Færslur fyrir júní, 2009

Þriðjudagur 30.06 2009 - 17:50

Halló! Náum okkur niður …

Þá er komið frumvarpið um Icesave og með því greinargerð sem hlýtur að vera ein af hinum ítarlegri í þingsögunni, næstum fjörutíu síður plús samningarnir á íslensku. Og ekki nema von. Bíð enn eftir leyndarskjölunum en mesta athygli í geinargerðinni sjálfri vekur kaflinn um skuldina og greiðslur ríkissjóðs fram til 2023. Þvert á það sem […]

Mánudagur 29.06 2009 - 23:09

Kaupfriður

Fór heim af borgarafundinum um Icesave í Iðnó um tíuleytið – þar kom ekki mikið fram nýtt, og deilan er eiginlega komin í sjálfheldu. Nokkuð hefur dregið úr hugmyndunum um „að borga ekki“ eða fara „dómstólaleiðina“ – en þeir í Indefence vilja í staðinn semja upp á nýtt. Jamm. Og svo aftur upp á nýtt ef […]

Mánudagur 29.06 2009 - 15:59

Gjástykki: Virkja hvernig?

Nýkominn úr helgarferð með Landvernd á jarðhita- og eldfjallaslóðir Þingeyinga – fengum úrvalsveður, einkum fyrri daginn, sól og aðeins andvara, og nyrðra er maður einsog kominn annað: Allt er gróið á þingeysku heiðunum, meiraðsegja lú-pínan verður fögur, og margvísleg fogl dvelja ferðalang: Þrestir tístandi, andaskari kvakandi, svanir svífandi, himbrimar íbyggnir horfandi og hugsandi, jaðrakön uppfljúgandi, spóar við […]

Fimmtudagur 25.06 2009 - 13:07

Indefence, Æs-seif og valkosturinn

Jóhannes Þ. Skúlason, einn Indefence-manna, heiðraði yðar einlægan með athugasemd (hér, neðarlega) við pistli frá í byrjun viku um Icesave, og bað um svar. Það er sjálfsagt. Ég get auðvitað ekki svarað öllu og sumt afgreiddum við í sjálfum athugasemdadálknum, en hér eru örstuttar hugleiðingar um flesta af punktum Jóhannesar: 1) „Ísland fær ekki nema […]

Miðvikudagur 24.06 2009 - 10:42

Álfyrirtækin skili svindlgróðanum

Fréttablaðið segir frá því að meðal spekúlanta með íslensku krónuna síðan gjaldeyrishöftin voru sett séu fyrirtækin Alcoa Fjarðaál og Alcan á Íslandi. Þau kaupa krónur erlendis þar sem þær eru ódýrar í staðinn fyrir að nota gengi Seðlabankans – og stuðla með þessu að sífelldri lækkun krónunnar sem torveldar endurreisn viðskipta- og atvinnulífs á Íslandi. […]

Þriðjudagur 23.06 2009 - 18:08

Sjálfsagðir hlutir frá Jakobi Möller

Ice-save, Ice-slave, Æs-seif: Mér finnst sjálfsagt að menn æsi sig yfir Icesave og ennþá sjálfsagðara að fara nákvæmlega í alla sauma á samningnum – þetta eru örugglega mesta skuldabréf Íslandssögunnar, og við eigum öll eftir að finna vel fyrir þessu í buddunni og í skertri almannaþjónustu jafnvel þótt hinar bjartsýnni spár rætist. Einmitt þessvegna er mikilvægt að […]

Sunnudagur 21.06 2009 - 14:31

Icesave – ekkert annað að gera

Já, það átti að koma strax, en nú er það komið og sjálfsagt að þakka fyrir: Icesave-samningarnir eru á netinu (Ísland.is), með greinargóðum skýringum, og þar eru líka svör við algengum spurningum um samninginn, og þar er umfjöllun um eignasafn Landsbankans, bæði frá endurskoðunarstofunni bresku (sem vann sitt mat fyrir sveitarfélögin þar) og frá skilanefnd […]

Laugardagur 20.06 2009 - 09:45

Jónmundur, forysta og von

„Fólk kallar eftir forystu og vill fara að sjá vonarglætu, einhver ljós fyrir endanum á göngunum,“ segir Jónmundur Guðmarsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við Klemens Ólaf Þrastarson í Fréttablaðinu í dag. Jónmundur telur að þetta hafi núverandi ríkisstjórn hafi ekki megnað að veita fólki. Ræða í alla enda Klemens Ólafur tekur Jónmund á orðinu og […]

Miðvikudagur 17.06 2009 - 23:07

„Ekki gefið upp“

Einn algengasta setningin í vonglöðum viðskiptafréttum hins gengna góðæris var sú að upphæðin – fyrir vænan skammt af hlutabréfum, söluhagnaður fyrir meirihluta í fyrirtæki, verð á nýjum banka, flugfélagi, tuskubúðakeðju í útlöndum, ensku knattspyrnufélagi, greiðslan fyrir kvöld með Elton John, þjónustu fylgikvenna á snekkjum, þóknun fyrir setu í bankaráðum eða ábatasöm nefndarstörf hjá ríkinu, að […]

Þriðjudagur 16.06 2009 - 12:43

Og nú vinna á mér smádjöflarnir

Gunnar I. Birgisson hættur sem bæjarstjóri í Kópavogi, og þá væntanlega í pólitík fyrir fullt og allt. Það held ég sé rökrétt – en lýsir ekki mikilli staðfestu hjá félögum hans í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem hafa horft uppá aðfarir hans allan tímann, tekið þátt í leiknum og dáðst að stjórnunarstíl Gunnars og vinnubrögðum. Nú […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur