Færslur fyrir september, 2009

Miðvikudagur 30.09 2009 - 08:42

Rétt

Fréttablaðið segir frá því að Jóhanna leggi stjórnarsamstarfið undir við lokahluta sögunnar endalausu um Icesave. Sjálfsagt mundi hún orða það öðruvísi sjálf (Sjáum til, sagði hún í gær), en þetta er auðvitað eina leiðin. Í ljós kemur – sem enginn þarf að vera hissa á – að lánardrottnar okkar í Hollandi og Bretlandi sætta sig […]

Mánudagur 28.09 2009 - 08:38

Tæknikratar tapa

Ósigur þýskra jafnaðarmanna vekur athygli – þeir tapa þriðjungi fyrra fylgis og hafa ekki fengið verri útreið í sögu Þýska sambandslýðveldisins. Það hjálpar þeim ekki að Kristilegir fengu heldur enga glæsikosningu – Merkel býr til klassíska þýska hægristjórn en einn helsti forystuflokkur jafnaðarmanna um heiminn hrekst í stjórnarandstöðu með þeim smáflokkum sem hann hefur í nokkrum áföngum […]

Föstudagur 04.09 2009 - 20:04

Asni klyfjaður gulli

Landsvirkjun hefur í áratugi hagað sér einsog ríki í ríkinu – rekur hér erindi sín leynt og ljóst einsog hvert annað samviskulaust fjölþjóðafyrirtæki. Þetta er samt opinbert fyrirtæki, áður meira að segja að hluta í eigu tveggja sveitarfélaga, en kannski einmitt þessvegna hafa því liðist starfshættir og vinnubrögð sem fyrir löngu hefðu sett venjulegt einkafyrirtæki […]

Fimmtudagur 03.09 2009 - 17:46

Hannes, fjölmiðlafrumvarpið og Bláa höndin

Það er hlegið að Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni um allt land (hér til dæmis!) – en þó er kannski rétt að gera örlitla athugasemd við þann hluta kenningar hans um Davíð og hrunið sem lýtur að fjölmiðlunum. Menn vita að nýja heimastjórnartesan er sú að allt hafi verið gott meðan Davíðs naut við – hrunið er […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur