Færslur fyrir desember, 2009

Miðvikudagur 30.12 2009 - 23:26

Skrýtið

Þá er Icesave loksins búið við Austurvöll, og kominn tími til. Siðasta upphlaupið, þegar bresk lögfræðistofa tók að sér verkstjórn á alþingi Íslendinga, var algerlega viðeigandi ömurleg. Í atkvæðagreiðslunum í kvöld bar hvað mest á lýðræðisást þeirra sem hér sátu við völd í sextán ár án þess að sýna nokkurntíma vilja til annars en að […]

Þriðjudagur 29.12 2009 - 23:59

Látnir auglýsa

Ætli ég sé einn um að þykja það óþægilegt þegar látnir menn gylla fyrir mér varning og þjónustu í auglýsingatímunum? Nú er flugeldasalan á fullu, og þá er endurflutt auglýsing sem Flosi Ólafsson las inn á fyrir löngu – nú eða kannski bara í fyrra – og maður hrekkur við: Hann Flosi, sem er alveg […]

Þriðjudagur 22.12 2009 - 11:53

Háir vextir?

Lögfræðistofan Mishcon de Reya hefur komist að þeirri niðurstöðu að vextirnir á Icesave-láninu séu of háir – eða það segir allavega í fréttum Moggans og RÚV. „Flokksgæðingar“ – sem er örugglega eitthvert Samfylkingarlið – þykjast að vísu hafa fundið út að lögfræðingarnir – eða réttara sagt lögfræðingurinn, sem heitir Michael Collins, færi engin rök fyrir […]

Laugardagur 19.12 2009 - 14:50

Pollýanna mætt í Kaupmannahöfn

Loftslags-skömm – Climate Shame – var hrópað fyrir utan Bella Center í nótt, sem að minnsta kosti kvartrímar við Climate Change og er andstæðan við hið langþráða Climate Justice. Og í dag hafa öll helstu umhverfis- og loftslagssamtök lýst megnum vonbrigðum sínum með niðurstöðuna af ráðstefnunni í No-Hopenhagen eða Brokenhagen. Það hafa þjóðarleiðtogar líka gert, […]

Föstudagur 18.12 2009 - 20:15

Beðið í Bellasentri

Stjórnmàlamenn tala, leiðtogar gera – stóð à borðanum sem veisluklæddir Greenpeacemenn breiddu út þegar þeir höfðu komist inn í kvöldmatinn hjà Danadrottningu í gær — og hér í Bella Center, Hopenhagen, er enn beðið eftir öðru frà aðalleikurunum en misfögrum flaumi orða. Ekkert hefur frést af Obama síðan fundur hans og kínverska forsætisràðherrans Jiabao hófst […]

Föstudagur 18.12 2009 - 10:19

Bjartar vonir vakna og slokkna og vakna …

Í gærkvöldi og í morgun hefur verið bjartara yfir Bellusentri en alla vikuna áður – leiðtogafundurinn hafinn og spár um nýja gerjun virðast hafa ræst. Hillary Clinton var miklu sáttfúsari í hádeginu í gær en bandarískir embættismenn áður mörg dægur, og þegar Hillary var búin að lofa stuðningi við loftslagssjóðinn mikla gáfu Kínverjar líka eftir […]

Fimmtudagur 17.12 2009 - 16:32

Votlendið með – ef þeir semja

Íslenska samninganefndin hefur náð góðum árangri hér í Kaupmannahöfn – ef yfirhöfuð verður af samningum. Merkasta afrekíð er líklega að hafa náð endurheimt votlendis inn í framlengda Kyoto-bókun, sem ekki var í hinni fyrri, þannig að Íslendingar geti talið sér til tekna hvern endurnýjaðan votlendisrúmmetra í kolefnisbókhaldi framtíðarinnar. Þetta er mikill ávinningur. Annarsvegar vegna þess […]

Fimmtudagur 17.12 2009 - 10:29

Yes We Can – en þorir hann?

Löngu er ljóst að ekki yrði undirritaður bindandi samningur hér í Höfn um næstu skref eftir Kyoto, en menn vonast enn eftir „ákvörðun um ákvörðun“ — að ríki heims sameinist um samningsramma,  helstu útlínur samnings og ekki síst tímafrest til undirritunar. Gore hefur lagt til að það verði í Mexíkó í júlí á næsta ári. […]

Miðvikudagur 16.12 2009 - 15:23

Fréttablaðið langflottast

Aðeins einn íslenskur fjölmiðill tímdi að senda mann til Kaupmannahafnar út af loftslagsráðstefnunni miklu. Það er Fréttablaðid sem hefur hér hinn trausta blaðamann Kolbeinn Óttarsson Proppé, og síðustu daga hefur Fréttablaðið verið langflottast – nema eitthvað sé að gerast í miðlunum heima sem ekki sést gegnum netið. Fréttablaðið í dag segir frá raðstefnunni einsog hvert […]

Miðvikudagur 16.12 2009 - 09:57

Loftslagsaðild að ESB!

Í gær gekk Ísland í Evrópusambandið – hér í Bella Center í Kaupmannahöfn. Það er að segja í loftslagsmálunum. Við höfum nú tekið undir boð ESB um 30% samdrátt og gefið fyrirheit um að takast á hendur sömu skuldbindingar og „aðrar“ Evrópusambandsþjóðir. Þegar kominn er nýr samningur í Kyoto-stíl verðum við inni í ESB-pakkanum. Þetta […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur