Færslur fyrir nóvember, 2011

Þriðjudagur 22.11 2011 - 11:11

Íhaldið gegn Palestínu

Á fundi í utanríkismálanefnd í morgun var sagt frá því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætluðu ekki að standa með öðrum nefndarmönnum að jákvæðu áliti um viðurkenningu Palestínu. Von mun vera á séráliti – og er því hér með spáð að þar telji þau Bjarni Benediktsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir að enn sé ekki rétti tíminn til […]

Fimmtudagur 17.11 2011 - 21:57

Aðförin að Berlusconi

Þyngra er en tárum taki að horfa upp á aðförina að Berlusconi á Ítalíu. Bíræfnir stjórnmálamenn – aðalforsprakkinn á vegum Alþjóðabankans (og heitir Mont) – hafa nú hrakið Berlusconi frá völdum og ómerkilegir svokallaðir rannsóknardómararar reyna síðan sem þeir geta að klekkja á honum fyrir upplognar sakir. Hinn farsæli leiðtogi til margra ára stendur hinsvegar […]

Fimmtudagur 17.11 2011 - 07:36

Griðrof á þingi

Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn á alþingi hefur gripið til óvenjulegs ráðs: Að eyðileggja atkvæðagreiðslur með því að mæta ekki í þær. Til að atkvæðisgreiðsla sé gild þarf meirihluti þingmanna að taka þátt í henni. Þetta er sjálfsögð lýðræðisregla á þessum vettvangi og útheimtir þá auðvitað að atkvæðagreiðslum sé hagað þannig að sem flestir þingmenn eigi sem auðveldast með að […]

Laugardagur 12.11 2011 - 11:56

Frú Ekkert gegn herra Ekkert

Fátt lýsir betur ótta og eymd Sjálfstæðisflokksins en nýjasta nýtt úr átökunum um formennskuna: Bjarni og Hanna Birna neita í kór að svara ellefu spurningum Fréttablaðsins um afstöðu til brýnna úrlausnarmála í samfélaginu – um gjaldmiðilinn, fiskveiðistjórnina, velferðarniðurskurð, bankafyrirtækin, skuldavanda heimilanna, stjórnarskrárbreytingarnar og svo framvegis og svo framvegis – að ógleymdri lykilspurningu um ábyrgð Flokksins […]

Miðvikudagur 09.11 2011 - 17:59

Saga íslenskrar byggðastefnu

Ef ég væri á Facebook — þá mundi ég núna eftir erfiðan dag á þinginu setja í statusinn þessa tilvitnun sem ég fann um daginn á netinu hjá Kjartani Ólafssyni, háskólakennara á Akureyri:   Saga íslenskrar byggðastefnu er allt fram á síðustu ár saga markvissrar vannýtingar á vísindalegri þekkingu um eðli nútímasamfélags. En sannir karlmenn eru ekki […]

Mánudagur 07.11 2011 - 14:05

Milljóndollaraspurningin

Opinn fundur um Vaðlaheiðargöng í morgun í umhverfis- og samgöngunefnd: Niðurstaðan að einhver óháður fari yfir útreikninga ríkiseinkafyrirtækins Vaðlaheiðarganga h.f., vonandi að minnsta kosti Ríkisendurskoðun. Þetta var fróðlegur fundur – þótt áætlanir gangamanna, sem fjármálaráðuneytið blessar, stangist svo ævintýralega á við mat FÍB að maður nær ekki botni. Þarna var meðal annars fulltrúi MP-banka sem […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur