Færslur fyrir janúar, 2012

Laugardagur 21.01 2012 - 13:40

Eyjan, ríkisstjórnin og ég

Í „orðinu á götunni“ (aldrei skilið það dálksheiti á íslensku) á Eyjunni í dag er fjallað um meint tíðindi í þingflokki Samfylkingarinnar í gær. Þar er rætt um „tilfinningahita“ sem „lýsti sér meðal annars í yfirlýsingum Marðar Árnasonar um að hann myndi hætta að styðja ríkisstjórnina ef tillögu Bjarna yrði ekki vísað frá“. Og þá […]

Föstudagur 20.01 2012 - 14:54

Fjórir, enginn eða einn

Atli Gíslason sagði í ræðu nú eftir hádegið að sér hefðu orðið á mistök — að greiða atkvæði með lokatillögunni um landsdómsmálið í september 2008. Kjarninn í málflutningi Atla var sá að fjórir hefði verið í lagi fyrir landsdóm, ekki einn. Þegar orðið var ljóst í atkvæðagreiðslunni að tillaga hans um fjóra var fallin, þá hefði […]

Þriðjudagur 17.01 2012 - 11:00

Afskræmd pólitík

Ég er ósammála Ögmundi Jónassyni um að nú eigi að afturkalla ákæruna á hendur Geir Haarde, og hissa á því að ráðherra dómsmála vilji stöðva réttarhald í miðjum klíðum. Drottningargein Ögmundar í opnu Morgunblaðsins vekur ýtarlegar spurningar sem er rétt að leggja fyrir ráðherrann í þingumræðu á föstudaginn – en að einu verður að spyrja […]

Föstudagur 13.01 2012 - 12:38

Myrkrið er yndislegt

Ég er víst orðinn fullorðinn – Linda konan mín minnir mig stundum á þetta og telur að það eigi að hafa gerst fyrir nokkrum áratugum … og eitt sem ég tek eftir núna í borginni þar sem ég hef alltaf átt heima er það að það eru horfnar í henni stjörnurnar á nóttunni. Þegar ég […]

Fimmtudagur 12.01 2012 - 10:29

Segðu upp, Steinþór

Einn helsti vandinn í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar er sá að mati bankastjóra og bankaráðs Landsbankans að þar fær yfirmaðurinn ekki nógu há laun. Hann er ekki með nema milljón plús á mánuði – ekki einusinni jafnt og forsætisráðherrann. Margir væru til í að skipta á áhyggjumálum við Steinþór Pálsson – en við verðum auðvitað […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur