Færslur fyrir september, 2010

Fimmtudagur 30.09 2010 - 09:33

Júdas ráðinn á Moggann

Alþingi komst að þeirri niðurstöðu með þrjátíu og þremur atkvæðum gegn þrjátíu að sakarefni á hendur forsætisráðherra stjórnarinnar 2007–2009 væru nægileg og líkleg til sakfellingar fyrir landsdómi, sem samkvæmt stjórnarskrá dæmir um brot ráðherra. Það er algerlega eðlilegt að ýmsar skoðanir séu uppi um þessi málalok á þinginu. Mikil umræða hefði komið upp í samfélaginu um hverja […]

Þriðjudagur 28.09 2010 - 18:13

Gangi honum vel

Ekki mín niðurstaða – en í sjálfu sér rökrétt niðurstaða. Það hefði verið undarlegt að alþingi höfðaði ekki mál samkvæmt lögunum um landsdóm og ráðherraábyrgð gegn þeim sem báru ábyrgð á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar 2007–2009, og af þeim fjórum sem til álita komu hvílir þyngst ábyrgð á forsætisráðherranum. Hann er ábyrgur fyrir hagstjórninni, hann fór með málefni Seðlabankans, […]

Mánudagur 27.09 2010 - 18:53

Ábyrgð

Hér er þingræða um málshöfðunartillögurnar – flutt um sexleytið á mánudegi, fyrst og fremst íhuguð störf ríkisstjórnarinnar 2007 til 2009: Heill þingflokkur og nokkrir einstakir háttvirtir þingmenn að auki hafa í þessari umræðu og hinni fyrri efast um formsþætti málsins, fullyrt að lögin um landsdóm væru nánast úrelt og haft miklar áhyggjur af mannréttindum þeirra sem kynnu […]

Miðvikudagur 22.09 2010 - 10:22

Notaleg Orð í leikhúsinu

Ég hafði satt að segja ekki nokkra trú á því að gera einhverskonar leiksýningu úr útvarpsþættinum hans Kalla Th. um Orð sem skulu standa. Þetta væri bara della. En í þetta sinn var ákaflega gaman að hafa rangt fyrir sér, því Orðin í Borgarleikhúsinu gengu algerlega upp á frum-„sýningunni“ í gærkvöldi. Þetta er nokkurnveginn sami útvarpsþátturinn […]

Þriðjudagur 21.09 2010 - 18:19

Hálftómt eða hálffullt?

Oft er hálfa vatnsglasið nefnt sem dæmi um hneigð í frásögn. Sá sem talar um glasið, finnst alltof lítið í glasinu og vill vinna áheyrandann á sitt band – hann talar um hálftómt glas. Sá sem telur nægt vatn í glasinu og vill sannfæra sinn áheyranda sinn – hann talar um hálffullt glas. Einn partur af […]

Laugardagur 18.09 2010 - 18:59

Hættiði þessari vitleysu

Birna Gunnarsdóttir skrifar beitta grein í Fréttablaðið/Vísi um mál nímenninganna sem nú eiga á hættu fangelsisdóma fyrir „árás á alþingi“. Saksóknarinn sem komst að þessu með árásina og 100. grein hegningarlaga er Lára V. Júlíusdóttir lögmaður. Hinn eiginlegi kærandi er þó sjálft alþingi, en í bréfi skrifstofustjóra þess til lögreglu var á sínum tíma sérstaklega […]

Föstudagur 17.09 2010 - 17:11

Umbótanefndarsvarafundarræða

Fyrir hálfum mánuði var yðar einlægur gerður að framsögumanni á einskonar kvöldráðstefnu Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, SffR, um flokkinn og hrunið. Við vorum þrjú, auk mín Helga Vala Helgadóttir og Þorsteinn Helgason, á eftir var svo skipt í hópa um einstaka þætti máls. Beint tilefni fundarins var kall umbótanefndarinnar í flokknum eftir svörum við tilteknum spurningum sem félagið […]

Miðvikudagur 15.09 2010 - 10:55

Ég er dóni

Það vissu þetta auðvitað margir en nú hefur formaður Arkitektafélagsins slegið því föstu frammi fyrir alþjóð: Mörður Árnason er dóni. Það er „argasti dónaskapur“ að finnast arkitektar bera sína ábyrgð á ástandi byggingarlistarinnar í landinu. Enda er leitun að ljótum húsum og illa skipulögðum hverfum eftir arkitekta. Það er öðrum að kenna, verkfræðingum og tæknifræðingum og […]

Sunnudagur 12.09 2010 - 20:58

Kem af fjöllum

Var að koma af fjöllum – núna rétt fyrir kvöldmat, úr frábærri ferð með Sigmundi Einarssyni um hugsanleg virkjunarsvæði í eldsveitunum – og heyri ljósvakafréttir um tillögur þingmannanefndarinnar: Þar eru þau heiðurshjúin Margrét Frímannsdóttir og Þorsteinn Pálsson sammála, fyrrverandi formenn Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins. Lögin um landsdóm eru úrelt og aldeilis fráleitt fyrir núverandi alþingismenn að […]

Fimmtudagur 09.09 2010 - 16:09

Agnes og Davíð – túkall

Agnes Bragadóttir á að njóta sannmælis. Hún er duglegur og óttalaus blaðamaður með ágæt sambönd – vel tengd – og þessvegna oft fyrst með fréttirnar. Agnes kann líka að taka viðtöl, getur kallað fram persónuna í viðmælendum sínum og gengur oft nokkuð nærri þeim án þess að samband bregðist milli blaðamanns, lesanda og viðmælanda. Því […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur