Færslur fyrir ágúst, 2010

Laugardagur 28.08 2010 - 09:12

Atkvæði um ESB-viðræðurnar

Þorsteinn Pálsson segir í Fréttablaðinu í dag að alþingi eigi að afgreiða sem fyrst þingsályktunartillögu Heimssýnarbandalagsins um að hætta viðræðum við Evrópusambandið. Sammála. Helst í lok septemberþingsins. Mætti lengja það um nokkra daga til að afgreiðslan tefji ekki önnur mál. Í fyrsta lagi vegna þess að alþingi á að afgeiða sem allra flest mál sem […]

Þriðjudagur 24.08 2010 - 09:09

Traustur vinur

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fundið út að samningaviðræðurnar við Evrópusambandið séu allsekki samningaviðræður heldur sé Evrópusambandið undir yfirskini samninga að véla Íslendinga til hættulegra breytinga á stjórnkerfinu – sem einmitt hefur reynst okkur svo vel – undir yfirskini samninga. Ætlunin sé að fimmta herdeildin veiki svo varnirnar innan borgarmúra stjórnarráðsins að ekki verði nein […]

Þriðjudagur 17.08 2010 - 12:05

Orð skulu standa

Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að átta sig á því afhverju útvarps- og sjónvarpsstöðin RÚV hefur heitið Ríkisútvarp – þar virðist ekki rekin nein sú stefna sem eigi skylt við almannaútvarpsstöð einsog þær eru skilgreindar í grannlöndunum, og hefðir hins gamla þjóðarútvarps áttatíu ár aftur í tímann eru einsog hafðar upp á punt á […]

Laugardagur 14.08 2010 - 11:48

Afvegaleiðing?

Málið kringum Gylfa Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra hefur nokkrar hliðar, og sumar þeirra eru ekki upplýstar að fullu þegar þetta er skrifað – þá einkum hver vissi hvað og hvernig í ráðuneytinu. Því er svo haldið fram að Gylfi hafi ekki sagt satt við þingið um gengistryggðu lánin. Virtur stjórnmálafræðingur telur að hann hafi „afvegaleitt“ þingið. Nokkrir háttvirtir […]

Miðvikudagur 11.08 2010 - 09:10

Hættan er heimatilbúin

Nú er ljóst að Einar K. Guðfinnsson og aðrar þjóðhetjur sem hneykslast á  erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi – vissu fyrir allt um þessa fárfestingu og þar með að hún  má samkvæmt lögum nema allt að 49,9%. Að minnsta kosti að áliti sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins 1999–2005. Upphrópanirnar núna eru pólitískur blindingsleikur. Þeim er ætlað að þeyta upp […]

Þriðjudagur 10.08 2010 - 09:13

49,9% Einar

Einar K. Guðfinnsson sagðist í gær vera steinhissa á umræðunni um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi. Hann væri algerlega á móti erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi. Hefur ekki Einar K. setið á þingi á nokkur ár? Og meira að segja verið sjávarútvegsráðherra? Góður félagi sendi mér þessa tilvitnun í flokksbróður Einars og fyrirrennara – umræða á alþingi október árið 2000, […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur