Færslur fyrir október, 2010

Sunnudagur 31.10 2010 - 09:54

Lobbíisti snýr hjólum

Eftir að áláhugamenn á Suðurnesjum réðu vel tengdan lobbíista, Runólf Ágústsson, til starfa við að koma upp Helguvíkurálveri eru hjólin aldeilis farin að snúast – að minnsta kosti í fjölmiðlum. Á Stöð tvö í fyrrakvöld snerust hjólin til dæmis einkar hratt í Helguvík. Fréttastjórinn Kristján Már Unnarsson, sem hefur lagt feikilega rækt við stóriðjugeirann í […]

Mánudagur 25.10 2010 - 14:37

Fáfræði, fordómar og andleg örbirgð

Kannski kominn tími til að menn fái að lesa þennan svakalega texta frá hinu svokallaða mannréttindaráði Reykjavíkurborgar sem nú dreifir yfir borgarbúa og landslýð allan skefjalausum fordómum sínum og andúð á trú, sér í lagi kristni og þjóðkirkju, og vegur að rótum trúar, siðar og hefðar á miklum háskatímum þegar gott samfélag, holl gildi og […]

Föstudagur 22.10 2010 - 08:05

Ekki dissa stjórnlagaþingið

Mjög merkilegur viðburður í Íslandsögunni: Stjórnlagaþing – í fyrsta sinn frá Vér-mótmælum-allir-þinginu í sal Lærða skólans sumarið 1851, uppsprottið í búsáhaldabyltingunni góðu, fjallar um grundvöll samfélagsskipunar á Íslandi, verkefni sem margar kynslóðir alþingismanna hafa heykst á að ljúka, kosið úr þjóðardjúpinu með aðferðum alveg gagnstæðum því sem okkur þykja ekki hafa heppnast, svar við stjórnmálakreppunni sem […]

Miðvikudagur 20.10 2010 - 18:57

Skólinn er sameiginlegur

Leikskólarnir, grunnskólarnir, framhaldsskólarnir flestir og háskólarnir – við eigum þetta öll saman, og einmitt það að skólarnir eru sameiginlegir á ekki minnstan þátt í því að íslenskt samfélag er þó jafn-manneskjulegt og það er. Í sumu munar okkur, til dæmis í stjórnmálum, lífsskoðun, trúmálum. Þessvegna skiljum við þann ágreining eftir utan skóladyranna en leggjum sameiginlegan […]

Þriðjudagur 19.10 2010 - 11:29

Ráðuneytið sem ekkert veit

Það hafa verið talsverðar umræður undanfarna mánuði um þátt útlendinga í íslensku atvinnulífi – hversu mikill hann sé í einstökum greinum, hversu æskilegur í þessari grein og hinni, hvar eigi að setja mörkin. Þetta kom meðal annars upp í sumar kringum kínverskan eignarhlut í sjávarútvegsfyrirtæki, og sjávarútvegsráðherra var að sjálfsögðu einn af þeim sem tjáði […]

Miðvikudagur 13.10 2010 - 09:48

Rústum kjördæmakerfinu!

Það eru fjöldafundir víða um land til að verjast „árás á landsbyggðina“ – greinilega öflug hreyfing að verja nærsamfélagið og forystumenn í héraði láta falla þung orð. Þeir fyrir sunnan eru ekki vinsælir þessa dagana, bandalag sameinaðra heimamanna neitar allri uppsuðu frá ráðuneytaliði um sín mál. Vissulega áhrifamikið. Undan því verður ekki vikist að opinber þjónusta af margvíslegu […]

Þriðjudagur 05.10 2010 - 09:28

Hringborð

Í staðinn fyrir að halda afleitlega vondar ræður sem bírókratar semja í ráðuneytum og rétta fram sáttahendur — til Sjálfstæðisflokksins – ættu ráðherrar fyrstu alvöru-vinstristjórnarinnar að viðurkenna að venjuleg pólitík er lömuð á Íslandi og efna til hrinborðssamræðna við alla þá sem vilja koma til slíkrar umræðu. Þetta hefur verið gert með góðum árangri annarstaðar […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur