Færslur fyrir júlí, 2011

Þriðjudagur 12.07 2011 - 10:03

Fyrsta vindmyllan!

Rokið – helsta auðlind Íslands? Það er að vísu nokkuð langt í að sá draumur rætist en allt í lagi að láta sig dreyma eftir sögulega stund á laugardaginn þegar Haraldur orkubóndi Magnússon á Belgsholti í Melasveit vígði fyrstu vindmylluna sem tengist rafkerfinu, og byrjaði þarmeð að selja rafmagn úr rokinu vestan Hafnarfjalls. Þetta er […]

Föstudagur 08.07 2011 - 16:44

Gott hjá Össuri

Össur Skarphéðinsson hefur heitið stuðningi Íslendinga við fyrirhugaða umsókn Palestínuríkis um aðild að Sameinuðu þjóðunum á allsherjarþinginu í september. Þetta er mikilvægt framlag af okkar hálfu við baráttu Palestínumanna fyrir mannsæmandi lífi og sjálfstæðu ríki á heimaslóðum sínum. Ýmsar ríkisstjórnir Evrópuríkja hafa þegar heitið stuðningi við málið – í trássi við Bandaríkjastjórn sem sífellt heldur […]

Miðvikudagur 06.07 2011 - 10:13

Fundur um keisarans skegg

„Össur standi fyrir máli sínu“ er fyrirsögn Vísis.is á frétt um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi krafist fundar í utanríkismálanefnd þingsins þar sem Össur á … að standa fyrir máli sínu. Það er orðinn siður stjórnarandstöðuþingmanna að krefjast fundar í aðskiljanlegum þingnefndum þegar þeir þurfa að komast í blöðin. Svo heyrist yfirleitt minna í þeim […]

Mánudagur 04.07 2011 - 10:05

Isavia: Svör í skötulíki

Björn Óli Hauksson forstjóri Isaviu ohf. hefur vinsamlegast sent mér svör við spurningum sem ég sendi honum í síðustu viku um auglýsingar Alþjóða-dýraverndarsamtakanna IFAW í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Bréf Björns Óla er hér. Um leið og þökkuð eru skjót svör verð ég að lýsa vonbrigðum yfir því að þau eru í skötulíki. Opinbera hlutafélagið er greinilega í […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur