Færslur fyrir apríl, 2009

Miðvikudagur 29.04 2009 - 07:39

VG og ESB: Textinn sjálfur

Vinstriflokkarnir tveir hljóta að koma sér saman um Evrópusambandsumsókn, hvaða leið sem menn velja að henni og hvað sem hún er látin heita. Auðvitað hafa stjórnmálamenn úr öðrum flokkum gert mikið úr ágreiningi þeirra um þetta, og svo auðvitað Morgunblaðið, en þeir hafa sér til afsökunar að yfirlýsingar Steingríms J. Sigfússonar og Atla Gíslasonar hafa verið […]

Þriðjudagur 28.04 2009 - 08:02

Hættu þessu, Þráinn

Hinn ágæti nýi þingmaður Þráinn Bertelsson er enn að vandræðast með heiðurslaunin sín. Þau vandræði hafa sennilega skemmt fyrir honum og framboðinu á síðustu dögunum af því hann langar að halda þessum peningum ofan á þingmannslaunin, og enn halda þau áfram að skemma fyrir. Mig minnir þau séu um það bil 150 þúsund krónur á […]

Mánudagur 27.04 2009 - 18:31

Þjóðstjórn hvað?

Atli Gíslason vill þjóðstjórn frekar en að þurfa í viðræður við Evrópusambandið. Þjóðstjórn? Það er bara ekki í stöðunni. Samfylkingarmenn líta svo á að án ESB-samnings sé engin leið út úr vandanum. Ef VG eða aðrir flokkar vilja ekki reyna þá leið, sem þjóðin sker úr um að lokum, nú — þá er eðlilegt í lýðræðissamfélagi að þeir flokkar […]

Sunnudagur 26.04 2009 - 17:18

Stærsti landsbyggðarflokkurinn

Fór áðan í kaffi til fornvinar míns, Þrastar Haraldssonar ritstjóra Bændablaðsins. Hann sagði mér það í fréttum að Samfylkingin væri stærsti landsbyggðarflokkurinn. Það þóttu mér tíðindi, en þetta er rétt hjá Þresti: NV+NA+SL S     8 þingmenn, 16.854 atkvæði V    7 þingmenn, 15.569 atkvæði D    7 þingmenn, 15.189 atkvæði B     6 þingmenn, 15.262 atkvæði […]

Sunnudagur 26.04 2009 - 10:29

Engin stjórn án Evrópu

Í þessum merkilegu kosningum er út af næstu dögum vert að taka fyrst eftir því að upp úr kjörkössunum kemur skýr krafa um viðræður við Evrópusambandið um aðildarsamning og gjaldmiðilsmál. Þetta var höfuðmál stærsta flokksins og tveir aðrir höfðu samningaviðræður á dagskránni. Á hinu nýja þingi er Evrópumeirihluti, 33 þingmenn Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Borgarahreyfingarinnar, og […]

Föstudagur 24.04 2009 - 21:48

Orð kvöldsins

— Ég hef verið með ykkur í ríkisstjórn. Ég veit hvernig þið hugsið.                                          Jóhanna Sigurðardóttir við Bjarna Benediktsson

Föstudagur 24.04 2009 - 10:28

Vinna, velferð, Evrópa, Jóhanna

Það er auðvitað galli á vísu að fyrri hlutinn rímar ekki og seinni hlutinn stuðlar ekki – en þá taka menn bara viljann fyrir verkið. Þessa síðustu daga kveð ég þessa vísu aldrei of oft: Vinna Við verðum að ná vinnustöðunum – fyrirtækjunum – af stað aftur. Í finnsku kreppunni um 1990 voru gerð þau […]

Fimmtudagur 23.04 2009 - 16:49

Flokkurinn, ekki fólkið

„Hvernig komast vinstri flokkarnir upp með stefnu sína í auðlindamálum? Annar flokkurinn vill ekki nýta auðlindirnar og hinn veita öðrum þjóðum aðgang að þeim.“ – Eftir Hannes Hólmstein? Frá nafnlausum Heimdellingum í skítadeildinni? Nei, þetta er eftir Tryggva Þór Herbertssoon hagfræðing og hugsanlegan alþingismann, fyrrverandi efnahagsráðgjafa forsætisráðherra og forstöðumann Hagfræðistofnunar Háskóla slands. Hér á Eyjunni. […]

Fimmtudagur 23.04 2009 - 10:27

Kasper, Jesper og Jónatan í Laugardalnum

Sjálfstæðisflokkurinn á höfuðborgarsvæðinu – eða það sem eftir er af honum – hefur leigt Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í dag og býður stuðningsmönnum að skoða dýrin og fara í tækin. Ekkert að því – við hjá Samfylkingunni bjóðum fólki einmitt niður á Austurvöll í svipaða fjölskyldudagskrá. Skemmtilegt samt að í heilsíðuauglýsingu Flokksins ber mest á heiðursgestunum […]

Miðvikudagur 22.04 2009 - 12:00

Ekki gera ekki neitt

Kannanir segja að margir ætli að skila auðu á laugardaginn – og auðvitað er það afstaða í sjálfu sér, svona einsog að sýna puttann. En þegar það er búið gerist ekkert meira. Sá sem skilar auðu ákveður að láta aðra ákveða. Hann gerir ekki neitt. Ýmsir segjast líka ætla að kjósa Borgaraheyfinguna eða Ástþór – […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur