu frumvarpinu atkvæði. Raunar sat Björn Bjarnason […]

Fimmtudagur 05.03 2009 - 17:37

Síðast þegar við borguðum ekki

Í upphafi kreppunnar í haust fóru ólíklegustu menn í fötin hans Daríós Fós og brugðust við tíðindum um þjóðvæðingu bankaskulda með því að hrópa: Við borgum ekki! Frægastur varð Davíð Oddsson kvöldið góða í Kastljósi – sjálfur Seðlabankastjóri landsins – en margir hafa síðar fórnað höndum yfir ástandinu og fundið þessa útleið eina: Við bara […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur