Færslur fyrir júní, 2010

Miðvikudagur 30.06 2010 - 11:13

Skynsamleg lausn

Hinir nýju forystumenn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins hafa sent út tilmæli um gengistryggðu lánin, hversu með skuli fara þangað til dómstólar úrskurða annað. Annaðhvort séu notaðir lægstu vextir óverðtryggt eða lægstu vextir verðtryggt. Þetta er góð lína og einboðið að lánveitendur og lántakendur fari eftir þessu. Í venjulegum neytendaviðskiptum er það þannig að hafi neytandi keypt gallaða […]

Þriðjudagur 29.06 2010 - 09:59

Þrír aftur, einn fram

Einhverntímann sagði Jón Baldvin að hægri og vinstri væru ekki lengur til í pólitík, bara aftur og fram. Ég var ekki sammála Jóni þá og ekki heldur nú – þótt það séu vissulega margar andstæður í pólitík er sú sem fyrr og síðar skiptir mestu máli einmitt hægri og vinstri, sem ég skal seinna rökstyðja […]

Mánudagur 28.06 2010 - 18:29

Seðlabankinn líka

Eftir spjall í Ræktinni: „FME skoðaði aldrei gengislánin“ segir þvert yfir forsíðu Morgunblaðsins á laugardaginn – og það virðist vera alveg rétt. Eitt af því sem þetta skrýtna Fjármálaeftirlit gleymdi að gera var að lesa lögin um vexti og verðtryggingu númer 38/2001 ásamt helstu lögskýringargögnum (hér og hér), og missti þessvegna af þeirri skýru tilkynningu […]

Mánudagur 28.06 2010 - 11:53

Davíð rúlar

Fróðlegur leiðari Moggans í dag. Þar fá áhugamenn um ESB-aðild í Sjálfstæðisflokknum þá umsögn að þeir séu „fámenn og einöngruð klíka“ – „sem fylgir forystu Samfylkingarinnar í Evrópumálum en ekki sinni eigin“. En nú hafi flokksforystan – Bjarni, Ólöf et cetera – tekið á sig rögg og fylgi „þjóðarviljanum“ í ESB-málinu með tillögunni um eindregna […]

Þriðjudagur 22.06 2010 - 07:15

Sammála Kidda

Til hamingju sem hafið verið að glíma við gengistryggðu lánin – en ég er sammála Kristni H. Gunnarssyni í Fréttablaðinu í dag: Þegar lögfræðinni sleppir verður að taka við réttlætiskennd og skynsemi.  Það er eðlilegt að venjuleg verðtrygging færist nú á gengistryggðu lánin. Þeir sem þau tóku hagnast verulega (vonandi) miðað við að bera gengisfallið, […]

Mánudagur 14.06 2010 - 08:45

Vatnið – furðuleg staða

Deilan um vatnalögin snýst um grundvallarmál – hvort auðlindir landsins eigi að vera sameign þjóðarinnar eða einkaeign útvalinna. Á þeim forsendum var um þau háð mikil og erfið orusta á alþingi árin 2005 og 2006, sem lauk með því að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks samþykkti lögin en við fengum fram frestun á gildistökunni fram yfir […]

Sunnudagur 13.06 2010 - 16:05

Pollýanna á aðalfundi

Hitti Pollýönnu á aðalfundi Græna netsins – hún þakkaði mér fyrir formennsku í því góða félagi í þrjú ár og fagnaði kjöri Dofra Hermannssonar – Polla hefur alltaf umgengist mig af ákveðinni varfærni en er beinlínis skotin í Dofra og var heldur dauf eftir prófkjörið í vetur. Mig grunar hún hafi kosið Besta. Polla kom […]

Fimmtudagur 10.06 2010 - 08:27

Alvöru-stjórnlagaþing

Sérstakt stjórnlagaþing, þjóðkjörið á svig við flokkakerfið, án þátttöku ráðherra og þingmanna, með öll þau völd sem unnt er að veita því – þetta er ein af sjálfsögðum umbótaaðgerðum eftir hrun og búsáhaldabyltingu, tilraun til að skjóta nýjum grundvelli undir samfélagið – skapa Nýja Ísland. Að þetta margumtalaða þinghald skuli ekki ennþá vera á hreinu […]

Þriðjudagur 01.06 2010 - 14:18

Besti kosturinn

Samstjórn Besta og Samfylkingarinnar er klárlega langbesti kosturinn í Reykjavík – ég vona að meirihlutamyndun gangi fljótt og vel. Nei, það er rétt. Við vitum ekki mikið um stefnumál Besta flokksins. Mér hefur samt heyrst að hann sé almennt hlynntur velferðarþjónustunni og vilji að fólk hafi vinnu. Á báðum þessum sviðum hefur Samfylkingin reynslu og áætlanir. […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur